Besta fjárfestingin að enda barnahjónabönd og tryggja menntun unglingsstúlkna Heimsljós kynnir 7. janúar 2019 10:00 Unglingsstúlkur í Malaví. gunnisal Að enda barnahjónabönd og ótímabærar barneignir sem þeim fylgja, auk þess að tryggja menntun stúlkna til átján ára aldurs er að mati Ágústu Gísladóttur, forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve, besta fjárfestingin í Malaví í dag. Þetta kemur fram í pistli sem hún skrifar í Heimsljós. Hún segir það hafa verið kærkomna tilbreytingu í síðasta mánuði að fara á fund hjá Alþjóðabankanum í Lilongve og heyra hagfræðing bankans kynna athugun bankans á kostnaðinum sem fylgir barnahjónaböndum og ótímabærum barneignum sem þeim fylgja. Nýtt tölublað Malaví hagtíðinda frá Alþjóðabankanum hafi borið yfirskriftina, „Að fjárfesta í menntun stúlkna” og þar sé meðal annars fjallað um efnahagslegar afleiðingar þess hversu tiltölulega fáar stúlkur ljúka framhaldsskóla í Malaví miðað við nágrannalöndin og afleiðingar barnahjónabanda og barneigna meðal stúlkna undir átján ára aldri.Barnahjónabönd kynferðislegt ofbeldi gegn börnum„Allt í einu var þetta „félagslega”, „mjúka” mál sem einkum jafnréttis- og kvennasamtök hafa fjallað um á fundum sínum, orðið grjóthart umræðuefni sem fyrrverandi seðlabankastjórar og hagfræðiprófessorar í salnum gátu lýst skoðun sinni og andúð á," skrifar Ágústa og bætir við: „Sem betur fer holar dropinn steininn og allar götur síðan stjórnarskránni var breytt árið 2017 og barnahjónabönd endanlega bönnuð hafa framámenn og konur barist ötullega gegn þessari þjóðarskömm. Það er til marks um breyttan tíðaranda í Malaví að í blaðagrein í nóvember á síðasta ári var fjallar um barnahjónabönd – og sagt að réttnefnið væri „kynferðisofbeldi gegn börnum.”" Ágústa segir að í skýrslu Alþjóðabankans sé sett fram athyglisvert orsakasamhengi milli barnahjónabanda, barneigna ungra stúlkna og skólagöngu þeirra. „Það er næsta víst að hvert ár sem unglingsstúlka gengur menntaveginn minnka líkurnar töluvert á því að hún giftist og eignist börn undir átján ára aldri. Barnahjónabönd ýta einnig undir barneignir. Mesti ávinningurinn er af því að koma í veg fyrir barneignir stúlkna undir átján ára aldri og lækka þar með fæðingartíðni í landinu og koma í veg fyrir ýmsan kostnað sem fylgir því að börn ala börn,“ segir Ágústa.Pistillinn í heild.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent
Að enda barnahjónabönd og ótímabærar barneignir sem þeim fylgja, auk þess að tryggja menntun stúlkna til átján ára aldurs er að mati Ágústu Gísladóttur, forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve, besta fjárfestingin í Malaví í dag. Þetta kemur fram í pistli sem hún skrifar í Heimsljós. Hún segir það hafa verið kærkomna tilbreytingu í síðasta mánuði að fara á fund hjá Alþjóðabankanum í Lilongve og heyra hagfræðing bankans kynna athugun bankans á kostnaðinum sem fylgir barnahjónaböndum og ótímabærum barneignum sem þeim fylgja. Nýtt tölublað Malaví hagtíðinda frá Alþjóðabankanum hafi borið yfirskriftina, „Að fjárfesta í menntun stúlkna” og þar sé meðal annars fjallað um efnahagslegar afleiðingar þess hversu tiltölulega fáar stúlkur ljúka framhaldsskóla í Malaví miðað við nágrannalöndin og afleiðingar barnahjónabanda og barneigna meðal stúlkna undir átján ára aldri.Barnahjónabönd kynferðislegt ofbeldi gegn börnum„Allt í einu var þetta „félagslega”, „mjúka” mál sem einkum jafnréttis- og kvennasamtök hafa fjallað um á fundum sínum, orðið grjóthart umræðuefni sem fyrrverandi seðlabankastjórar og hagfræðiprófessorar í salnum gátu lýst skoðun sinni og andúð á," skrifar Ágústa og bætir við: „Sem betur fer holar dropinn steininn og allar götur síðan stjórnarskránni var breytt árið 2017 og barnahjónabönd endanlega bönnuð hafa framámenn og konur barist ötullega gegn þessari þjóðarskömm. Það er til marks um breyttan tíðaranda í Malaví að í blaðagrein í nóvember á síðasta ári var fjallar um barnahjónabönd – og sagt að réttnefnið væri „kynferðisofbeldi gegn börnum.”" Ágústa segir að í skýrslu Alþjóðabankans sé sett fram athyglisvert orsakasamhengi milli barnahjónabanda, barneigna ungra stúlkna og skólagöngu þeirra. „Það er næsta víst að hvert ár sem unglingsstúlka gengur menntaveginn minnka líkurnar töluvert á því að hún giftist og eignist börn undir átján ára aldri. Barnahjónabönd ýta einnig undir barneignir. Mesti ávinningurinn er af því að koma í veg fyrir barneignir stúlkna undir átján ára aldri og lækka þar með fæðingartíðni í landinu og koma í veg fyrir ýmsan kostnað sem fylgir því að börn ala börn,“ segir Ágústa.Pistillinn í heild.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent