Margir sendifulltrúar Rauða krossins við störf á vettvangi Heimsljós kynnir 7. nóvember 2018 16:00 Frá flóttamannabúðum í Bangladess. Rauði krossinn. Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði, október, og hefur sendifulltrúastarf félagsins sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu.Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hélt af stað til Úkraínu í lok október.Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hélt af stað til Úkraínu í lok október, þar sem hún hefur næstu mánuði umsjón með heilbrigðisverkefnum á vegum Alþjóðaráðs Rauðar krossins (ICRC). Hólmfríður er margreyndur sendifulltrúi og hefur unnið fyrir Rauða krossinn í lengri og skemmri starfsferðum í rúm 20 ár. Hólmfríður hefur aðsetur í Donetsk í austurhluta Úkraínu, þar sem Rauði krossinn styður við heilsugæslu og sjúkrahús á svæðinu á fjölbreyttan máta en um 145 heilsugæslustöðvar og spítalar á svæðinu hafa notið góðs af aðstoð Alþjóðaráðsins.Sendifulltrúastörf Rauða krossins í AfríkuÞá héldu þrír aðrir sendifulltrúar til starfa fyrir Rauða krossinn í október. Róbert Þorsteinsson og Kristján R. Kristjánsson, fóru til Sómalíu og Úganda til að sinna fjármálaúttekt á verkefnum sem Rauði krossinn á Íslandi styður við í löndunum. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við ýmis verkefni í Sómalíu síðan 2011, þar á meðal stutt við uppbyggingu heimilis fyrir munaðarlausa, færanlegrar heilsugæslustöðvar og veitt neyðaraðstoð vegna þurrka. Í Úganda framkvæma Róbert og Kristján úttekt á neyðaraðstoð til flóttafólks frá Suður-Súdan og flóttafólks frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í Úganda hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt sérstaklega við sálrænan stuðning samhliða annarri neyðaraðstoð. Róbert hefur marga ára reynslu af sendifulltrúastörfum og sinnti meðal annars störfum í Sómalíu á síðasta ári og í Bangladess fyrr á þessu ári. Halldór Gíslason hélt til Mósambík og Tansaníu um miðjan október í sína fjórðu ferð fyrir Rauða krossinn í tengslum við upplýsingatækniverkefni sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur í Afríku í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánann (IFRC). Verkefnið leitast við að aðstoða Rauða kross landsfélög í Afríku að tölvu- og internetvæðast eða við að brúa hið stafræna bil eins og það er stundum kallað. Störf Halldórs og Kristjáns eru hluti af samstarfi Rauða krossins á Íslandi og Íslandsbanka, þar sem vinnuframlag þeirra er hluti af Hjálparhandaverkefni Íslandsbanka. Samstarfið byggir á því að sérfræðingar Íslandsbanka á ýmsum sviðum styðja við verkefni Rauða krossins með sérþekkingu sinni og aðstoð á vettvangi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent
Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði, október, og hefur sendifulltrúastarf félagsins sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu.Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hélt af stað til Úkraínu í lok október.Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hélt af stað til Úkraínu í lok október, þar sem hún hefur næstu mánuði umsjón með heilbrigðisverkefnum á vegum Alþjóðaráðs Rauðar krossins (ICRC). Hólmfríður er margreyndur sendifulltrúi og hefur unnið fyrir Rauða krossinn í lengri og skemmri starfsferðum í rúm 20 ár. Hólmfríður hefur aðsetur í Donetsk í austurhluta Úkraínu, þar sem Rauði krossinn styður við heilsugæslu og sjúkrahús á svæðinu á fjölbreyttan máta en um 145 heilsugæslustöðvar og spítalar á svæðinu hafa notið góðs af aðstoð Alþjóðaráðsins.Sendifulltrúastörf Rauða krossins í AfríkuÞá héldu þrír aðrir sendifulltrúar til starfa fyrir Rauða krossinn í október. Róbert Þorsteinsson og Kristján R. Kristjánsson, fóru til Sómalíu og Úganda til að sinna fjármálaúttekt á verkefnum sem Rauði krossinn á Íslandi styður við í löndunum. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við ýmis verkefni í Sómalíu síðan 2011, þar á meðal stutt við uppbyggingu heimilis fyrir munaðarlausa, færanlegrar heilsugæslustöðvar og veitt neyðaraðstoð vegna þurrka. Í Úganda framkvæma Róbert og Kristján úttekt á neyðaraðstoð til flóttafólks frá Suður-Súdan og flóttafólks frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í Úganda hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt sérstaklega við sálrænan stuðning samhliða annarri neyðaraðstoð. Róbert hefur marga ára reynslu af sendifulltrúastörfum og sinnti meðal annars störfum í Sómalíu á síðasta ári og í Bangladess fyrr á þessu ári. Halldór Gíslason hélt til Mósambík og Tansaníu um miðjan október í sína fjórðu ferð fyrir Rauða krossinn í tengslum við upplýsingatækniverkefni sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur í Afríku í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánann (IFRC). Verkefnið leitast við að aðstoða Rauða kross landsfélög í Afríku að tölvu- og internetvæðast eða við að brúa hið stafræna bil eins og það er stundum kallað. Störf Halldórs og Kristjáns eru hluti af samstarfi Rauða krossins á Íslandi og Íslandsbanka, þar sem vinnuframlag þeirra er hluti af Hjálparhandaverkefni Íslandsbanka. Samstarfið byggir á því að sérfræðingar Íslandsbanka á ýmsum sviðum styðja við verkefni Rauða krossins með sérþekkingu sinni og aðstoð á vettvangi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent