Hefnist fyrir heiðarleika Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. október 2018 10:00 Þorbjörg Helga segist aldrei hafa verið almennilegur stjórnmálaður, heldur "fagidjót“. Fréttablaðið/Stefán Mér finnst einfaldlega grundvallarmannréttindi að þessum börnum, sem eru í hættu á brottfalli, eru kvíðin, eiga erfitt uppdráttar innan skólakerfisins, sé hjálpað og þeim sé mætt. Ef maður nær þeim nógu snemma, með réttum verkfærum, þá er hægt að breyta lífi þeirra og koma í veg fyrir að þau heltist úr lestinni. Sjá til þess að þau eigi gott líf. Ég sá það þegar ég starfaði í pólitíkinni að við höfðum ekki þessi verkfæri til að fylgja þeim eftir almennilega,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stofnandi Kara Connect. Þorbjörg hætti í stjórnmálum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, eftir stormasöm kjörtímabil, og ákvað að hella sér út í menntamál sem eiga hug hennar allan.Tapaði fyrir strákunum „Ég var aldrei almennilegur stjórnmálamaður. Ég var svona „fagidjót“ í stjórnmálum. Ég hafði langmestan áhuga á menntamálum og var svo spennt að bylta ákveðnum hlutum, en komst ekkert áfram með það pólitískt. Þegar maður tekur afdráttarlausar línur hugmyndafræðilega, sem ég geri, er mjög líklegt að þú verðir ekki kosinn áfram. Það er gerð krafa í pólitík um að maður tali vel um allt og hugi að öllum málum. Svo má ekki styggja neinn. Ég upplifði að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkinn þannig, þótt ég hafi sterka taug þangað og mér hafi þótt gaman að starfa innan hans. En ég var líka með átta borgarstjóra á þremur kjörtímabilum. Þetta var eiginlega rosalegur tími, þegar maður lítur til baka,“ útskýrir hún. Þorbjörg sóttist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, en hafði þá setið í átta ár sem borgarfulltrúi og fjögur ár sem varaborgarfulltrúi og vakið athygli fyrir störf sín í stjórnmálum. „Það endaði þannig að ég tapaði fyrir strákunum. Ég varð í fjórða sæti á eftir Halldóri [Halldórssyni], Júlíusi [Vífli] og Kjartani [Magnússyni]. Þá sagði ég mig frá sætinu. Ég vissi að ég gæti ekki haldið áfram nema að vera ég sjálf og ég sá ekki að áherslur myndu breytast. Ég fann líka alveg að ég var sett til hliðar í flokknum. Ég hafði alls kyns frjálslyndari hugmyndir en flokkslínan var þá. Það var ekkert sérstaklega mikil eftirspurn eftir því í flokknum að hafa stórar hugmyndir um að bylta kerfinu,“ segir Þorbjörg og hlær – og tekur fram að ákvörðunin um að hætta hafi verið gæfuspor. „Ég er að gera svo ógeðslega skemmtilega hluti í dag.“Ertu enn þá Sjálfstæðismaður? „Ég er í eðli mínu pólitísk, en ég er ekki lengur í pólitík. Nú er ég í þeirri pólitík að bæta aðgengi að hjálp, sem er í rauninni það sama og ég var að gera í borginni. Þegar ég var þar elti ég uppi þá peninga sem börn fengu í sérkennslu og var að reyna að sjá hvernig þeim væri ráðstafað. Það var ekkert skráð. Við settum alltaf meiri og meiri fjármuni í málaflokkinn, því þvert á flokka vilja allir hjálpa krökkum í vanda, en börnunum fækkaði ekki sem þurftu hjálp, heldur fjölgaði,“ segir hún. „Ég var dugleg að heimsækja skólana og athugaði alltaf sérstaklega með börn sem þurftu stuðning. Ég sá að það voru allir að gera sitt besta, styðja þau og fara með í göngutúr og gera ýmislegt gott. En maður sá líka að fjármunirnir fóru ekki í rétta kanala. Við úthlutuðum þessum börnum fjármunum fyrir talþjálfun, sálfræðiþjónustu eða iðjuþjálfun, en síðan var lítið sem ekkert aðgengi að faglærðum til að taka á vandamálinu með reglubundnum hætti.“Ekki hægt að lýsa eftir einni tá Undanfari Köru Connect, hugarfósturs Þorbjargar, sem er hugbúnaður á netinu fyrir sérfræðinga og veitir þeim örugga rafræna skrifstofu með fjarþjónustutenginum, heitir Trappa. Hugmyndin varð til í heimsókn Þorbjargar hjá vinum í San Francisco. „Eftir pólitíkina fór ég í heimsókn til þessara vina minna og þau sýndu mér hraðal, sem þýddi að ég gat skoðað alls konar sprotafyrirtæki innan menntageirans. Þar sá ég fyrst svona fjarþjálfunarverkefni og fór að skoða það og prófa. Ég kom svo heim, fékk frábæran talmeinafræðing í lið með mér, Tinnu Sigurðardóttur, og við stofnuðum Tröppu, sem var fyrsta „trappan“ í Köru Connect.“ Trappa er nú í fullum rekstri þar sem fimm talmeinafræðingar vinna og aðstoða langt yfir 100 börn á 40 stöðum á landinu í hverri viku. Talmeinafræðingarnir sinna líka fullorðnum sem hafa til dæmis fengið heilablóðfall. „Sveitarfélögin eru alsæl með þessa þjónustu, sem er öll í gegnum netið. Þetta fækkar ferðalögum barna, foreldra og sérkennara. Skólar geta ekki auglýst eftir einni tá af talmeinafræðingi á haustin því þeir geta ekki haldið uppi heilli stöðu allan ársins hring. Þetta verður að vera heil manneskja.“ Trappa lifir góðu lífi, en Þorbjörg sá að það var vöntun á fleiri tegundum sérfræðinga en talmeinafræðingum. „Ég hef gagnrýnt það mikið í umræðu um geðheilbrigðismál að það er ekki hægt að segja bara: Fáum sálfræðing í hvern skóla, á hverja heilsugæslustöð. Þetta mun ekki ganga upp. Bæði nýtast þessir sérfræðingar illa og þeir vilja ekki vera einangraðir heldur í sínum faghópum. Hvernig ætlum við að leysa það?“ spyr hún og segir lausnina felast í fáum öflugum miðstöðvum sem þjónusti alla, með tækninni. „Ekki bara í einhverju hagræðingarskyni heldur skilar þetta miklu betri árangri en einstaka óreglulegar heimsóknir. Ný kynslóð fílar þetta líka. Krakkarnir sem eru í brottfallshættu eru kvíðnir. Þeir hafa engan áhuga á að ganga einhvern gang inni í skólanum, inn til sálfræðingsins þar sem allir sjá hvert þeir eru að fara. Þeim líður ekki vel með það að allir sjái hvað þeir eru að gera. Það er enn þá feimni hjá mörgum við að fá hjálp við geðheilbrigðisvanda.“Eins og Facebook en öruggt Þorbjörg ákvað að hella sér út í nýsköpun og byggja grunn til þess að fleiri sérfræðingar gætu veitt sína þjónustu. Þannig varð Kara Connect til. Almennur hugbúnaður fyrir alls konar sérfræðinga. Þar eru sérkennarar, einkaþjálfarar, sálfræðingar, næringarfræðingar, móðurmálskennarar, talmeinafræðingar, markþjálfar og þar fram eftir götunum. Hugbúnaðurinn er öruggur, tekið er tillit til allra persónuverndarsjónarmiða í öruggri netgátt. „Þetta er í sjálfu sér einfalt. Kara er bara í vafra, eins og Facebook, með aðgangsstýringu fyrir sérfræðing og skjólstæðinga þeirra. Þannig að hvaða sérfræðingur sem er getur opnað á til dæmis einn dag í viku af þjónustu og hitt skjólstæðinga sem búa á Dalvík eða í Neskaupstað en setið sjálfur í Reykjavík. Og öfugt. Við erum bæði að reyna að hjálpa sérfræðingnum að færa skrifstofuna sína yfir í rafrænt umhverfi en líka bjóða upp á þessa öruggu gátt þannig að það er hægt að eiga samtal á netinu. Þetta er í raun einfaldara en Skype og auðvitað miklu öruggara.“Er þetta ekki bara rakið? Eru sveitarfélög og stofnanir ekki í biðröð að komast að hjá þér? Þorbjörg hlær. „Ég get ekki sagt það. Ég hef auðvitað klukkað allt þetta fólk og allir segja, já, þetta er framtíðin. En það sem maður rekur sig á er að ríkið ætlar að gera allt sjálft. Ríkið á að hugsa: Það eru þúsund lausnir til, prófum nokkrar, notum það sem virkar og hendum hinu út. Það er ódýrara og skilvirkara. Þá getum við hjálpað þessum krökkum, bara á morgun.“Hvað kemur í veg fyrir að þetta sé tekið í gagnið af hinu opinbera? Þetta er ódýrt, einfalt, byggðasjónarmið hljóta að spila inn í? „Ef ég gæti svarað því, þá væri ég góð,“ segir Þorbjörg hlæjandi. „Það sem ég hef komist að, er að ef þú ferð réttu leiðina, þá ertu stoppaður. Það hefur gerst ítrekað. Ég og sérfræðingar höfum fengið svör um að Kara passi ekki inn í einhverjar reglugerðir í lagabálkum, en það er vegna þess að reglugerðirnar eru úreltar. Það vantar kannski sérkennara í stærðfræði fyrir strák á Dalvík eða næringarfræðing fyrir stelpu á Flateyri, sem Kara gæti auðveldlega séð þeim fyrir, en vegna þess að ríkið og sveitarfélögin og stofnanirnar eru tregar, eða mega hreinlega ekki taka inn nýja tækni vegna úreltra laga, þá er það ekki inni í myndinni. Það væri svo auðvelt að veita aðgengi að stuðningi við flóttamennina okkar, en ekkert hreyfist. Þannig líka hefnist manni fyrir að vera heiðarlegur. Maður hefði kannski bara átt að hlaupa hraðar áfram án þess að spyrja nokkurn mann,“ segir Þorbjörg kímin. „En þetta er alveg ótrúlegt, því auðvitað nota sérfræðingar til dæmis Skype, það vita það allir, en með því uppfylla þeir ekki lágmarks öryggiskröfur. Það er enginn að pæla í þeim.“Þorbjörg Helga segir ekki lengur hægt að troða breytingum ofan í kokið á kennurumFréttablaðið/StefánÞað er allt í rugliÞorbjörg er ástríðufull þegar hún ræðir um hugarfóstur sitt. Hún segir hugmyndina geta sprungið út, allir geti notað Köru og haft gagn af. „Þegar kemur að skólunum þá er þetta stuðningur fyrir nemendur. En það er hægt að nota þetta í allt. Heilsugæslurnar, fangelsin okkar, lítil sveitarfélög úti á landi. Það er allt í rugli því það er ekki hægt að finna sérfræðinga til að vinna þarna. Staðan er líka sú að þessar stofnanir á vegum hins opinbera eru ekki skyldaðar eða fá ekki alvöru pening til að taka inn nýsköpun. Það er ekki nóg að kaupa bara áskrift að hugbúnaðinum, það þarf að breyta vinnulagi, hugarfari. Það er ekki hægt að henda þessu framan í fólk og segja: Nú skiptir þú um gír. Það þarf alltaf að fjárfesta í breytingum. Þú segir ekki á mánudegi: Jæja! Go digital!“Er ekki stundum betra að sérfræðingar setjist niður með skjólstæðingum sínum? „Ég held að sérfræðingar muni nýta sér báðar leiðir. Þess vegna fannst okkur eðlilegt að hanna hugbúnað sem allir gætu notað. Ekki setja alla á netið og fyrirtækið væri eingöngu með þjónustu á netinu. Ég held að sérfræðingar vilji vera sérfræðingar í sínu, vinna í sínum teymum, og nota svo tæknina til að bæta aðgengið að fólki sem þarf á þjónustu þeirra að halda. En sveigjanleikinn verður krafa skjólstæðinga í framtíðinni. Heilsuþjónusta verður aðgengileg á netinu eins og bíómyndir eru í dag.“ Verðum að brjóta þessi sílóUndanfarið hefur verið mikil umræða um greiningar barna. Er meira um greiningar hér en annars staðar? „Já, það hefur komið fram, en ég held að það hljóti að vera skekkja í því. Við gætum verið að sjá það að við grípum ekki nógu snemma inn í. Heilinn í okkur er þannig að því yngri sem við erum, því móttækilegri erum við. Það er það sem snemmtæk íhlutun þýðir. Þetta er svona klassískt óskiljanlegt hugtak, en sannarlega réttmætt fyrirbæri. Það á að ganga strax í verkefnin,“ segir Þorbjörg og hrósar leikskólunum á Íslandi sérstaklega. „Þeir passa þetta, bíða ekki bara eftir greiningum. Sjá að það er eitthvað að og grípa inn í. En aftur, hafa ekki endilega aðgang að réttum sérfræðingum. Ef við gætum bara boðið þeim upp á það,“ útskýrir hún. „Okkur er alveg sama hvort sérfræðingar eru á launum hjá ríkinu, sveitarfélagi eða fá greitt frá einstaklingum. Forritið spyr ekkert um það. Þetta er bara spurning um að setja barnið niður og fara í málið. Svo finna sérfræðingarnir út úr því hver borgar. Af hverju erum við alltaf að senda þetta fólk á mismunandi staði út um allt? Af hverju er ekki bara skólinn, heilsugæslan eða hvaða stofnun sem er, sem hefur einhvern gagnagrunn þar sem þau geta fundið sérfræðinga sem henta hverju sinni og tengt viðkomandi áfram? Við verðum að brjóta niður þessi síló á milli kerfa – með tækninni!“Það er allt að fara að breytast Enn sem komið er eru það mestmegnis einkaaðilar á Íslandi sem nota forritið. Og Greiningarmiðstöð Íslands. „Fyrsta alvöru opinbera batteríið sem er að nota þetta,“ útskýrir hún.Mega þeir taka ákvörðun um það? „Það er mjög góð spurning. Ábyggilega ekki. En þau eru framsýn og voru að nota Skype en Kara er miklu öruggari og stenst nýju persónuverndarlögin. Aðrir eru kannski stopp því þeir spurðu einhvern hvort þeir mættu nota forritið. Mér finnst bara frábært að þau hafi tekið skrefið og ekki endilega spurt,“ segir Þorbjörg og hlær. „En án gríns, án þess að gera lítið úr reglugerðum, þá verður þetta að vera meira lifandi skjal. Það þarf ekki að opna sérhæfðar skrifstofur úti um allt og það er ekki hægt líkt og dæmin sanna. Tæknibyltingin er löngu hafin og þetta er ekki bara einhver nýstárleg hugmynd, að setja sérfræðiþjónustu á netið. Þetta er óumflýjanlegt dæmi. Við þurfum að tala um breytingarnar sem eru fram undan. Tæknin er að fara að breyta öllu. Það að plötubúðir séu ekki lengur til er að fara að gerast með alls konar aðra þjónustu. Af því að skjólstæðingurinn vill það. Hann mun stjórna ferðinni, ég og þú og börnin okkar, ekki ráðuneyti eða embættismenn.“Laus við „pakkann“ og Hallbjörn Þorbjörg eyðir miklum tíma um þessar mundir í Stokkhólmi, þar sem nýtt útibú Köru er. Hún kann vel við sig. Þar segist hún laus við „pakkann“ sem fylgir því að hafa verið í stjórnmálum. „Það stimpla mig allir sem brútal Sjálfstæðismann. Svo er ekki síður fínt að vera laus við Hallbjörn [Karlsson],“ segir Þorbjörg og hlær og vísar þar í eiginmann sinn. „Þá meina ég laus við að fólk viti hver hann er,“ en Hallbjörn er þekktur fjárfestir. „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hef heyrt sögur um að hann sé nú svo ríkur og þess vegna hafi það ekki verið neitt mál fyrir mig að stofna fyrirtæki. Jafnvel dekurverkefni. Við höfðum vissulega aðgang að þolinmóðu fjármagni en einnig mjög útsjónarsama fjárfesta hjá Crowberry Capital og fleirum, styrki frá Tækniþróunarsjóði og frábæra stjórn sem styrkir okkur og hvetur. Án þeirra væri þetta ekki hægt. Fyrst og fremst er teymið okkar fáránlega klárt og þrautseigt – og með góða og uppbyggilega vöru í höndunum. Það er alveg rétt að ég var í pólitík, og það hamlar mér kannski og kannski ekki með verkefnið á Íslandi. Ég hefði hins vegar aldrei getað gert þetta allt ef ég hefði ekki verið þar þessi ár. Ég sá hvað var að, hvað væri hægt að gera fyrir öll þessi sveitarfélög. Hugsaðu þér ef nokkur lítil sveitarfélög fyrir norðan myndu taka sig saman, samnýta fagfólkið sitt í gegnum tæknina, til dæmis náms- og starfsráðgjafa. Það er alltaf verið að tala um að loka skólum eða þjónustu á landsbyggðinni. Ég tala fyrir því að við hættum að reikna í fermetrum. Við erum ekkert að fara að loka þessum byggingum hvort eð er. Við eigum að reikna dæmið út frá tímum sem dýrmætt starfsfólk nýtir í að veita þjónustu, fjárfesta í þeim og nota tæknina til þess að bæta aðgengi að þeim.“Þorbjörg er ástríðufull þegar hún ræðir um hugarfóstur sitt. Hún segir hugmyndina geta sprungið út, allir geti notað Köru og haft gagn af.Fréttablaðið/StefánKlassísku, útlensku áhrifin Þorbjörg selur nú þjónustu Köru Connect til sveitarfélaga og skóla á Norðurlöndum. „Um daginn birti ég á Facebook smá texta því bæjarstjórinn í Óðinsvéum flutti opnunarræðu á ráðstefnu þar sem hann lofsamaði Köru. Ég fékk ótrúlega mikil viðbrögð, meðal annars frá íslenskum stjórnmálamönnum sem fannst þetta geggjað. Ég gat ekki annað en brosað og hugsað um klassísku útlensku áhrifin á Íslendinga. Ég hef hvatt þau til þess að koma með okkur í þetta ferðalag ansi oft,“ segir Þorbjörg og hlær. Hún segir að í ákveðnum málum sé gott að líta til útlanda, en að við verðum að gera okkur grein fyrir styrkleikum Íslendinga hvað varðar menntun. „Við erum að gera góða hluti í okkar skólakerfi, til dæmis hvað varðar sköpun og áherslu á vináttu. Það sem kerfið okkar byggir að mörgu leyti á. Mér finnst við alveg mega klappa okkur á bakið, byggja á því og hlúa að okkar litla fjöreggi sem er flott skólastarf að mörgu leyti. Við erum oft að líta til Finnlands í menntamálum, en þeir eru allt öðruvísi en við. Miklu agaðri, skipulagðari. Við erum algjörar vinnuvélar miðað við þetta fólk og öðruvísi. Mér finnst skorta að við tölum jákvætt um það sem við erum góð í, eins og með sköpunina. Það er sú atvinnugrein þar sem vélarnar og tæknin geta ekki leyst okkur af hólmi. Sama með tengsl og samkennd. Ég er ekki að draga úr mikilvægi lesturs eða stærðfræði, en að mínu mati á að taka þetta áfram – sem við erum best í.“Troðum ekki breytingum í gegn Yngstu börn Þorbjargar ganga í Landakotsskóla. Er ekki erfitt að vera skólastjóri með mömmu eins og þig? Svona eins og læknar eru verstu sjúklingarnir? Þorbjörg hlær. „Ég held að þú verðir að spyrja Ingibjörgu skólastjóra að því! En ég hugsa að sumir kennarar hugsi mér stundum þegjandi þörfina.“ Hún segist meðvituð um stöðu kennarans. „Í hverjum bekk eru um fimm börn sem þurfa aðstoð, 20 prósent af krökkunum. Ég held að þetta rof sem er orðið, traustið sem hefur rofnað milli samfélagsins og kennara, sé vegna þess að við höfum sturtað verkefnum inn í menntakerfið sem eru mjög kostnaðarsöm án þess að fjármagn fylgi. Ég nefni skóla án aðgreiningar, styttingu framhaldsskólanna, lesfimiprófin, hvað sem helst. Þetta eru flott verkefni og það gengur allt en ég skil stöðu kennarans í öllu þessu, sem fær alltaf ný og ný verkefni án þess að fá fjármuni, innleiðingarferli eða breytingastjórnun. Ég held við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu og að umrædd kulnun og rof á milli kennara og samfélags hverfist að miklu leyti um þessar breytingar. Við verðum að fjárfesta í að breyta, ekki troða bara ákvörðunum ofan í kokið á fólki.“Hlustaði á embættismenn Þorbjörg segist sjá eftir því úr sínum pólitíska ferli að hafa ekki verið ákveðnari við að leggja til stórar breytingar. „Ég hlustaði of oft á rök embættismanna sem hugsa eins og kerfið. Ég er með stórt hjarta gagnvart þessum börnum sem eiga erfitt. Ég vil lobbía fyrir þeim. Foreldrar barna sem eru í vandræðum eða eru veik eiga erfiðast með að gæta hagsmuna þeirra, einfaldlega vegna þess að þau eru úrvinda. Foreldrar ADHD-barna eru til dæmis seint að fara að skrifa ráðherra á kvöldin. Það þarf einhver að tala fyrir þau og okkur vantar þessar hendur, þessi börn, í mikilvæg störf í framtíðinni. Við getum ekki sleppt því að fjárfesta í þessu núna og sagt svo eftir nokkur ár að við skiljum ekkert í auknum fjölda öryrkja. Við eigum og getum gripið inn í miklu fyrr en við erum að gera og við hreinlega verðum að gera það. Það er skylda okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Tengdar fréttir Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. 14. ágúst 2018 12:20 Þorbjörg og Hallbjörn selja stórglæsilegt einbýli í Fossvoginum Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett stórglæsilegt einbýlishús í Bjarmalandinu í Fossvoginum á sölu . 19. september 2018 11:30 Snillingar í að kjósa hvert annað Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fer til Kaupmannahafnar í næstu viku og keppir til úrslita um besta Startup-fyrirtæki Norðurlanda. 23. október 2018 07:30 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Mér finnst einfaldlega grundvallarmannréttindi að þessum börnum, sem eru í hættu á brottfalli, eru kvíðin, eiga erfitt uppdráttar innan skólakerfisins, sé hjálpað og þeim sé mætt. Ef maður nær þeim nógu snemma, með réttum verkfærum, þá er hægt að breyta lífi þeirra og koma í veg fyrir að þau heltist úr lestinni. Sjá til þess að þau eigi gott líf. Ég sá það þegar ég starfaði í pólitíkinni að við höfðum ekki þessi verkfæri til að fylgja þeim eftir almennilega,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stofnandi Kara Connect. Þorbjörg hætti í stjórnmálum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, eftir stormasöm kjörtímabil, og ákvað að hella sér út í menntamál sem eiga hug hennar allan.Tapaði fyrir strákunum „Ég var aldrei almennilegur stjórnmálamaður. Ég var svona „fagidjót“ í stjórnmálum. Ég hafði langmestan áhuga á menntamálum og var svo spennt að bylta ákveðnum hlutum, en komst ekkert áfram með það pólitískt. Þegar maður tekur afdráttarlausar línur hugmyndafræðilega, sem ég geri, er mjög líklegt að þú verðir ekki kosinn áfram. Það er gerð krafa í pólitík um að maður tali vel um allt og hugi að öllum málum. Svo má ekki styggja neinn. Ég upplifði að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkinn þannig, þótt ég hafi sterka taug þangað og mér hafi þótt gaman að starfa innan hans. En ég var líka með átta borgarstjóra á þremur kjörtímabilum. Þetta var eiginlega rosalegur tími, þegar maður lítur til baka,“ útskýrir hún. Þorbjörg sóttist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, en hafði þá setið í átta ár sem borgarfulltrúi og fjögur ár sem varaborgarfulltrúi og vakið athygli fyrir störf sín í stjórnmálum. „Það endaði þannig að ég tapaði fyrir strákunum. Ég varð í fjórða sæti á eftir Halldóri [Halldórssyni], Júlíusi [Vífli] og Kjartani [Magnússyni]. Þá sagði ég mig frá sætinu. Ég vissi að ég gæti ekki haldið áfram nema að vera ég sjálf og ég sá ekki að áherslur myndu breytast. Ég fann líka alveg að ég var sett til hliðar í flokknum. Ég hafði alls kyns frjálslyndari hugmyndir en flokkslínan var þá. Það var ekkert sérstaklega mikil eftirspurn eftir því í flokknum að hafa stórar hugmyndir um að bylta kerfinu,“ segir Þorbjörg og hlær – og tekur fram að ákvörðunin um að hætta hafi verið gæfuspor. „Ég er að gera svo ógeðslega skemmtilega hluti í dag.“Ertu enn þá Sjálfstæðismaður? „Ég er í eðli mínu pólitísk, en ég er ekki lengur í pólitík. Nú er ég í þeirri pólitík að bæta aðgengi að hjálp, sem er í rauninni það sama og ég var að gera í borginni. Þegar ég var þar elti ég uppi þá peninga sem börn fengu í sérkennslu og var að reyna að sjá hvernig þeim væri ráðstafað. Það var ekkert skráð. Við settum alltaf meiri og meiri fjármuni í málaflokkinn, því þvert á flokka vilja allir hjálpa krökkum í vanda, en börnunum fækkaði ekki sem þurftu hjálp, heldur fjölgaði,“ segir hún. „Ég var dugleg að heimsækja skólana og athugaði alltaf sérstaklega með börn sem þurftu stuðning. Ég sá að það voru allir að gera sitt besta, styðja þau og fara með í göngutúr og gera ýmislegt gott. En maður sá líka að fjármunirnir fóru ekki í rétta kanala. Við úthlutuðum þessum börnum fjármunum fyrir talþjálfun, sálfræðiþjónustu eða iðjuþjálfun, en síðan var lítið sem ekkert aðgengi að faglærðum til að taka á vandamálinu með reglubundnum hætti.“Ekki hægt að lýsa eftir einni tá Undanfari Köru Connect, hugarfósturs Þorbjargar, sem er hugbúnaður á netinu fyrir sérfræðinga og veitir þeim örugga rafræna skrifstofu með fjarþjónustutenginum, heitir Trappa. Hugmyndin varð til í heimsókn Þorbjargar hjá vinum í San Francisco. „Eftir pólitíkina fór ég í heimsókn til þessara vina minna og þau sýndu mér hraðal, sem þýddi að ég gat skoðað alls konar sprotafyrirtæki innan menntageirans. Þar sá ég fyrst svona fjarþjálfunarverkefni og fór að skoða það og prófa. Ég kom svo heim, fékk frábæran talmeinafræðing í lið með mér, Tinnu Sigurðardóttur, og við stofnuðum Tröppu, sem var fyrsta „trappan“ í Köru Connect.“ Trappa er nú í fullum rekstri þar sem fimm talmeinafræðingar vinna og aðstoða langt yfir 100 börn á 40 stöðum á landinu í hverri viku. Talmeinafræðingarnir sinna líka fullorðnum sem hafa til dæmis fengið heilablóðfall. „Sveitarfélögin eru alsæl með þessa þjónustu, sem er öll í gegnum netið. Þetta fækkar ferðalögum barna, foreldra og sérkennara. Skólar geta ekki auglýst eftir einni tá af talmeinafræðingi á haustin því þeir geta ekki haldið uppi heilli stöðu allan ársins hring. Þetta verður að vera heil manneskja.“ Trappa lifir góðu lífi, en Þorbjörg sá að það var vöntun á fleiri tegundum sérfræðinga en talmeinafræðingum. „Ég hef gagnrýnt það mikið í umræðu um geðheilbrigðismál að það er ekki hægt að segja bara: Fáum sálfræðing í hvern skóla, á hverja heilsugæslustöð. Þetta mun ekki ganga upp. Bæði nýtast þessir sérfræðingar illa og þeir vilja ekki vera einangraðir heldur í sínum faghópum. Hvernig ætlum við að leysa það?“ spyr hún og segir lausnina felast í fáum öflugum miðstöðvum sem þjónusti alla, með tækninni. „Ekki bara í einhverju hagræðingarskyni heldur skilar þetta miklu betri árangri en einstaka óreglulegar heimsóknir. Ný kynslóð fílar þetta líka. Krakkarnir sem eru í brottfallshættu eru kvíðnir. Þeir hafa engan áhuga á að ganga einhvern gang inni í skólanum, inn til sálfræðingsins þar sem allir sjá hvert þeir eru að fara. Þeim líður ekki vel með það að allir sjái hvað þeir eru að gera. Það er enn þá feimni hjá mörgum við að fá hjálp við geðheilbrigðisvanda.“Eins og Facebook en öruggt Þorbjörg ákvað að hella sér út í nýsköpun og byggja grunn til þess að fleiri sérfræðingar gætu veitt sína þjónustu. Þannig varð Kara Connect til. Almennur hugbúnaður fyrir alls konar sérfræðinga. Þar eru sérkennarar, einkaþjálfarar, sálfræðingar, næringarfræðingar, móðurmálskennarar, talmeinafræðingar, markþjálfar og þar fram eftir götunum. Hugbúnaðurinn er öruggur, tekið er tillit til allra persónuverndarsjónarmiða í öruggri netgátt. „Þetta er í sjálfu sér einfalt. Kara er bara í vafra, eins og Facebook, með aðgangsstýringu fyrir sérfræðing og skjólstæðinga þeirra. Þannig að hvaða sérfræðingur sem er getur opnað á til dæmis einn dag í viku af þjónustu og hitt skjólstæðinga sem búa á Dalvík eða í Neskaupstað en setið sjálfur í Reykjavík. Og öfugt. Við erum bæði að reyna að hjálpa sérfræðingnum að færa skrifstofuna sína yfir í rafrænt umhverfi en líka bjóða upp á þessa öruggu gátt þannig að það er hægt að eiga samtal á netinu. Þetta er í raun einfaldara en Skype og auðvitað miklu öruggara.“Er þetta ekki bara rakið? Eru sveitarfélög og stofnanir ekki í biðröð að komast að hjá þér? Þorbjörg hlær. „Ég get ekki sagt það. Ég hef auðvitað klukkað allt þetta fólk og allir segja, já, þetta er framtíðin. En það sem maður rekur sig á er að ríkið ætlar að gera allt sjálft. Ríkið á að hugsa: Það eru þúsund lausnir til, prófum nokkrar, notum það sem virkar og hendum hinu út. Það er ódýrara og skilvirkara. Þá getum við hjálpað þessum krökkum, bara á morgun.“Hvað kemur í veg fyrir að þetta sé tekið í gagnið af hinu opinbera? Þetta er ódýrt, einfalt, byggðasjónarmið hljóta að spila inn í? „Ef ég gæti svarað því, þá væri ég góð,“ segir Þorbjörg hlæjandi. „Það sem ég hef komist að, er að ef þú ferð réttu leiðina, þá ertu stoppaður. Það hefur gerst ítrekað. Ég og sérfræðingar höfum fengið svör um að Kara passi ekki inn í einhverjar reglugerðir í lagabálkum, en það er vegna þess að reglugerðirnar eru úreltar. Það vantar kannski sérkennara í stærðfræði fyrir strák á Dalvík eða næringarfræðing fyrir stelpu á Flateyri, sem Kara gæti auðveldlega séð þeim fyrir, en vegna þess að ríkið og sveitarfélögin og stofnanirnar eru tregar, eða mega hreinlega ekki taka inn nýja tækni vegna úreltra laga, þá er það ekki inni í myndinni. Það væri svo auðvelt að veita aðgengi að stuðningi við flóttamennina okkar, en ekkert hreyfist. Þannig líka hefnist manni fyrir að vera heiðarlegur. Maður hefði kannski bara átt að hlaupa hraðar áfram án þess að spyrja nokkurn mann,“ segir Þorbjörg kímin. „En þetta er alveg ótrúlegt, því auðvitað nota sérfræðingar til dæmis Skype, það vita það allir, en með því uppfylla þeir ekki lágmarks öryggiskröfur. Það er enginn að pæla í þeim.“Þorbjörg Helga segir ekki lengur hægt að troða breytingum ofan í kokið á kennurumFréttablaðið/StefánÞað er allt í rugliÞorbjörg er ástríðufull þegar hún ræðir um hugarfóstur sitt. Hún segir hugmyndina geta sprungið út, allir geti notað Köru og haft gagn af. „Þegar kemur að skólunum þá er þetta stuðningur fyrir nemendur. En það er hægt að nota þetta í allt. Heilsugæslurnar, fangelsin okkar, lítil sveitarfélög úti á landi. Það er allt í rugli því það er ekki hægt að finna sérfræðinga til að vinna þarna. Staðan er líka sú að þessar stofnanir á vegum hins opinbera eru ekki skyldaðar eða fá ekki alvöru pening til að taka inn nýsköpun. Það er ekki nóg að kaupa bara áskrift að hugbúnaðinum, það þarf að breyta vinnulagi, hugarfari. Það er ekki hægt að henda þessu framan í fólk og segja: Nú skiptir þú um gír. Það þarf alltaf að fjárfesta í breytingum. Þú segir ekki á mánudegi: Jæja! Go digital!“Er ekki stundum betra að sérfræðingar setjist niður með skjólstæðingum sínum? „Ég held að sérfræðingar muni nýta sér báðar leiðir. Þess vegna fannst okkur eðlilegt að hanna hugbúnað sem allir gætu notað. Ekki setja alla á netið og fyrirtækið væri eingöngu með þjónustu á netinu. Ég held að sérfræðingar vilji vera sérfræðingar í sínu, vinna í sínum teymum, og nota svo tæknina til að bæta aðgengið að fólki sem þarf á þjónustu þeirra að halda. En sveigjanleikinn verður krafa skjólstæðinga í framtíðinni. Heilsuþjónusta verður aðgengileg á netinu eins og bíómyndir eru í dag.“ Verðum að brjóta þessi sílóUndanfarið hefur verið mikil umræða um greiningar barna. Er meira um greiningar hér en annars staðar? „Já, það hefur komið fram, en ég held að það hljóti að vera skekkja í því. Við gætum verið að sjá það að við grípum ekki nógu snemma inn í. Heilinn í okkur er þannig að því yngri sem við erum, því móttækilegri erum við. Það er það sem snemmtæk íhlutun þýðir. Þetta er svona klassískt óskiljanlegt hugtak, en sannarlega réttmætt fyrirbæri. Það á að ganga strax í verkefnin,“ segir Þorbjörg og hrósar leikskólunum á Íslandi sérstaklega. „Þeir passa þetta, bíða ekki bara eftir greiningum. Sjá að það er eitthvað að og grípa inn í. En aftur, hafa ekki endilega aðgang að réttum sérfræðingum. Ef við gætum bara boðið þeim upp á það,“ útskýrir hún. „Okkur er alveg sama hvort sérfræðingar eru á launum hjá ríkinu, sveitarfélagi eða fá greitt frá einstaklingum. Forritið spyr ekkert um það. Þetta er bara spurning um að setja barnið niður og fara í málið. Svo finna sérfræðingarnir út úr því hver borgar. Af hverju erum við alltaf að senda þetta fólk á mismunandi staði út um allt? Af hverju er ekki bara skólinn, heilsugæslan eða hvaða stofnun sem er, sem hefur einhvern gagnagrunn þar sem þau geta fundið sérfræðinga sem henta hverju sinni og tengt viðkomandi áfram? Við verðum að brjóta niður þessi síló á milli kerfa – með tækninni!“Það er allt að fara að breytast Enn sem komið er eru það mestmegnis einkaaðilar á Íslandi sem nota forritið. Og Greiningarmiðstöð Íslands. „Fyrsta alvöru opinbera batteríið sem er að nota þetta,“ útskýrir hún.Mega þeir taka ákvörðun um það? „Það er mjög góð spurning. Ábyggilega ekki. En þau eru framsýn og voru að nota Skype en Kara er miklu öruggari og stenst nýju persónuverndarlögin. Aðrir eru kannski stopp því þeir spurðu einhvern hvort þeir mættu nota forritið. Mér finnst bara frábært að þau hafi tekið skrefið og ekki endilega spurt,“ segir Þorbjörg og hlær. „En án gríns, án þess að gera lítið úr reglugerðum, þá verður þetta að vera meira lifandi skjal. Það þarf ekki að opna sérhæfðar skrifstofur úti um allt og það er ekki hægt líkt og dæmin sanna. Tæknibyltingin er löngu hafin og þetta er ekki bara einhver nýstárleg hugmynd, að setja sérfræðiþjónustu á netið. Þetta er óumflýjanlegt dæmi. Við þurfum að tala um breytingarnar sem eru fram undan. Tæknin er að fara að breyta öllu. Það að plötubúðir séu ekki lengur til er að fara að gerast með alls konar aðra þjónustu. Af því að skjólstæðingurinn vill það. Hann mun stjórna ferðinni, ég og þú og börnin okkar, ekki ráðuneyti eða embættismenn.“Laus við „pakkann“ og Hallbjörn Þorbjörg eyðir miklum tíma um þessar mundir í Stokkhólmi, þar sem nýtt útibú Köru er. Hún kann vel við sig. Þar segist hún laus við „pakkann“ sem fylgir því að hafa verið í stjórnmálum. „Það stimpla mig allir sem brútal Sjálfstæðismann. Svo er ekki síður fínt að vera laus við Hallbjörn [Karlsson],“ segir Þorbjörg og hlær og vísar þar í eiginmann sinn. „Þá meina ég laus við að fólk viti hver hann er,“ en Hallbjörn er þekktur fjárfestir. „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hef heyrt sögur um að hann sé nú svo ríkur og þess vegna hafi það ekki verið neitt mál fyrir mig að stofna fyrirtæki. Jafnvel dekurverkefni. Við höfðum vissulega aðgang að þolinmóðu fjármagni en einnig mjög útsjónarsama fjárfesta hjá Crowberry Capital og fleirum, styrki frá Tækniþróunarsjóði og frábæra stjórn sem styrkir okkur og hvetur. Án þeirra væri þetta ekki hægt. Fyrst og fremst er teymið okkar fáránlega klárt og þrautseigt – og með góða og uppbyggilega vöru í höndunum. Það er alveg rétt að ég var í pólitík, og það hamlar mér kannski og kannski ekki með verkefnið á Íslandi. Ég hefði hins vegar aldrei getað gert þetta allt ef ég hefði ekki verið þar þessi ár. Ég sá hvað var að, hvað væri hægt að gera fyrir öll þessi sveitarfélög. Hugsaðu þér ef nokkur lítil sveitarfélög fyrir norðan myndu taka sig saman, samnýta fagfólkið sitt í gegnum tæknina, til dæmis náms- og starfsráðgjafa. Það er alltaf verið að tala um að loka skólum eða þjónustu á landsbyggðinni. Ég tala fyrir því að við hættum að reikna í fermetrum. Við erum ekkert að fara að loka þessum byggingum hvort eð er. Við eigum að reikna dæmið út frá tímum sem dýrmætt starfsfólk nýtir í að veita þjónustu, fjárfesta í þeim og nota tæknina til þess að bæta aðgengi að þeim.“Þorbjörg er ástríðufull þegar hún ræðir um hugarfóstur sitt. Hún segir hugmyndina geta sprungið út, allir geti notað Köru og haft gagn af.Fréttablaðið/StefánKlassísku, útlensku áhrifin Þorbjörg selur nú þjónustu Köru Connect til sveitarfélaga og skóla á Norðurlöndum. „Um daginn birti ég á Facebook smá texta því bæjarstjórinn í Óðinsvéum flutti opnunarræðu á ráðstefnu þar sem hann lofsamaði Köru. Ég fékk ótrúlega mikil viðbrögð, meðal annars frá íslenskum stjórnmálamönnum sem fannst þetta geggjað. Ég gat ekki annað en brosað og hugsað um klassísku útlensku áhrifin á Íslendinga. Ég hef hvatt þau til þess að koma með okkur í þetta ferðalag ansi oft,“ segir Þorbjörg og hlær. Hún segir að í ákveðnum málum sé gott að líta til útlanda, en að við verðum að gera okkur grein fyrir styrkleikum Íslendinga hvað varðar menntun. „Við erum að gera góða hluti í okkar skólakerfi, til dæmis hvað varðar sköpun og áherslu á vináttu. Það sem kerfið okkar byggir að mörgu leyti á. Mér finnst við alveg mega klappa okkur á bakið, byggja á því og hlúa að okkar litla fjöreggi sem er flott skólastarf að mörgu leyti. Við erum oft að líta til Finnlands í menntamálum, en þeir eru allt öðruvísi en við. Miklu agaðri, skipulagðari. Við erum algjörar vinnuvélar miðað við þetta fólk og öðruvísi. Mér finnst skorta að við tölum jákvætt um það sem við erum góð í, eins og með sköpunina. Það er sú atvinnugrein þar sem vélarnar og tæknin geta ekki leyst okkur af hólmi. Sama með tengsl og samkennd. Ég er ekki að draga úr mikilvægi lesturs eða stærðfræði, en að mínu mati á að taka þetta áfram – sem við erum best í.“Troðum ekki breytingum í gegn Yngstu börn Þorbjargar ganga í Landakotsskóla. Er ekki erfitt að vera skólastjóri með mömmu eins og þig? Svona eins og læknar eru verstu sjúklingarnir? Þorbjörg hlær. „Ég held að þú verðir að spyrja Ingibjörgu skólastjóra að því! En ég hugsa að sumir kennarar hugsi mér stundum þegjandi þörfina.“ Hún segist meðvituð um stöðu kennarans. „Í hverjum bekk eru um fimm börn sem þurfa aðstoð, 20 prósent af krökkunum. Ég held að þetta rof sem er orðið, traustið sem hefur rofnað milli samfélagsins og kennara, sé vegna þess að við höfum sturtað verkefnum inn í menntakerfið sem eru mjög kostnaðarsöm án þess að fjármagn fylgi. Ég nefni skóla án aðgreiningar, styttingu framhaldsskólanna, lesfimiprófin, hvað sem helst. Þetta eru flott verkefni og það gengur allt en ég skil stöðu kennarans í öllu þessu, sem fær alltaf ný og ný verkefni án þess að fá fjármuni, innleiðingarferli eða breytingastjórnun. Ég held við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu og að umrædd kulnun og rof á milli kennara og samfélags hverfist að miklu leyti um þessar breytingar. Við verðum að fjárfesta í að breyta, ekki troða bara ákvörðunum ofan í kokið á fólki.“Hlustaði á embættismenn Þorbjörg segist sjá eftir því úr sínum pólitíska ferli að hafa ekki verið ákveðnari við að leggja til stórar breytingar. „Ég hlustaði of oft á rök embættismanna sem hugsa eins og kerfið. Ég er með stórt hjarta gagnvart þessum börnum sem eiga erfitt. Ég vil lobbía fyrir þeim. Foreldrar barna sem eru í vandræðum eða eru veik eiga erfiðast með að gæta hagsmuna þeirra, einfaldlega vegna þess að þau eru úrvinda. Foreldrar ADHD-barna eru til dæmis seint að fara að skrifa ráðherra á kvöldin. Það þarf einhver að tala fyrir þau og okkur vantar þessar hendur, þessi börn, í mikilvæg störf í framtíðinni. Við getum ekki sleppt því að fjárfesta í þessu núna og sagt svo eftir nokkur ár að við skiljum ekkert í auknum fjölda öryrkja. Við eigum og getum gripið inn í miklu fyrr en við erum að gera og við hreinlega verðum að gera það. Það er skylda okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Tengdar fréttir Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. 14. ágúst 2018 12:20 Þorbjörg og Hallbjörn selja stórglæsilegt einbýli í Fossvoginum Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett stórglæsilegt einbýlishús í Bjarmalandinu í Fossvoginum á sölu . 19. september 2018 11:30 Snillingar í að kjósa hvert annað Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fer til Kaupmannahafnar í næstu viku og keppir til úrslita um besta Startup-fyrirtæki Norðurlanda. 23. október 2018 07:30 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Langþreytt á skólasetningum í miðri viku enda foreldrar löngu búnir með fríið sitt Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er fyrirmunað að skilja hvers vegna grunnskólar landsins eru ítrekað settir í miðri viku þegar engin námskeið eru í boði fyrir börnin. Skýtur hún fast á Reykjavíkurborg í þeim efnum. 14. ágúst 2018 12:20
Þorbjörg og Hallbjörn selja stórglæsilegt einbýli í Fossvoginum Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett stórglæsilegt einbýlishús í Bjarmalandinu í Fossvoginum á sölu . 19. september 2018 11:30
Snillingar í að kjósa hvert annað Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fer til Kaupmannahafnar í næstu viku og keppir til úrslita um besta Startup-fyrirtæki Norðurlanda. 23. október 2018 07:30
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið