Líklegt að May standist vantraust: Hyggst ekki leiða flokkinn í gegn um næstu kosningar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. desember 2018 18:00 Atkvæðagreiðsla um vantraust á hendur May stendur nú yfir. AP/Tim Ireland Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þingflokksfundur Íhaldsflokksins hófst klukkan sex og reikna má með að úrslit atkvæðagreiðslu um vantraust verði ljós rétt eftir klukkan átta. Í morgun varð það gert ljóst að meira en 48 þingmenn íhaldsflokksins höfðu óskað þess að vantraust yrði tekið á dagskrá innan þingflokksins og hefur þingflokksformaður Íhaldsmanna orðið við því. Kornið sem fyllti mælinn fyrir harðlínumenn í Íhaldsflokknum var ákvörðun Theresu May að fresta atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandins. Almenn óánægja hefur ríkt með sáttmálann og nær öruggt að hann yrði felldur yrði greitt um hann atkvæði. May hefur áður mætt miklum mótbyr og hefur heitið því að berjast gegn áskoruninni með kjafti og klóm. Hún hefur þó tilkynnt að hún muni hætta sem leiðtogi fyrir næstu þingkosningar en margir andstæðinga hennar óttast gengi flokksins ef hún myndi leiða hann í gegn um kosningar.Fjölmargir þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við May og spáir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, því að hún nái að standast þetta áhlaup. „Menn hafa verið að telja þetta saman í allan dag og eins og þetta lítur út núna þá er líklegt að hún standi þetta af sér að það dugi ekki til fyrir áskorendurnar að koma henni frá núna,“ segir Eiríkur. Samkvæmt talningu The Guardian hafa 160 þingmenn Íhaldsflokksins lýst yfir stuðningi við May, 28 ætla að greiða atkvæði með vantrausti en 128 hafa ekki gefið upp afstöðu sína. May þarf atkvæði 158 til að standast vantraust. Gerist það má ekki leggja fram vantraust innan Íhaldsflokksins í 12 mánuði. Eiríkur segir að þannig muni hún hljóta ákveðið skjól frá eigin flokksfélögum en enn geti stjórnarandstaðan gripið til vopna. „Ef að stór hluti þingflokks Íhaldsmanna greiðir atkvæði gegn henni skapast færi fyrir Verkamannaflokkinn að bera fram vantraustsyfirlýsingu á hana sem forsætisráðherra,“ segir hann. Þrátt fyrir að May muni standa af sér öll áhlaup er enn ekki fyrirséð hvernig hún muni ná útgöngusáttmálanum í gegn um breska þingið. Mikil andstaða er við sáttmálann og leiðtogar Evrópusambandsins segja að ekki sé mögulegt að endursemja um efni hans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00