Samsung sér fram á hagnaðarhrun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:28 Galaxy-snjallsímarnir eru meðal flaggskipa Samsung. Hvers kyns flögur og kubbar í snjallsíma hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum. Getty/SOPA Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku. Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku.
Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04
Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30