Neikvæðni-skekkjan og geðheilbrigði Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 16:49 Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun