Byggði upp traust og misnotaði hana síðan Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2018 11:30 Alexandra Rós Jankovic sagði sögu sína í gærkvöldi í þættinum Fósturbörn. Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Alexandra Rós Jankovic var erfiður unglingur og fáir réðu við hana. Að lokum var hún tekin af heimilinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að heyra áhugaverða og erfiða sögu Alexöndru. Alexandra flakkaði á milli heimila í æsku, var misnotuð af starfsmanni Barnaverndar og byrjaði að nota fíkniefni. Aðeins 12 ára reyndi hún sjálfsvíg. Hún var að lokum send í meðferð og þaðan á Árbót í Aðaldal. Það kynntist hún eldri manni sem vann traust hennar og í kjölfarið fór hann að misnota Alexöndru kynferðislega. „Út frá því er besta vinkonan mín rekin þaðan út af því að við gerðum bara allt brjálað þarna. Út frá því byrjaði þessi starfsmaður, sem var alltaf til staðar fyrir mig, að misnota mig,“ segir Alexandra sem var þarna 15 ára og hann um fertugt.Fannst ekkert rangt vera í gangi „Á þessum tíma fannst mér hann ekki vera að misnota mig, mér fannst í rauninni ekkert rangt vera í gangi, en samt var einhver tilfinning innra með mér sen var að gera út af við mig. Þarna byrjuðu hegðunarvandamál mín að margfaldast. Ég er bara fimmtán ára gamalt barn þarna og ekki með þroska til að takast á við þessar aðstæður,“ segir Alexandra sem fór undir lok sumarsins í fóstur. Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal.„Það besta sem henti mig var að fara þangað. Þetta var bara svona venjuleg fjölskylda. Fósturpabbi minn var lögga og þjálfaði fíkniefnahunda sem gerði mig stressaða og ég þorði ekki að gera neitt. Þarna fann ég virðingu sem var borin fyrir mér. Ég gekk í fjölbrautarskólann og fann metnað minn í námi og allt í einu var ég farin að brillera í skólanum og búin að eignast fullt af vinum og lífið orðið mjög gott, þangað til að eina stelpa sem var á Árbót hafði samband við mig,“ segir Alexandra en sú stelpa sagði við hana að hún yrði að losna frá þessum stað. „Á þessum tíma er ég í mjög miklu sambandi við manninn frá Árbót og talaði alltaf við hann á Facebook og í síma og við héldum sambandi. Í einu símtalinu segir hún mér að hann hafi reynt að misnota hana eða gert eitthvað við hana. Ég held að í fyrsta skipti þarna hafi ég áttað mig á því að þetta væri rangt og að það sem ég lenti í hafi verið rangt.“ Á þessum tíma er Alexandra í sálfræðiviðtölum í Barnahúsi. „Ég ákvað að segja henni frá þessu. Hún ákveður að gefa mér viku til þess að segja frá þessu, annars myndi hún þurfa að tilkynna þetta. Þar sem ég bar mjög mikið traust til fósturforeldra minna og þau voru búin að reynast mér mjög vel, þá ákvað ég að tala við þau. Út frá því varð einhver smá sprenging og það gerðist allt mjög hratt. Ég var komin í skýrslutöku daginn eftir inni Barnahús, meðferðarheimilinu var strax lokað og krakkarnir teknir og allt í einu fór að byggjast upp málaferli sem ég var ekki undirbúin fyrir. Hann var svo dæmdur.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira