Skúli fundaði með samgönguráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 30. nóvember 2018 15:34 Sigurður Ingi og Skúli funduðu í dag um stöðu WOW air. vísir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru aðrir ekki á fundinum en Skúli og Sigurður. Var þar farið yfir stöðu mála varðandi flugfélagið en í gærmorgun var tilkynnt að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW. Í gærkvöldi var síðan tilkynnt um samkomulag á milli WOW air og bandaríska eignastýringafélagsins Indigo Partners um að síðarnefnda félagið fjárfesti í því fyrrnefnda. Á að ljúka við gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. Í dag var svo tilkynnt um að fimmtán starfsmönnum WOW hefði verið sagt upp.Fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta ráðherra „Það er fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að hitta samgönguráðherra og upplýsa hann um stöðuna,“ segir Skúli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins. Þá hefur hann ekki viljað ræða efni samkomulags WOW air og Indigo Partners og hefur borið fyrir sig trúnað gagnvart Indigo. „Partur af samkomulagi mínu við Indigo er að ég mun ekki tjá mig að svo stöddu,“ segir hann. „Við vorum að fara yfir stöðuna sem hefur verið síbreytileg á liðnum vikum. Við vorum að ræða þetta samkomulag milli Wow air og Indigo Partners. Tilgangur fundarins var að taka stöðuna og skiptast á upplýsingum. Það er eðlilegt að forstjóri Wow air hitti ráðherra samgöngumála og upplýsi hann um mikilvæg mál,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Núna eru flugrekstrarleyfi bundin ákveðnum fjárhagslegum skilyrðum. Var eitthvað rætt um þau mál á þessum fundi? „Eftirlit með flugrekstrarleyfum er í höndum Samgöngustofu sem fer sjálfstætt með þær heimildir. Við vorum ekki að ræða nein mál tengd flugrekstrarleyfum. Aðeins liðna atburði og hvaða væntingar menn hafa til næstu daga og vikna,“ segir Sigurður Ingi.Þorbjörn Þórðarson hitti Skúla fyrir utan samgönguráðuneytið að fundi loknum. Skúli vildi ekkert ræða um efni fundarins. Hann vildi heldur ekki ræða samkomulagið við Indigo Partners. Síðustu daga hefur fréttastofan ítrekað óskað eftir viðtali við Skúla án árangurs. Myndbandið hér fyrir neðan er án hljóðs.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Tengdar fréttir Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. 30. nóvember 2018 14:00
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30
Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. 30. nóvember 2018 11:51