Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 13:06 Stórum hlutum Amazon-regnskógarins hefur verið eytt til að rýma til fyrir nautgripa- og sojabaunaræktun. Næsti forseti Brasilíu gæti liðkað til fyrir eyðingu skógarins. Vísir/EPA Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld gætu orðið meiriháttar hindrun í vegi alþjóðlegra loftslagsaðgerða nái harðlínumaðurinn Jair Bolsonaro kjöri sem forseti síðar í mánuðinum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins og ýjað að því að hann muni draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Seinni umferð forsetakosninganna í Brasilíu fara fram sunnudaginn 28. október. Valið stendur á milli Bolsonaro, öfgahægriþingmanns, og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Í fyrri umferðinni fékk Bolsonaro 46% atkvæða gegn 29% Haddad. Ný skoðanakönnun sem birtist á mánudag bendir til þess að Bolsonaro sé með afgerandi forskot á Haddad, 59% gegn 41%. Brasilía er sjötti stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum. Þar vegur landbúnaður og olíuvinnsla þyngst. Afgerandi munur er á stefnu frambjóðendanna tveggja þegar kemur að loftslagsaðgerðum og umhverfismálum. Haddad talar fyrir að dregið verði úr eyðingu Amazon-frumskógarins á meðan Bolosnaro boðar nær algert afturhvarf frá skuldbindingum landsins til þess að draga úr losun. Bolsonaro hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins, að sögn New York Times.Bolsonaro er harðlínumaður sem hefur hamast gegn hvers kyns umhverfisreglugerðum. Honum hefur verið lýst sem Donald Trump Brasilíu.Vísir/GettySkógareyðing stór uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda Þá hefur frambjóðandinn látið í veðri vaka að hann muni fylgja í fótspor Bandaríkjastjórnar og draga Brasilíu út úr Parísarsamkomulaginu. Hann vill einnig leggja niður umhverfisráðuneyti landsins sem sjálfstætt ráðuneyti og færa það undir landbúnaðarráðuneytið sem er sagt hallt undir hagsmuni landbúnaðarins. Eins hafa verið fréttir um að Bolsonaro ætli sé að lækka verulega sektir vegna brota á umhverfisreglugerðum. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í Amazon-frumskóginum og eyðing hans veldur stórfelldri losun þess út í lofthjúp jarðar. Áætlað er að skógareyðing í hitabeltislöndum frá 2015 til 2017 jafnist á við losun 85 milljóna bíla yfir heildarlíftíma þeirra. Eftir áralanga skógareyðingu byrjaði að draga úr henni árið 2005. Í tíð Dilmu Rousseff, fyrrverandi forseta, horfði hins vegar aftur til verri vegar. Rannsóknir benda til þess að hátt í átta þúsund ferkílómetrar skógar hafi verið ruddir frá ágúst 2015 til júlí 2016. „Mögulegur sigur Bolsonaro myndi vafalaust þýða að Brasilía missti forystuhlutverk sitt í loftslagsmálum á heimsvísu og yrði að meiriháttar hindrun í veg alþjóðlegra aðgerða til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun,“ segir Carlos Rittl, framkvæmdastjóri Loftslagseftirlitsins, brasilískra samtaka sem hafa tekið saman stefnu forsetaframbjóðendanna í loftslagsmálum.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira