Ísland áratug á eftir Noregi í netverslun Helgi Vífill Júlíusson skrifar 12. desember 2018 07:30 Verslun á netinu sækir á hefðbundnar verslanir. Fréttablaðið/Eyþór Íslendingar eru að mínu mati tíu árum á eftir Norðmönnum og Dönum í netverslun. Ef haldið er rétt á spöðunum gætum við verið á pari við þá eftir tvö til fjögur ár. Það er nefnilega svo mikið af nýjum leiðum til að vekja athygli á vörum,“ segir Diðrik Örn Gunnarsson, stjórnandi stafrænnar þjónustu hjá MediaCom Íslandi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Á undanförnum tólf mánuðum hafa 55 prósent Íslendinga verslað á netinu. Flestir keyptu í erlendum netverslunum, eða 67 prósent svarenda. Þeir sem hafa hærri tekjur og meiri menntun eru líklegri til að versla á netinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Zenter rannsókna með tvö þúsund manna úrtaki, segir Diðrik Örn. „Til samanburðar versluðu þrír af hverjum fjórum Norðmönnum á netinu á síðasta ári, samkvæmt rannsókn Verslunarráðs Noregs. Þetta ætti að vekja verslunarmenn af værum blundi,“ segir Diðrik Örn. Hann starfaði í 15 ár erlendis á þessu sviði, sjö ár í Danmörku, átta ár í Noregi og flutti aftur til Íslands árið 2016. Hann segir að netverslun fari vaxandi á Íslandi og bendir á að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup hafi 43 prósent landsmanna keypt einhverjar jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Það hafi verið mikil aukning frá fyrri mælingum en þá var hlutfallið einungis um 11-15 prósent.Hugmyndir að jólagjöfum „Það er athyglisvert að myndbönd eru að ryðja sér til rúms sem einn vinsælasti miðillinn þegar kemur að því að fá hugmyndir að jólagjöfum. Næstum tveir þriðju Bandaríkjamanna sóttu innblástur með þeim hætti,“ segir Diðrik Örn. Ef íslensk fyrirtæki vilja keppa í netverslun þurfa þau að innleiða fyrr ýmis kerfi, að hans mati. „Við erum til að mynda aftar á merinni en aðrir í Evrópu í fríðindakerfum og tæknilausnum. Það eru engu að síður margir sem horfa til netverslunar í auknum mæli. Ég hef unnið með verslunum sem stefna á að loka í verslunarmiðstöð og selja eingöngu á netinu. Þetta eru verslanir með trausta viðskiptavini. Þær hafa því gott bakland og geta dregið úr kostnaði með því að vera einvörðungu á netinu. Það eru mikil tækifæri fólgin í netverslun vegna þess að 61 prósent manna eru reiðubúnir að kaupa af fyrirtækjum sem þeir hafa ekki verslað við áður,“ segir Diðrik Örn. Talið berst að mismunandi aðstæðum til að kaupa á netinu erlendis. Hann segir að Danir búi að nálægð við Þýskaland og Bretland. Norðmenn séu að mörgu leyti líkir Íslendingum en landið sé strjálbýlt sem ýti undir netverslun því ýmsir bæir hafi verið einangraðir. Auk þess megi kaupa fyrir allt að fimm þúsund íslenskar krónur tollfrjálst á netinu. Norðmenn versla á netinu því það er ódýrara „Rannsókn Verslunarráðs Norðmanna leiðir í ljós að 41 prósent Norðmanna verslar á netinu því það er ódýrara, 22 prósent gera það vegna öryggis og 11 prósent telja það skilvirkara. Netverslun er nefnilega fljótleg, þægileg og hagstæð,“ segir Diðrik Örn. Norðmenn þrefölduðu kaup sín í gegnum netverslun á árunum 2011 til 2017 í erlendri netverslun. Vöxturinn í norskri netverslun var 101 prósent. Á sama tíma nam vöxtur í hefðbundinni verslun 17 prósentum, að hans sögn. Kaupa þarf fyrir 19. desember Diðrik Örn segir að neytendur og verslunarmenn þurfi að vera meðvitaðir um að kaupa þurfi jólagjafir á netinu af innlendri verslun fyrir 19. desember til að fá þær í hús í tæka tíð fyrir jólin. „Samkvæmt rannsóknum Google eiga 70 prósent Íslendinga eftir að kaupa jólagjafir síðustu vikuna fyrir jól,“ segir hann. Konur hugi þó fyrr að jólagjafainnkaupum en karlmenn, ef marka má leit hjá Google undanfarna viku. „58 prósent hafa leitað að jólagjafahugmyndum fyrir karlmenn en 42 prósent að jólagjafahugmyndum fyrir konur. Það verður fróðlegt að sjá hver trónir á toppnum á Þorláksmessu,“ segir hann og efast ekki um að karlmenn verði sveittir við innkaup þá. Yfirleitt noti fólk síma til að leita að gjöfum. Oftar sé leitað að Kringlunni en Smáralind. Hann segir að einungis 18 prósent Íslendinga hafi keypt jólagjafir á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi og því eigi margir eftir að gera sín innkaup.Athugasemd: Guðmundur Magnason, forstjóri Heimkaup.is, vekur athygli á að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geti keypt jólagjafir hjá þeim fyrir hádegi á aðfangadag og fengið þær í hendur skömmu seinna. Þeir sem búi á Suðurlandi og Reykjanesi geti keypt á Þorláksmessu og fengið gjafirnar í tæka tíð. Aðrir yrðu að kaupa helgina fyrir þá helgi. Heimkaup dreifir ekki í gegnum Póstinn heldur er með eigin dreifingu. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Noregur Tengdar fréttir Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. 13. september 2018 20:30 Nettó ætlar að tífalda netverslunina Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segir mikinn vöxt í netverslun með matvörur fram undan. Viðskiptavinir kaupi ferskvörur á netinu í jafnmiklum mæli og í venjulegum verslunum. 24. október 2018 08:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Íslendingar eru að mínu mati tíu árum á eftir Norðmönnum og Dönum í netverslun. Ef haldið er rétt á spöðunum gætum við verið á pari við þá eftir tvö til fjögur ár. Það er nefnilega svo mikið af nýjum leiðum til að vekja athygli á vörum,“ segir Diðrik Örn Gunnarsson, stjórnandi stafrænnar þjónustu hjá MediaCom Íslandi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Á undanförnum tólf mánuðum hafa 55 prósent Íslendinga verslað á netinu. Flestir keyptu í erlendum netverslunum, eða 67 prósent svarenda. Þeir sem hafa hærri tekjur og meiri menntun eru líklegri til að versla á netinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Zenter rannsókna með tvö þúsund manna úrtaki, segir Diðrik Örn. „Til samanburðar versluðu þrír af hverjum fjórum Norðmönnum á netinu á síðasta ári, samkvæmt rannsókn Verslunarráðs Noregs. Þetta ætti að vekja verslunarmenn af værum blundi,“ segir Diðrik Örn. Hann starfaði í 15 ár erlendis á þessu sviði, sjö ár í Danmörku, átta ár í Noregi og flutti aftur til Íslands árið 2016. Hann segir að netverslun fari vaxandi á Íslandi og bendir á að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup hafi 43 prósent landsmanna keypt einhverjar jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Það hafi verið mikil aukning frá fyrri mælingum en þá var hlutfallið einungis um 11-15 prósent.Hugmyndir að jólagjöfum „Það er athyglisvert að myndbönd eru að ryðja sér til rúms sem einn vinsælasti miðillinn þegar kemur að því að fá hugmyndir að jólagjöfum. Næstum tveir þriðju Bandaríkjamanna sóttu innblástur með þeim hætti,“ segir Diðrik Örn. Ef íslensk fyrirtæki vilja keppa í netverslun þurfa þau að innleiða fyrr ýmis kerfi, að hans mati. „Við erum til að mynda aftar á merinni en aðrir í Evrópu í fríðindakerfum og tæknilausnum. Það eru engu að síður margir sem horfa til netverslunar í auknum mæli. Ég hef unnið með verslunum sem stefna á að loka í verslunarmiðstöð og selja eingöngu á netinu. Þetta eru verslanir með trausta viðskiptavini. Þær hafa því gott bakland og geta dregið úr kostnaði með því að vera einvörðungu á netinu. Það eru mikil tækifæri fólgin í netverslun vegna þess að 61 prósent manna eru reiðubúnir að kaupa af fyrirtækjum sem þeir hafa ekki verslað við áður,“ segir Diðrik Örn. Talið berst að mismunandi aðstæðum til að kaupa á netinu erlendis. Hann segir að Danir búi að nálægð við Þýskaland og Bretland. Norðmenn séu að mörgu leyti líkir Íslendingum en landið sé strjálbýlt sem ýti undir netverslun því ýmsir bæir hafi verið einangraðir. Auk þess megi kaupa fyrir allt að fimm þúsund íslenskar krónur tollfrjálst á netinu. Norðmenn versla á netinu því það er ódýrara „Rannsókn Verslunarráðs Norðmanna leiðir í ljós að 41 prósent Norðmanna verslar á netinu því það er ódýrara, 22 prósent gera það vegna öryggis og 11 prósent telja það skilvirkara. Netverslun er nefnilega fljótleg, þægileg og hagstæð,“ segir Diðrik Örn. Norðmenn þrefölduðu kaup sín í gegnum netverslun á árunum 2011 til 2017 í erlendri netverslun. Vöxturinn í norskri netverslun var 101 prósent. Á sama tíma nam vöxtur í hefðbundinni verslun 17 prósentum, að hans sögn. Kaupa þarf fyrir 19. desember Diðrik Örn segir að neytendur og verslunarmenn þurfi að vera meðvitaðir um að kaupa þurfi jólagjafir á netinu af innlendri verslun fyrir 19. desember til að fá þær í hús í tæka tíð fyrir jólin. „Samkvæmt rannsóknum Google eiga 70 prósent Íslendinga eftir að kaupa jólagjafir síðustu vikuna fyrir jól,“ segir hann. Konur hugi þó fyrr að jólagjafainnkaupum en karlmenn, ef marka má leit hjá Google undanfarna viku. „58 prósent hafa leitað að jólagjafahugmyndum fyrir karlmenn en 42 prósent að jólagjafahugmyndum fyrir konur. Það verður fróðlegt að sjá hver trónir á toppnum á Þorláksmessu,“ segir hann og efast ekki um að karlmenn verði sveittir við innkaup þá. Yfirleitt noti fólk síma til að leita að gjöfum. Oftar sé leitað að Kringlunni en Smáralind. Hann segir að einungis 18 prósent Íslendinga hafi keypt jólagjafir á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi og því eigi margir eftir að gera sín innkaup.Athugasemd: Guðmundur Magnason, forstjóri Heimkaup.is, vekur athygli á að þeir sem búi á höfuðborgarsvæðinu geti keypt jólagjafir hjá þeim fyrir hádegi á aðfangadag og fengið þær í hendur skömmu seinna. Þeir sem búi á Suðurlandi og Reykjanesi geti keypt á Þorláksmessu og fengið gjafirnar í tæka tíð. Aðrir yrðu að kaupa helgina fyrir þá helgi. Heimkaup dreifir ekki í gegnum Póstinn heldur er með eigin dreifingu.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Noregur Tengdar fréttir Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. 13. september 2018 20:30 Nettó ætlar að tífalda netverslunina Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segir mikinn vöxt í netverslun með matvörur fram undan. Viðskiptavinir kaupi ferskvörur á netinu í jafnmiklum mæli og í venjulegum verslunum. 24. október 2018 08:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. 13. september 2018 20:30
Nettó ætlar að tífalda netverslunina Framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa segir mikinn vöxt í netverslun með matvörur fram undan. Viðskiptavinir kaupi ferskvörur á netinu í jafnmiklum mæli og í venjulegum verslunum. 24. október 2018 08:00