Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:06 Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Vísir/AP Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35
Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04