Kafa þurfi dýpra í málefni OR Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. nóvember 2018 08:00 Eyþór segir viðbrögð stjórnenda OR til marks um að þau líti á úttektina sem ímyndarmál. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það sem liggur fyrir er að það þarf að fara dýpra í málin. Þessu máli er ekki lokið. Í skýrslunni var fyrst og fremst verið að horfa á tvær manneskjur en það er ljóst að það þarf að skoða heildarmyndina betur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um skýrslu innri endurskoðunar um málefni Orkuveitunnar. Skýrslan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en þangað mættu Helga Jónsdóttir, settur forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, auk Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda borgarinnar. Eyþór bendir á að 30 prósent af þeim sem hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu síðustu tvö ár telji sig hafa orðið fyrir einelti. „Svo er til greining sem hefur ekki verið afhent enn þá sem fer yfir miklu fleiri starfsmenn. Það er búin að vera mikil starfsmannavelta, ekki síst hjá Orku náttúrunnar og þeir starfsmenn sem hafa hætt virðast óánægðir. Ég held að það skipti miklu máli að Orkuveitan fari betur ofan í saumana á þessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og fulltrúi Viðreisnar, segir að kynningin á skýrslunni hafi verið mjög ítarleg og gríðarlega góðar umræður farið fram. „Ég fagna mjög hversu ákveðið stjórnin hefur tekið á þessu máli. Núverandi forstjóri hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum og fer beint í aðgerðir.“ Málið sé nú á borði stjórnar OR og hennar verkefni sé rétt að byrja. „Svo finnst mér áhugavert í þessu öllu að þetta mál vaknaði upp úr Metoo-umræðunni. Ef þetta hefði gerst fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Ég er ánægð með það hvað allir eru að taka ákveðið á málinu þótt þetta sé búið að vera mjög erfitt fyrir persónur og leikendur.“ Hún fagnar því sérstaklega að stjórn OR hafi ákveðið að hafa frumkvæði að því að vinna áfram með vinnustaðagreininguna sem Félagsvísindastofnun gerði. „Ég lagði mikla áherslu á það þegar farið var í þessa úttekt að það yrði ekki bara kannað hvort þessar uppsagnir hefðu verið réttmætar heldur yrði vinnustaðamenningin skoðuð líka. Þessi vinnustaðagreining sýnir að það er fullt af tækifærum til að gera betur. En það eru líka góðar niðurstöður um það að fólki líður ágætlega hjá Orkuveitunni.“ Eyþór telur að miðað við viðbrögð stjórnenda OR við skýrslunni þurfi eitthvað að breyta skipulaginu. „Þau líta kannski pínulítið á þetta sem ímyndarmál eins og þessu hefur verið stillt upp. Aðalmálið er það að kúltúrinn sé í lagi. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki og kemur okkur öllum við. Það er ýmislegt í rekstri þess sem hefur verið í fréttum síðustu tvö árin þannig að það er mikilvægt að félagið nái sér vel á strik. Ég treysti því að stjórnin taki á þessum ábendingum sem hún hefur fengið núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06 Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Það sem liggur fyrir er að það þarf að fara dýpra í málin. Þessu máli er ekki lokið. Í skýrslunni var fyrst og fremst verið að horfa á tvær manneskjur en það er ljóst að það þarf að skoða heildarmyndina betur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, um skýrslu innri endurskoðunar um málefni Orkuveitunnar. Skýrslan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en þangað mættu Helga Jónsdóttir, settur forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, auk Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda borgarinnar. Eyþór bendir á að 30 prósent af þeim sem hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu síðustu tvö ár telji sig hafa orðið fyrir einelti. „Svo er til greining sem hefur ekki verið afhent enn þá sem fer yfir miklu fleiri starfsmenn. Það er búin að vera mikil starfsmannavelta, ekki síst hjá Orku náttúrunnar og þeir starfsmenn sem hafa hætt virðast óánægðir. Ég held að það skipti miklu máli að Orkuveitan fari betur ofan í saumana á þessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og fulltrúi Viðreisnar, segir að kynningin á skýrslunni hafi verið mjög ítarleg og gríðarlega góðar umræður farið fram. „Ég fagna mjög hversu ákveðið stjórnin hefur tekið á þessu máli. Núverandi forstjóri hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum og fer beint í aðgerðir.“ Málið sé nú á borði stjórnar OR og hennar verkefni sé rétt að byrja. „Svo finnst mér áhugavert í þessu öllu að þetta mál vaknaði upp úr Metoo-umræðunni. Ef þetta hefði gerst fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Ég er ánægð með það hvað allir eru að taka ákveðið á málinu þótt þetta sé búið að vera mjög erfitt fyrir persónur og leikendur.“ Hún fagnar því sérstaklega að stjórn OR hafi ákveðið að hafa frumkvæði að því að vinna áfram með vinnustaðagreininguna sem Félagsvísindastofnun gerði. „Ég lagði mikla áherslu á það þegar farið var í þessa úttekt að það yrði ekki bara kannað hvort þessar uppsagnir hefðu verið réttmætar heldur yrði vinnustaðamenningin skoðuð líka. Þessi vinnustaðagreining sýnir að það er fullt af tækifærum til að gera betur. En það eru líka góðar niðurstöður um það að fólki líður ágætlega hjá Orkuveitunni.“ Eyþór telur að miðað við viðbrögð stjórnenda OR við skýrslunni þurfi eitthvað að breyta skipulaginu. „Þau líta kannski pínulítið á þetta sem ímyndarmál eins og þessu hefur verið stillt upp. Aðalmálið er það að kúltúrinn sé í lagi. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki og kemur okkur öllum við. Það er ýmislegt í rekstri þess sem hefur verið í fréttum síðustu tvö árin þannig að það er mikilvægt að félagið nái sér vel á strik. Ég treysti því að stjórnin taki á þessum ábendingum sem hún hefur fengið núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06 Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Forstjóri OR ekki fengið hluta skýrslunnar í hendur Vinnufundur alls starfsfólks samstæðu OR var haldinn í dag vegna mikilvægra ábendinga í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. 22. nóvember 2018 21:06
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. 22. nóvember 2018 10:30