Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. október 2018 06:00 Helga Jónsdóttir starfandii forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.. Mynd/OR Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Á reglubundnum fundi stjórnenda innan Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær var tekið undir gagnrýni á skipuleggjendur Kvennafrídagsins vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur á Arnarhóli við tilefnið. Á fundinum kom samkvæmt heimildum fram afdráttarlaus stuðningur við starfsmannastjóra fyrirtækisins, sem sætti harðri gagnrýni í ræðunni umtöluðu. Líkt og fram hefur komið var Áslaugu sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki OR, í september, en hún gagnrýndi fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíusson, fyrir óviðeigandi hegðun gagnvart starfsfólki. Áslaug segir jafnframt að starfsmannastjórinn hafi vitað af málinu en ekkert aðhafst.Áslaug Thelma Einarsdóttir.Meðal þeirra sem tóku undir gagnrýnina á ræðu Áslaugar var Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Skipuleggjendur Kvennafrídagsins hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa veitt Áslaugu vettvang til að ráðast í ræðu á aðra konu, Sólrúnu Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR. Hafa skipuleggjendur verið krafðir um afsökunarbeiðni en þeir segjast standa við ákvörðunina um að leyfa Áslaugu að flytja erindi á kvennafrídaginn. Á fundi stjórnenda OR í gær bar málefni starfsmannastjóra OR og ádeilu á ræðu Áslaugar Thelmu á góma en meðal viðstaddra var starfsmannastjórinn sjálfur. Einhverjum fundarmanna kom á óvart hversu afdráttarlaus stuðningur við gagnrýnina á ræðuna og við starfsmannastjórann var á fundinum. Í ljósi þess að nú stendur yfir úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna OR og dótturfélaga litu sumir svo á að starfandi forstjóri hefði sérstaklega átt að gæta hlutleysis. „Ég hef ekki annað um það að segja heldur en að ég tel mikilvægt að ég tjái mig ekki um þau mál fyrr en úttekt liggur fyrir. En ég legg áherslu á að ég er forstjóri í fyrirtækinu, ég er ekki að vinna þessa úttekt. Það sem ég var að segja var að ég var afskaplega stolt, þegar ég stóð á Arnarhóli sem fulltrúi fyrirtækis sem hefur tekist það sem nú er búið að stefna að frá 1975, að útrýma kynbundnum launamun, það hefur tekist hjá Orkuveitunni, og að mér fyndist að fólk sem þar hefur staðið í stafni ætti að fá þakkir fyrir,“ segir Helga og vísar til þess að sem starfsmannastjóri hafi Sólrún gegnt lykilhlutverki í átaki gegn kynbundnum launamun innan OR. Hörð gagnrýni á hana í ræðunni hafi því verið ómakleg. Sólrún vildi ekki svara ræðu Áslaugar í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Vissu að ákvörðunin yrði umdeild. 25. október 2018 14:59