Hefði getað leitt til 3 prósenta samdráttar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. október 2018 07:00 WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk í síðasta mánuði. Skúli Mogensen er forstjóri og eini hluthafi flugfélagsins. Fréttablaðið/Anton Brink Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira