Rétta lesefnið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Oft er nauðsynlegt að berjast fyrir því sem manni er kært þannig að það eyðist ekki og hverfi. Þannig þurfa Íslendingar að standa vörð um íslenska tungu, vernda hana og hlúa að henni svo áfram þyki sjálfsagt að tjá sig á íslensku. Þar hafa allir skyldur. Ekki hafa margir rækt þessa skyldu sína af jafn miklum krafti og elju og Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem nýlega hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu fyrir hið mikilvæga framtak sitt. Í áratugi hefur hann verið óþreytandi við að benda á hætturnar sem steðja að tungumálinu meðal annars vegna áhrifa frá ensku sem er víða ráðandi, ekki síst í tölvu- og tækniheimum. Það er ekki eins og orð Eiríks hafi fallið í grýtta jörð, á hann hefur verið hlustað og mark á honum tekið – þótt hér eigi það við, eins og svo oft áður, að ráðamenn hefðu átt að bregðast við mun fyrr. Barátta Eiríks á stóran þátt í því að mikilvægum áfanga hefur verið náð með samþykkt áætlunar um nýja máltækni til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi. Ef á að viðhalda íslenskunni þarf að halda að æsku landsins efni á þessu fallega máli okkar. Í viðtali hér í Fréttablaðinu sagði Eiríkur að það kæmi ekki í hlut fagurbókmennta að halda íslenskunni lifandi. Þetta er skemmtilega óelítulegt viðhorf og hressilegt, um leið og það einkennist af skynsemi og raunsæju mati. Eins og Eiríkur benti svo réttilega á í þessu sama viðtali verður efni að höfða til barna eigi að fá þau til að lesa. Víst er að höfði efni til barna eru þau tilbúin að leggja þó nokkuð á sig við lesturinn. Ár hvert svolgruðu börn og unglingar þessa lands í sig mörg hundruð blaðsíður af Harry Potter og fengu aldrei nóg. Í gamla daga höfðu íslensk börn slíkt dálæti á íbúum Andabæjar að þau lögðu það á sig að lesa textann í dönsku Andrésblöðunum, og það af mun meiri áhuga og gleði en þau sýndu síðar á skólabekk þegar þeim var gert skylt að læra dönskuna. Börn og unglingar laðast að skemmtilegu og spennandi efni. Á degi íslenskrar tungu, síðastliðinn föstudag, kynnti verslunin Nexus nýja útgáfu á myndasögum á íslensku um sjálfan Batman. Þýðandinn Haraldur Hrafn Guðmundsson er á þeirri skoðun að ástæða þess að yndislestri barna og unglinga hafi hrakað sé að ekki er nægilegt framboð á skemmtilegu lesefni fyrir þau. Hann leggur sitt af mörkum til að bæta úr því. Mögulegt er að Batman komi til bjargar, hann ætti allavega að hafa alla burði til þess, hafandi heillað umheiminn í áratugi. Æska landsins á sína uppáhaldsrithöfunda eins og sést á vikulegum metsölulista Eymundsson vikurnar fyrir jól. Í síðustu viku voru tvær barnabækur í hópi tíu vinsælustu bóka landsins, Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson sem hefur einstakt lag á því að laða börn að bókum og Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem á stóran aðdáendahóp meðal barna. Rétta lesefnið er þarna greinilega og því ber að halda að æsku landsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun