Fékk ælupest á versta mögulega tíma þegar uppáhaldið var að stíga á svið í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2018 21:15 Blood Orange á sviðinu í Flóa í gærkvöldi. Alexandra Howard Segja má að draumur Heklu Elísabetar Aðalsteinsdóttur hafi breyst í martröð þegar tíu mínútur voru í að bandaríski tónlistarmaðurinn Blood Orange stigi á svið í Flóa í Hörpu á Iceland Airwaves á laugardagskvöld. Hekla keypti miða á hátíðina af þeirri ástæðu einni að listamaðurinn sem hún heldur svo mikið upp á var á dagskránni. Hún varð hins vegar frá að hverfa á versta tíma og með versta hætti. Hún fékk ælupest. Hekla lýsir atburðarásinni á samfélagsmiðlum og rekur aðdáun sína á sveitinni.Hekla Elísabet vonast til þess að sjá Blood Orange einn daginn.„Ég er búin að bíða eftir því að fá að sjá Blood Orange frá fyrstu hlustun árið 2013. Á þessum fimm árum hef ég hlustað á hann, elskað hann og dáð linnulaust og af ákefð. Tónlistin hans á í beinu samtali við sálina mína á hverjum degi. Ég er ekki mikið gefin fyrir tónlistarhátíðir en þegar ég komst að því að hann ætti að spila á Airwaves gat ég ekki annað en keypt mér miða.“ Tónleikarnir fóru fram á jarðhæð Hörpu, salnum Flóa þar sem matarmarkaðir og aðrir fara reglulega fram í suðurenda hússins. Hekla var mætt einum og hálfum tíma fyrir tónleikana til að tryggja sér stæði á besta stað. „Stóra stundin var að renna upp. Ég var að fara að sjá Blood Orange með berum augum. Allt í einu fannst mér ég eitthvað slöpp svo ég settist niður og hvíldi lúin bein á meðan ég beið. Tíu mínútur í tónleika og ég stóð ég svo upp en um leið fann ég að það var eitthvað mikið að. Mig svimaði og fannst eins og meðvitundin væri að fjara út.“Þröngt var á þingi í Flóa í gærkvöldi en gestir Airwaves voru upp til hópa áhugasamir um tónleika listamannsins.Alexandra HowardHún hafi ákveðið að yfirgefa svæðið hið snarasta enda fátt annað í stöðunni. „Ég flýtti mér eins og ég gat út úr þvögunni og var rétt komin úr henni þegar ælan byrjaði að gusast út úr mér af krafti. Án gríns, ég hef ekki séð neitt þessu líkt síðan ég sá Team America: World Police. Þessu ætlaði aldrei að linna. Ég ældi á gólfið, í ruslið, í hárið á mér og á fötin mín.“Hún segir starfsmenn hátíðarinnar eðlilega hafa talið hana dauðadrukkna og ætlað að vísa henni út. Hún hafi náð að stynja því að hún hefði ekki snert áfengi alla helgina. Hún væri veik. „Þeir sögðust ætla að ná í handklæði fyrir mig til að þrífa mig með. Fimm mínútur í tónleika með uppáhalds tónlistarmanninum mínum og ég er að faðma ruslafötu í Flóa í Hörpunni og marinerast í eigin ælu fyrir framan hundruðir manna. Biðin eftir handklæðinu var mér sem eilífð.“ Hekla þurfti að sætta sig við að missa af tónleikum Blood Orange enda bauð heilsa hennar ekki upp á annað. Hún biður hins vegar fyrir kveðju til hans og skrifar kveðjuna á ensku. Hver veit nema hún rati til listamannsins á endanum.Blood Orange skrapp í göngutúr í Reykjavík og henti í þessa pósu.Instagram @devhynes„Ef einhver rekst á kauða má endilega segja honum að his biggest fan in all of Iceland could not be there as she projectile vomited all over herself from the sheer excitement and had to leave 5 minutes into the show but she sends all her love and admiration.“ Aðspurð um heilsu sína í dag, hvort hún sé á uppleið, segir Hekla: „Njah, ég er náttúrulega með ælupest og hita auk þess sem ég mun líklega aldrei jafna mig á niðurlægingunni. Ég hef þó trú á því að lífið muni greiða mér skaðabætur á einn eða annan hátt og að einn góðan veðurdag verði ég við hestaheilsu að upplifa drauminn á Blood Orange tónleikum.“ Airwaves Tengdar fréttir Karma mætti í skíðagallanum Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 10. nóvember 2018 14:45 Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Segja má að draumur Heklu Elísabetar Aðalsteinsdóttur hafi breyst í martröð þegar tíu mínútur voru í að bandaríski tónlistarmaðurinn Blood Orange stigi á svið í Flóa í Hörpu á Iceland Airwaves á laugardagskvöld. Hekla keypti miða á hátíðina af þeirri ástæðu einni að listamaðurinn sem hún heldur svo mikið upp á var á dagskránni. Hún varð hins vegar frá að hverfa á versta tíma og með versta hætti. Hún fékk ælupest. Hekla lýsir atburðarásinni á samfélagsmiðlum og rekur aðdáun sína á sveitinni.Hekla Elísabet vonast til þess að sjá Blood Orange einn daginn.„Ég er búin að bíða eftir því að fá að sjá Blood Orange frá fyrstu hlustun árið 2013. Á þessum fimm árum hef ég hlustað á hann, elskað hann og dáð linnulaust og af ákefð. Tónlistin hans á í beinu samtali við sálina mína á hverjum degi. Ég er ekki mikið gefin fyrir tónlistarhátíðir en þegar ég komst að því að hann ætti að spila á Airwaves gat ég ekki annað en keypt mér miða.“ Tónleikarnir fóru fram á jarðhæð Hörpu, salnum Flóa þar sem matarmarkaðir og aðrir fara reglulega fram í suðurenda hússins. Hekla var mætt einum og hálfum tíma fyrir tónleikana til að tryggja sér stæði á besta stað. „Stóra stundin var að renna upp. Ég var að fara að sjá Blood Orange með berum augum. Allt í einu fannst mér ég eitthvað slöpp svo ég settist niður og hvíldi lúin bein á meðan ég beið. Tíu mínútur í tónleika og ég stóð ég svo upp en um leið fann ég að það var eitthvað mikið að. Mig svimaði og fannst eins og meðvitundin væri að fjara út.“Þröngt var á þingi í Flóa í gærkvöldi en gestir Airwaves voru upp til hópa áhugasamir um tónleika listamannsins.Alexandra HowardHún hafi ákveðið að yfirgefa svæðið hið snarasta enda fátt annað í stöðunni. „Ég flýtti mér eins og ég gat út úr þvögunni og var rétt komin úr henni þegar ælan byrjaði að gusast út úr mér af krafti. Án gríns, ég hef ekki séð neitt þessu líkt síðan ég sá Team America: World Police. Þessu ætlaði aldrei að linna. Ég ældi á gólfið, í ruslið, í hárið á mér og á fötin mín.“Hún segir starfsmenn hátíðarinnar eðlilega hafa talið hana dauðadrukkna og ætlað að vísa henni út. Hún hafi náð að stynja því að hún hefði ekki snert áfengi alla helgina. Hún væri veik. „Þeir sögðust ætla að ná í handklæði fyrir mig til að þrífa mig með. Fimm mínútur í tónleika með uppáhalds tónlistarmanninum mínum og ég er að faðma ruslafötu í Flóa í Hörpunni og marinerast í eigin ælu fyrir framan hundruðir manna. Biðin eftir handklæðinu var mér sem eilífð.“ Hekla þurfti að sætta sig við að missa af tónleikum Blood Orange enda bauð heilsa hennar ekki upp á annað. Hún biður hins vegar fyrir kveðju til hans og skrifar kveðjuna á ensku. Hver veit nema hún rati til listamannsins á endanum.Blood Orange skrapp í göngutúr í Reykjavík og henti í þessa pósu.Instagram @devhynes„Ef einhver rekst á kauða má endilega segja honum að his biggest fan in all of Iceland could not be there as she projectile vomited all over herself from the sheer excitement and had to leave 5 minutes into the show but she sends all her love and admiration.“ Aðspurð um heilsu sína í dag, hvort hún sé á uppleið, segir Hekla: „Njah, ég er náttúrulega með ælupest og hita auk þess sem ég mun líklega aldrei jafna mig á niðurlægingunni. Ég hef þó trú á því að lífið muni greiða mér skaðabætur á einn eða annan hátt og að einn góðan veðurdag verði ég við hestaheilsu að upplifa drauminn á Blood Orange tónleikum.“
Airwaves Tengdar fréttir Karma mætti í skíðagallanum Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 10. nóvember 2018 14:45 Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Karma mætti í skíðagallanum Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 10. nóvember 2018 14:45
Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00
Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. 10. nóvember 2018 19:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið