Red Dead Redemption 2: Líklega besti leikur þessarar kynslóðar Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2018 09:00 Rán spila stóra rullu í RDR2. Rockstar Ég held ég þurfi á hjálp að halda. Ég var hársbreidd frá því að mæta með kúrekahatt í vinnuna í dag og ég get ekki hætt að hugsa um að ræna hestinum hennar Stínu, sem situr við hliðina á mér. Ég er reyndar ekki viss um að hún eigi hest. Ég held hún eigi ekki einu sinni bíl. Undanfarna daga hef ég ekkert gert nema vinna og spila Red Dead Redemption 2 og ég á í erfiðleikum með að slíta mig frá leiknum. Hann er í stuttu máli sagt; stórkostlegur og líklegast besti leikur þessarar kynslóðar leikjatölva, en auðvitað er hann ekki gallalaus. Þegar leikurinn hefst eru Arthur Morgan og félagar hans í gengi Dutch van der Linde á flótta eftir rán sem fór úr skorðum. Þau eru hundelt af löggæslumönnum og hausaveiðurum. Þau þurfa að safna peningum í snatri og það gera þau að mestu leyti með ránum og ribbaldaskap. Á sama tíma þarf að halda genginu saman á erfiðum tímum. Red Dead Redemption 2, héðan í frá RDR2, gerist á undan Red Dead Redemption 1 og fjallar sérstaklega um Arthur Morgan, sem var í raun alinn upp af Dutch. Leikurinn er framleiddur af Rockstar, sem eru hvað þekktastir fyrir Grand Theft Auto leikina. Það sem er hvað ótrúlegast við RDR2 er að Rockstar tekst að standa við allar þær væntingar sem hafa byggst upp á síðustu mánuðum. Lífi útlagans á síðustu tímum villta vestursins hefur aldrei verið gert betri skil í tölvuleik en í RDR2. Gallinn er að á köflum er því lífi jafnvel gert of góð skil.Með RDR2 hefur Rockstar að mörgu leyti bylt tölvuleikjaheiminum. Tæknilega séð er leikurinn algjört meistaraverk. Persónur eru vel skrifaðar, trúverðugar og skemmtilegar, þó nánast allir í leiknum séu mega drullusokkar og þá sérstaklega aðalpersónurnar. Hinn opni heimur RDR2 er frábær. Hann er risastór og skiptist niður á nokkur svæði sem öll hafa mismunandi landslag, mismunandi dýr til að veiða og auðvitað mismunandi fólk til að ræna. Þrátt fyrir að ég sé búinn að eyða tugum klukkustunda í RDR2 hefur mér ekki gengið nægilega vel að fara í gegnum sögu leiksins. Ég ver mestum tíma leiksins í að veiða hin ýmsu dýr og að klappa hestunum mínum. Til dæmis, þá spilaði ég í rúmlega sex klukkustundir í gær. Á þeim tíma spilaði ég bara eitt „mission“. Að mestu var ég á veiðum og að kanna heiminn því þar er af nógu að taka.Kerfi á kerfi ofan RDR2 er stútfullur af mismunandi innri kerfum og svokölluðum mini-leikjum. Á köflum er þetta jafnvel of mikið þar sem leikurinn gerir manni ef til vill ekki grein fyrir því hvernig þessi kerfi virka. Sem dæmi þá var ég með það verkefni að veiða og hamfletta þrjár kanínur með fullkominn feld. Ég eyddi heillöngum tíma í það að elta og skjóta kanínur með öllum þeim vopnum sem ég átti og alltaf skemmdi ég feld þeirra. Þá fann ég leiðbeiningar á netinu sem gerðu mér ljóst að ég þurfti að skjóta kanínur með sérstakri byssu sem ég átti ekki enn. Sama var upp á teningnum með búðir gengisins. Spilarar þurfa að verja miklum tíma í þeim. Að spjalla við fólk, leika, byggja og bæta. Ein persóna þar getur betrumbætt búnað Arthur en til þess þarf feldi. Til þess þarf einnig leðurvinnutól, sem ég fann hvergi sama hve mörgum búðum ég leitaði í. Það eina sem leikurinn sagði mér var að ég þyrfti að kaupa þessi tól. Aftur leitaði ég til internetsins og komst að því að ég var ekki kominn nógu langt í leiknum til að geta keypt þessi tól og það þyrfti ég að gera í gegnum búðirnar. Leikurinn er fullur af svona smáatriðum sem er erfitt að halda utan um og Rockstar er ekkert endilega að hjálpa manni. Eitt af þessum kerfum er Arthur sjálfur. Maður þarf að stýra lífi hans af mikilli nákvæmni. Raka hann, láta hann sofa og gefa honum að borða. Samt ekki of mikið, því þá verður hann feitur. Það þarf einnig að klæða Arthur eftir því hvert hann er að fara. Ef hann er að fara á fjöll þarf hann að vera í góðri kápu. Annars verður honum kalt. Maður þarf líka að þrífa byssurnar hans, baða hann, gefa hestunum að borða og þrífa þá. Þetta er mjög mikið.Það er aldrei leiðinlegt að setja ribbaldaskapinn á pásu og virða umhverfið fyrir sér.RockstarEins og áður segir hefur lífi útlagans á síðustu árum villta vestursins aldrei verið gert betri skil í tölvuleik en oft á tíðum finnst manni þar vera of mikið af því góða. Leikurinn hægir oft á Arthuri og þá sérstaklega í búðunum. Einhverra hluta vegna er ekki hægt að hlaupa um þær, sem er satt að segja óþolandi því maður ver svo miklum tíma í þessum búðum. Þar að auki þarf maður að horfa á nánast alla athöfnina í hvert sinn sem Arthur hamflettir dýr. Arthur hamflettir mjög mörg dýr. Manni finnst stundum eins og það sé verið að sóa tíma manns en ég verð að taka fram að mér hefur aldrei leiðst í RDR2. Jafnvel þegar ég hef ekki verið að gera neitt nema ríða út og skoða mig um. Heimurinn er svo vel gerður og fallegur að það er bara gaman. Í einni slíkri ferð rakst á bóndabæ sem aðrir ribbaldar höfðu tekið yfir. Ég drap þá auðvitað alla en komst samt ekki inn í bæinn. Þá komst ég að því að ég hafði ráfað langt fram úr sjálfum mér og á ekki að komast í bæinn fyrr en mun seinna í leiknum. Ég græddi þó nokkra flotta felda á ferðalagi mínu og myrti nokkra saklausa menn. Ég ráðlegg spilurum samt að klára fyrstu búðirnar áður en þeir fara á of mikið flakk. Það tekur smá tíma að opna leikinn almennilega, ef svo má að orði komast.Þetta þykir mér nokkuð gott yfirlit yfir hluti sem RDR2 segir manni ekki frá.Það er svokallað heiðurs-kerfi í RDR2 sem hefur áhrif á leikinn. Ef þú hagar þér eins og drullusokkur, þá veit fólk að þú ert drullusokkur og kemur fram við þig þannig. Ég hef hingað til reynt að spila leikinn sem góður gaur og hef þar af leiðandi hjálpað fullt af persónum sem hafa orðið á vegi mínum. Það geta samt verið með skemmtilegustu augnablikum leiksins. Eitt verkefni sem ég þurfti að leysa í leiknum var að draga einhvern mann á eftir hestinum mínum í um það bil einn kílómetra. Ég rakst á mann sem sat einn við varðeld og ónýtt tjald. Hann virkaði mjög sorgmæddur og söng um að hann væri að drekka til að gleyma. Ég ákvað snöggvast að draga hann á eftir hestinum mínum og væntanlega drepa hann. Í stað þess endaði ég með að láta Arthur setjast niður hjá honum, gefa honum viskí og hlusta á hann tala í nokkrar mínútur um það hvernig hann hefði verið hermaður og hvernig þeir hefðu komið fram við indíána. Hann drapst svo í stólnum við hliðina mér. Sofnaði ekki, heldur legit dó. Ég sé samt ekkert eftir þessum mínútum sem ég varði í að hlusta á hann og fannst það mjög áhugavert.Aldrei séð betri opin heim Næsti maður sem ég rakst á var að horfa á sólarupprásina. Þetta var mjög huggulegt hjá honum þar sem hann sat með bakið í stóru grjóti og horfði út að sjóndeildarhringnum. Ég snaraði hann snöggvast meðan hann var ekki að horfa og dró hann lengi á eftir mér. Hann dó reyndar tiltölulega snemma, eða eftir einhverja hundrað metra. Flestir þeir sem Arthur hittir á förnum vegi bjóða spilurum engin verkefni eða neitt slíkt. Einhverjir gefa vísbendingar um hús til að ræna og jafnvel bjóða manni peninga. Það sem þessar persónur gera þó mjög vel er að skapa dýpt í heimi RDR2 og gera hann lifandi. Ég hef líklegast aldrei séð betri og meira lifandi opinn heim í tölvuleik áður.Það er alltaf hægt að rekast á einhverja drullusokka á förnum vegi.RockstarSkotbardagar í RDR2 eru hrein unun. Spilarar þurfa oftar en ekki nauðsynlega að leita sér skjóls þegar skothríð hefst og jafnvel reka hestinn í burtu, svo hann drepist ekki. Gallinn við það er að hesturinn geymir allar byssur Arhtur. Hann getur verið með eina eða tvær skammbyssur og tvo riffla á sér í einu. Til að breyta um vopn þarf að ganga upp að hesti hans og sækja vopnin þangað. Þetta er nýmóðins og frekar töff. Þetta getur hins vegar verið pirrandi. Sérstaklega þegar aðrir ribbaldar sitja fyrir Arthur, fæla hestinn á brott og það eina sem maður er með til að drepa haug af gaurum er kannski ein skambyssa. Það er þó alltaf skemmtilegt að vera „underdog“ ef svo má að orði komast. Það er þó verra að vera bara með .22 cal riffil og rekast á björn út í skógi. RDR2 býður upp á ágætan fjölda skotvopna en spilarar geta breytt þeim að vild hjá næsta byssusmiði. Minn Arthur er til að mynda með skammbyssu úr silfri og gulli. Það er sömuleiðis hægt að breyta hestum Arthur og reiðtygjum, fötum hans og ýmsu öðru. Það er bara hægt að breyta öllu, segjum það.Eins og að stýra Playmo-karli Eitt sem fer í taugarnar á mér, og hefur gert í nánast öllum leikjum Rockstar, er hreyfigeta Arthur og hesta hans. Manni finnst stundum eins og maður sé að spila sem playmo-karl, miðað við hreyfingar þeirra. Arthur dettur við minnsta tilefni og hestar hans geta fest sig nánast alls staðar. Í eitt að þeim fjölmörgu skiptum sem hesturinn minn kom mér í vesen, þá átti ég í vandræðum með að komast í kringum tré. Það tókst þó að endingu og hesturinn tók á það bragð að stökkva yfir smáan stein sem varð á vegi hans. Það heppnaðist ekki betur en það að hann hoppaði af miklum kraft rakleiðis á vegg og stórslasaði sig og Arthur. Þá hef ég setið fastur í skilti í þónokkra stund og hef rekist á ýmsa aðra galla.Eflaust kannast einhverjir við kauða.RockstarRán spila stóran hluta í sögu leiksins þar sem gengið er að reyna að verða sér út um peninga. Rán fara þó ekki eingöngu fram í sögunni sjálfri. Arthur getur í raun rænt hvern sem er. Hann getur líka rænt lestar, póstvagna og heimili. Það í sjálfu sér er ekki bara að ræna nafnlausar persónur. Í einum könnunarleiðangri mínum kom ég að húsi sem ég fór inn í, eðlilega. Þar voru feðgar að rífast. Strákurinn var að skamma pabba sinn fyrir að vera fyllibytta og aumingi. Án þess að skemma fyrir því hvað gerðist, þá hef ég aldrei fengið jafn mikið samviskubit í tölvuleik áður og ég var með þegar ég gekk út úr húsinu. Þetta hús var ekkert sérstaklega merkt og var í rauninni bara út í óbyggðum. Þetta var alls ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem ég hef rekist á eitthvað svo áhugavert, að virðist, upp úr þurru. Þetta hugsa ég að sé einn stærsti kostur RDR2. Það er, eins og ég hef áður komið inn á, hvað heimurinn er lifandi og áhugaverður. Hann er mun meira lifandi en heimur GTA 5. Það að fara út í búð eða skóg endar alltaf í einhverju ævintýri.Samantekt-ish Það er óhætt að segja að Red Dead Redemption 2 sé frábær leikur. Ég er greinilega ekki einn á þeirri skoðun, þar sem svo virðist sem að leikurinn hafi átt bestu opnunarhelgi allra tölvuleikja hingað til. Hann lítur fáránlega vel út, er mjög umfangsmikill og það mun taka tugi klukkustunda að klára hann, þó þær gætu verið færri. Það sem er sérstaklega vel gert í RDR2 er heimur leiksins og sögusvið hans. Heimurinn hefur verið skapaður af mikilli nákvæmni og alúð og er í raun fáránlega lifandi og sérstakur. Þá er von á fjölspilun í næsta mánuði sem mun auka enn fremur á líftíma leiksins. Þar að auki er nánast öruggt að Rockstar mun gefa leikinn út aftur á næstu kynslóð leikjatölva og PC, eins og þeir gerðu við GTA 5.Ég spilaði RDR2 á PS4 með eintaki sem ég fékk frá innflytjendum leiksins.Samanburður á PS4 og PS4 Pro Samanburður á PS4 Pro og Xbox One X Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ég held ég þurfi á hjálp að halda. Ég var hársbreidd frá því að mæta með kúrekahatt í vinnuna í dag og ég get ekki hætt að hugsa um að ræna hestinum hennar Stínu, sem situr við hliðina á mér. Ég er reyndar ekki viss um að hún eigi hest. Ég held hún eigi ekki einu sinni bíl. Undanfarna daga hef ég ekkert gert nema vinna og spila Red Dead Redemption 2 og ég á í erfiðleikum með að slíta mig frá leiknum. Hann er í stuttu máli sagt; stórkostlegur og líklegast besti leikur þessarar kynslóðar leikjatölva, en auðvitað er hann ekki gallalaus. Þegar leikurinn hefst eru Arthur Morgan og félagar hans í gengi Dutch van der Linde á flótta eftir rán sem fór úr skorðum. Þau eru hundelt af löggæslumönnum og hausaveiðurum. Þau þurfa að safna peningum í snatri og það gera þau að mestu leyti með ránum og ribbaldaskap. Á sama tíma þarf að halda genginu saman á erfiðum tímum. Red Dead Redemption 2, héðan í frá RDR2, gerist á undan Red Dead Redemption 1 og fjallar sérstaklega um Arthur Morgan, sem var í raun alinn upp af Dutch. Leikurinn er framleiddur af Rockstar, sem eru hvað þekktastir fyrir Grand Theft Auto leikina. Það sem er hvað ótrúlegast við RDR2 er að Rockstar tekst að standa við allar þær væntingar sem hafa byggst upp á síðustu mánuðum. Lífi útlagans á síðustu tímum villta vestursins hefur aldrei verið gert betri skil í tölvuleik en í RDR2. Gallinn er að á köflum er því lífi jafnvel gert of góð skil.Með RDR2 hefur Rockstar að mörgu leyti bylt tölvuleikjaheiminum. Tæknilega séð er leikurinn algjört meistaraverk. Persónur eru vel skrifaðar, trúverðugar og skemmtilegar, þó nánast allir í leiknum séu mega drullusokkar og þá sérstaklega aðalpersónurnar. Hinn opni heimur RDR2 er frábær. Hann er risastór og skiptist niður á nokkur svæði sem öll hafa mismunandi landslag, mismunandi dýr til að veiða og auðvitað mismunandi fólk til að ræna. Þrátt fyrir að ég sé búinn að eyða tugum klukkustunda í RDR2 hefur mér ekki gengið nægilega vel að fara í gegnum sögu leiksins. Ég ver mestum tíma leiksins í að veiða hin ýmsu dýr og að klappa hestunum mínum. Til dæmis, þá spilaði ég í rúmlega sex klukkustundir í gær. Á þeim tíma spilaði ég bara eitt „mission“. Að mestu var ég á veiðum og að kanna heiminn því þar er af nógu að taka.Kerfi á kerfi ofan RDR2 er stútfullur af mismunandi innri kerfum og svokölluðum mini-leikjum. Á köflum er þetta jafnvel of mikið þar sem leikurinn gerir manni ef til vill ekki grein fyrir því hvernig þessi kerfi virka. Sem dæmi þá var ég með það verkefni að veiða og hamfletta þrjár kanínur með fullkominn feld. Ég eyddi heillöngum tíma í það að elta og skjóta kanínur með öllum þeim vopnum sem ég átti og alltaf skemmdi ég feld þeirra. Þá fann ég leiðbeiningar á netinu sem gerðu mér ljóst að ég þurfti að skjóta kanínur með sérstakri byssu sem ég átti ekki enn. Sama var upp á teningnum með búðir gengisins. Spilarar þurfa að verja miklum tíma í þeim. Að spjalla við fólk, leika, byggja og bæta. Ein persóna þar getur betrumbætt búnað Arthur en til þess þarf feldi. Til þess þarf einnig leðurvinnutól, sem ég fann hvergi sama hve mörgum búðum ég leitaði í. Það eina sem leikurinn sagði mér var að ég þyrfti að kaupa þessi tól. Aftur leitaði ég til internetsins og komst að því að ég var ekki kominn nógu langt í leiknum til að geta keypt þessi tól og það þyrfti ég að gera í gegnum búðirnar. Leikurinn er fullur af svona smáatriðum sem er erfitt að halda utan um og Rockstar er ekkert endilega að hjálpa manni. Eitt af þessum kerfum er Arthur sjálfur. Maður þarf að stýra lífi hans af mikilli nákvæmni. Raka hann, láta hann sofa og gefa honum að borða. Samt ekki of mikið, því þá verður hann feitur. Það þarf einnig að klæða Arthur eftir því hvert hann er að fara. Ef hann er að fara á fjöll þarf hann að vera í góðri kápu. Annars verður honum kalt. Maður þarf líka að þrífa byssurnar hans, baða hann, gefa hestunum að borða og þrífa þá. Þetta er mjög mikið.Það er aldrei leiðinlegt að setja ribbaldaskapinn á pásu og virða umhverfið fyrir sér.RockstarEins og áður segir hefur lífi útlagans á síðustu árum villta vestursins aldrei verið gert betri skil í tölvuleik en oft á tíðum finnst manni þar vera of mikið af því góða. Leikurinn hægir oft á Arthuri og þá sérstaklega í búðunum. Einhverra hluta vegna er ekki hægt að hlaupa um þær, sem er satt að segja óþolandi því maður ver svo miklum tíma í þessum búðum. Þar að auki þarf maður að horfa á nánast alla athöfnina í hvert sinn sem Arthur hamflettir dýr. Arthur hamflettir mjög mörg dýr. Manni finnst stundum eins og það sé verið að sóa tíma manns en ég verð að taka fram að mér hefur aldrei leiðst í RDR2. Jafnvel þegar ég hef ekki verið að gera neitt nema ríða út og skoða mig um. Heimurinn er svo vel gerður og fallegur að það er bara gaman. Í einni slíkri ferð rakst á bóndabæ sem aðrir ribbaldar höfðu tekið yfir. Ég drap þá auðvitað alla en komst samt ekki inn í bæinn. Þá komst ég að því að ég hafði ráfað langt fram úr sjálfum mér og á ekki að komast í bæinn fyrr en mun seinna í leiknum. Ég græddi þó nokkra flotta felda á ferðalagi mínu og myrti nokkra saklausa menn. Ég ráðlegg spilurum samt að klára fyrstu búðirnar áður en þeir fara á of mikið flakk. Það tekur smá tíma að opna leikinn almennilega, ef svo má að orði komast.Þetta þykir mér nokkuð gott yfirlit yfir hluti sem RDR2 segir manni ekki frá.Það er svokallað heiðurs-kerfi í RDR2 sem hefur áhrif á leikinn. Ef þú hagar þér eins og drullusokkur, þá veit fólk að þú ert drullusokkur og kemur fram við þig þannig. Ég hef hingað til reynt að spila leikinn sem góður gaur og hef þar af leiðandi hjálpað fullt af persónum sem hafa orðið á vegi mínum. Það geta samt verið með skemmtilegustu augnablikum leiksins. Eitt verkefni sem ég þurfti að leysa í leiknum var að draga einhvern mann á eftir hestinum mínum í um það bil einn kílómetra. Ég rakst á mann sem sat einn við varðeld og ónýtt tjald. Hann virkaði mjög sorgmæddur og söng um að hann væri að drekka til að gleyma. Ég ákvað snöggvast að draga hann á eftir hestinum mínum og væntanlega drepa hann. Í stað þess endaði ég með að láta Arthur setjast niður hjá honum, gefa honum viskí og hlusta á hann tala í nokkrar mínútur um það hvernig hann hefði verið hermaður og hvernig þeir hefðu komið fram við indíána. Hann drapst svo í stólnum við hliðina mér. Sofnaði ekki, heldur legit dó. Ég sé samt ekkert eftir þessum mínútum sem ég varði í að hlusta á hann og fannst það mjög áhugavert.Aldrei séð betri opin heim Næsti maður sem ég rakst á var að horfa á sólarupprásina. Þetta var mjög huggulegt hjá honum þar sem hann sat með bakið í stóru grjóti og horfði út að sjóndeildarhringnum. Ég snaraði hann snöggvast meðan hann var ekki að horfa og dró hann lengi á eftir mér. Hann dó reyndar tiltölulega snemma, eða eftir einhverja hundrað metra. Flestir þeir sem Arthur hittir á förnum vegi bjóða spilurum engin verkefni eða neitt slíkt. Einhverjir gefa vísbendingar um hús til að ræna og jafnvel bjóða manni peninga. Það sem þessar persónur gera þó mjög vel er að skapa dýpt í heimi RDR2 og gera hann lifandi. Ég hef líklegast aldrei séð betri og meira lifandi opinn heim í tölvuleik áður.Það er alltaf hægt að rekast á einhverja drullusokka á förnum vegi.RockstarSkotbardagar í RDR2 eru hrein unun. Spilarar þurfa oftar en ekki nauðsynlega að leita sér skjóls þegar skothríð hefst og jafnvel reka hestinn í burtu, svo hann drepist ekki. Gallinn við það er að hesturinn geymir allar byssur Arhtur. Hann getur verið með eina eða tvær skammbyssur og tvo riffla á sér í einu. Til að breyta um vopn þarf að ganga upp að hesti hans og sækja vopnin þangað. Þetta er nýmóðins og frekar töff. Þetta getur hins vegar verið pirrandi. Sérstaklega þegar aðrir ribbaldar sitja fyrir Arthur, fæla hestinn á brott og það eina sem maður er með til að drepa haug af gaurum er kannski ein skambyssa. Það er þó alltaf skemmtilegt að vera „underdog“ ef svo má að orði komast. Það er þó verra að vera bara með .22 cal riffil og rekast á björn út í skógi. RDR2 býður upp á ágætan fjölda skotvopna en spilarar geta breytt þeim að vild hjá næsta byssusmiði. Minn Arthur er til að mynda með skammbyssu úr silfri og gulli. Það er sömuleiðis hægt að breyta hestum Arthur og reiðtygjum, fötum hans og ýmsu öðru. Það er bara hægt að breyta öllu, segjum það.Eins og að stýra Playmo-karli Eitt sem fer í taugarnar á mér, og hefur gert í nánast öllum leikjum Rockstar, er hreyfigeta Arthur og hesta hans. Manni finnst stundum eins og maður sé að spila sem playmo-karl, miðað við hreyfingar þeirra. Arthur dettur við minnsta tilefni og hestar hans geta fest sig nánast alls staðar. Í eitt að þeim fjölmörgu skiptum sem hesturinn minn kom mér í vesen, þá átti ég í vandræðum með að komast í kringum tré. Það tókst þó að endingu og hesturinn tók á það bragð að stökkva yfir smáan stein sem varð á vegi hans. Það heppnaðist ekki betur en það að hann hoppaði af miklum kraft rakleiðis á vegg og stórslasaði sig og Arthur. Þá hef ég setið fastur í skilti í þónokkra stund og hef rekist á ýmsa aðra galla.Eflaust kannast einhverjir við kauða.RockstarRán spila stóran hluta í sögu leiksins þar sem gengið er að reyna að verða sér út um peninga. Rán fara þó ekki eingöngu fram í sögunni sjálfri. Arthur getur í raun rænt hvern sem er. Hann getur líka rænt lestar, póstvagna og heimili. Það í sjálfu sér er ekki bara að ræna nafnlausar persónur. Í einum könnunarleiðangri mínum kom ég að húsi sem ég fór inn í, eðlilega. Þar voru feðgar að rífast. Strákurinn var að skamma pabba sinn fyrir að vera fyllibytta og aumingi. Án þess að skemma fyrir því hvað gerðist, þá hef ég aldrei fengið jafn mikið samviskubit í tölvuleik áður og ég var með þegar ég gekk út úr húsinu. Þetta hús var ekkert sérstaklega merkt og var í rauninni bara út í óbyggðum. Þetta var alls ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem ég hef rekist á eitthvað svo áhugavert, að virðist, upp úr þurru. Þetta hugsa ég að sé einn stærsti kostur RDR2. Það er, eins og ég hef áður komið inn á, hvað heimurinn er lifandi og áhugaverður. Hann er mun meira lifandi en heimur GTA 5. Það að fara út í búð eða skóg endar alltaf í einhverju ævintýri.Samantekt-ish Það er óhætt að segja að Red Dead Redemption 2 sé frábær leikur. Ég er greinilega ekki einn á þeirri skoðun, þar sem svo virðist sem að leikurinn hafi átt bestu opnunarhelgi allra tölvuleikja hingað til. Hann lítur fáránlega vel út, er mjög umfangsmikill og það mun taka tugi klukkustunda að klára hann, þó þær gætu verið færri. Það sem er sérstaklega vel gert í RDR2 er heimur leiksins og sögusvið hans. Heimurinn hefur verið skapaður af mikilli nákvæmni og alúð og er í raun fáránlega lifandi og sérstakur. Þá er von á fjölspilun í næsta mánuði sem mun auka enn fremur á líftíma leiksins. Þar að auki er nánast öruggt að Rockstar mun gefa leikinn út aftur á næstu kynslóð leikjatölva og PC, eins og þeir gerðu við GTA 5.Ég spilaði RDR2 á PS4 með eintaki sem ég fékk frá innflytjendum leiksins.Samanburður á PS4 og PS4 Pro Samanburður á PS4 Pro og Xbox One X
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið