Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2018 06:00 Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Fréttablaðið/stefán Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira