Patrekur: Stoltur af félaginu og strákunum Arnar Helgi Magnússon skrifar 24. nóvember 2018 20:02 Patrekur er stoltur. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu” Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssingar var nokkuð stoltur af sínum mönnum eftir 28-27 sigur á pólska liðinu Azoty-Pulaway í Hleðsluhöllinni í kvöld. „Við undirbjuggum okkur vel og vorum klárir. Ég er bara ánægður með strákana en pínu svekktur að Haukur hafi ekki fengið að taka þátt í leiknum. Ég var ánægður með hina sem að spiluðu.” „Það var jafnt í hálfleik og við komum með miklum krafti út í síðari hálfleikinn og það er svekkjandi þegar Sverrir stígur á línuna þegar við hefðum getað náð fimm marka forystu, þá hefði allt getað gerst.” „Þetta var auðvitað bara seigla í Pólverjunum líka, þeir vissu alveg af sínu forskoti. Ég trúi alltaf að ég geti unnið, sama hvar ég er og ég get ekki annað gert en að hrósa strákunum og fólkinu sem að mætti hingað í kvöld. Það var fullt hús og þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” Fyrri leikurinn í Póllandi tapaðist með sjö marka mun en Patti er ekki sammála því að einvígið hafi klárast þar. „Neinei, það eru náttúrúlega alltaf tveir leikir og það skiptir allt máli í þessu. 16-14 í hálfleik úti, allt í lagi. Þar vorum við ekki svona aggressívir varnarlega. Við gerum of mikið af mistökum úti og þeir ná strax 7-8 marka forystu. Þetta er bara skóli fyrir þessa stráka.” „Þeir eru undir tvítugt margir. Í heildina er ég mjög sáttur við þessa keppni hjá okkur. Við sláum út Litháensku meistarana og Ribnica sem er topplið í Slóveníu. Ég er bara stoltur af félaginu og strákunum fyrst og fremst.” Haukur Þrastarson varð fyrir meiðslum gegn Fram í Olís-deildinni á miðvikudaginn og gat ekki tekið þátt í leiknum. „Hann fékk högg á móti fram í fyrri hálfleik en spilaði síðan allan leikinn. Þetta hefur síðan bara bólgnað út og það er rosalega vont að fá hné í læri.” „Hann vildi vera með og reyndi að hita upp en ég sá það strax að hann var haltrandi og við tókum ekki áhættuna. Það sýnir það bara hversu mikið hann vill vera með og standa sig vel.” Selfyssingar geta nú einbeitt sér að deildarkeppnina en Patti lítur ekki jákvæðum augum á það að þeir séu dottnir út úr þessari keppni. „Það er frábært að hafa farið í þessar ferðir og spilað á móti svona liðum og mikilvægt fyrir þessa stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég held að allir græði á þessu”
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Azoty Pulawy 28-27 | Hetjuleg barátta Selfyssinga dugði ekki til Selfoss er úr leik. 24. nóvember 2018 20:30