Fagleg menntun eða reynsla af vinnumarkaði? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 15. október 2018 10:36 Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun