Hafa fundið brak og ökuskírteini en ekki flugvélina Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2018 07:41 Brak sem leitarmenn hafa fundið. AP/BNPB Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Flugvél Lion Air í Indónesíu brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í nótt. 189 manns voru um borð og hefur enginn þeirra fundist á lífi. Brak úr flugvélinni hefur fundist á floti en ekki er vitað hvar flugvélin er. Ástæða brotlendingarinnar liggur ekki fyrir en um nýja flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 var að ræða. Þrettán mínútur eftir flugtak slitnaði sambandið við flugvélina og samkvæmt miðlum í Indónesíu hafði flugstjórinn beðið um að fá að snúa við til Jakarta. Sjórinn þar sem flugvélin brotlenti er samkvæmt BBC 30 til 40 metra djúpt. Meðal þess sem hefur fundist eru ökuskírteini og aðrir einkamunir farþega. Kafarar reyna nú að finna flugvélina á svæðinu þar sem talið er að hún hafi hrapað og þar sem brak hefur fundist.„Við vitum ekki hvort það eru einhverjir á lífi,“ sagði Muhmmad Syaugi, sem er yfir leitinni. Hann sagði björgunaraðila þó halda í vonina. Forstjóri Lion Air segir að „tæknilegt vandamál“ hafi komið upp í síðasta flugi flugvélarinnar en það hefði verið lagað að fullu. Hann sagðist þó ekki vita hvað hefði komið upp þegar hann var spurður. Flugstjóri flugvélarinnar var með rúmlega sex þúsund klukkustunda reynslu og flugmaðurinn með rúmlega fimm þúsund klukkustunda reynslu. Indónesískum flugfélögum var bannað árið 2007 að fljúga til Evrópu vegna þess hve tíð flugslys eru þar. Nokkur flugfélög fengu undantekningar og var bannið fellt niður að fullu í júní. Bandaríkin felldu niður sambærilegt bann árið 2016 eftir að hafa ekki hleypt flugfélögunum til Bandaríkjanna í tíu ár. WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46