Næringarsnauð fæða dánarorsök í 20% tilvika Heimsljós kynnir 8. nóvember 2018 16:15 FAO Fimmtung allra dauðsfalla í heiminum má rekja til lélegrar næringarsnauðrar fæðu, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir einnig að helmingur alls grænmetis og ávaxta fari til spillis og fjórðungur allrar kjötvöru. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) hvetur stjórnvöld um heim allan að draga úr matvælasóun og auðvelda borgurunum aðgang að næringarríkum og hollum matvælum. Í þessari nýju skýrslu FAO er sjónum beint að sóun matvæla og því hvernig næringargildið dvínar á leiðinni frá framleiðanda til neytenda. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að lýðheilsu sé meiri hætta búin af næringarsnauðri fæðu en sjúkdómum eins og malaríu, berklum og mislingum. „Til þess að vinna gegn hvers kyns vannæringu og auka neyslu næringarríkrar fæðu þurfum við í framleiðsluferlinu og við dreifingu matvæla að búa þannig um hnútana að hver einasti maður eigi kost á nærringarríkri fæðu á viðráðanlegu verði. Að grípa til sérstakra aðgerða til að draga úr sóun er lykilatriði í þessari vinnu,” er haft eftir José Graziano da Silva, forstjóri FAO í frétt. Andvirði matvæla sem aldrei komast til neytenda er talið nema einni billjón Bandaríkjadala og því hníga einnig þung efnahagsleg rök að mati FAO að gripið sé til róttækra aðgerða. Þá er ótalið hversu mikið vatn, land og orka sparast við að þurfa ekki að framleiða matvæli sem aldrei komast á disk neytandans. Tólfta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjallar um að sjálfbær neyslu- og famleiðslumynstur verði tryggð. Þar segir meðal annars að hrundið verði í framkvæmd tíu ára rammaáætlunum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu þar sem öll lönd, með hátekjuríkin í fararbroddi, grípi til aðgerða. Tekið verði tillit til þróunar og getu þróunarlandanna. „Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þar með talið við uppskeru,“ segir í þriðja undirmarkmiðinu. Í stöðuskýrslu stjórnvalda um Heimsmarkmiðin frá því í sumar kemur fram að Ísland tekur virkan þátt í norrænu samstarfi á sviði ábyrgrar neyslu og framleiðslu, Ísland hafi til dæmis haft forgöngu um norrænt verkefni og mótun stefnu um lífhagkerfið. Þá tekur Ísland þátt í norrænu samstarfi þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum sem meðal annars felast í því að þróa, samræma og meta stjórntæki sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent
Fimmtung allra dauðsfalla í heiminum má rekja til lélegrar næringarsnauðrar fæðu, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir einnig að helmingur alls grænmetis og ávaxta fari til spillis og fjórðungur allrar kjötvöru. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) hvetur stjórnvöld um heim allan að draga úr matvælasóun og auðvelda borgurunum aðgang að næringarríkum og hollum matvælum. Í þessari nýju skýrslu FAO er sjónum beint að sóun matvæla og því hvernig næringargildið dvínar á leiðinni frá framleiðanda til neytenda. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að lýðheilsu sé meiri hætta búin af næringarsnauðri fæðu en sjúkdómum eins og malaríu, berklum og mislingum. „Til þess að vinna gegn hvers kyns vannæringu og auka neyslu næringarríkrar fæðu þurfum við í framleiðsluferlinu og við dreifingu matvæla að búa þannig um hnútana að hver einasti maður eigi kost á nærringarríkri fæðu á viðráðanlegu verði. Að grípa til sérstakra aðgerða til að draga úr sóun er lykilatriði í þessari vinnu,” er haft eftir José Graziano da Silva, forstjóri FAO í frétt. Andvirði matvæla sem aldrei komast til neytenda er talið nema einni billjón Bandaríkjadala og því hníga einnig þung efnahagsleg rök að mati FAO að gripið sé til róttækra aðgerða. Þá er ótalið hversu mikið vatn, land og orka sparast við að þurfa ekki að framleiða matvæli sem aldrei komast á disk neytandans. Tólfta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjallar um að sjálfbær neyslu- og famleiðslumynstur verði tryggð. Þar segir meðal annars að hrundið verði í framkvæmd tíu ára rammaáætlunum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu þar sem öll lönd, með hátekjuríkin í fararbroddi, grípi til aðgerða. Tekið verði tillit til þróunar og getu þróunarlandanna. „Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þar með talið við uppskeru,“ segir í þriðja undirmarkmiðinu. Í stöðuskýrslu stjórnvalda um Heimsmarkmiðin frá því í sumar kemur fram að Ísland tekur virkan þátt í norrænu samstarfi á sviði ábyrgrar neyslu og framleiðslu, Ísland hafi til dæmis haft forgöngu um norrænt verkefni og mótun stefnu um lífhagkerfið. Þá tekur Ísland þátt í norrænu samstarfi þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum sem meðal annars felast í því að þróa, samræma og meta stjórntæki sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent