Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 14:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10. CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira
Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10.
CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30