Kerfisvilla Hörður Ægisson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun