Stofna formlega byggingafélag Samtaka um bíllausan lífsstíl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 11:15 Myndin sýnir hvernig hópurinn hugsar þétt lárétt fjölbýli sem er mögulegt þegar bíllinn fær minna rými. byggingafélag samtaka um bíllausan lífsstíl Stofnfundur byggingafélags Samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn næstkomandi laugardag klukkan 14:30 í Norræna húsinu. Magnús Jensson, einn þeirra sem kemur að stofnun byggingafélagsins, segir að stefnt sé að því að kynna félagið betur fyrir almenningi en í framtíðinni er hugmyndin svo að stofna byggingasamvinnufélag um bíllaust hverfi í Reykjavík. Nú verði stofnuð frjáls félagasamtök með það að markmiði að stofna bæði húsnæðissamvinnufélag og byggingasamvinnufélag. Byggingafélagið tók þátt í samkeppni um hagkvæmt húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar í fyrra líkt og Vísir fjallaði um. Þá var sótt um að fá að byggja á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg en félaginu bauðst lóð á Kjalarnesi sem það afþakkaði. Aðspurður hvers vegna félagið vildi ekki byggja það segir Magnús að forsendur vistvænnar búsetu séu að vera miðsvæðis þar sem samgöngur séu helsti vistþátturinn. Því sé betra að vera miðsvæðis heldur en í útjaðri borgarinnar til að ferðatími sé styttri. Magnús segir að nú sé unnið að því að búa til kynningarefni og sé stefnt á að vera með sýningu á Hönnunarmars síðar á árinu. „Næsta skref er að kynna okkur betur fyrir almenningi þannig að fólk viti hvað við stöndum fyrir. Við stefnum líka á hópfjármögnun til að geta haldið áfram starfinu því nú erum við bara að vinna á örlitlum styrkjum,“ segir Magnús. Hann segir að kynningarefnið verði ekki miðað við ákveðnar lóðir í borginni heldur gangi það meira út á það að kynna hugmyndafræðina á bak við bíllausa hverfið. Magnús segir að allir séu velkomnir á stofnfund félagsins á laugardag og að skráning stofnfélaga standi nú yfir á netinu. Nánari upplýsingar má nálgast hér.Tilkynning vegna stofnfundarins:Stofnfundur byggingarfélags samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn laugardaginn 19. janúar 2019 kl. 14:30 í Norræna húsinu.Byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstíl hefur þróað skipulag oghúsa- og íbúðagerðir sem ná miklum þéttleika á fáum hæðum með því að takmarka forgang bifreiða.Markmið félagsins er að fá reiti miðsvæðis og byggja á þeim á þessum forsendum. Verkefnið mun auka fjölbreytni á markaði og býður fram nýjan valkost í takt við kröfur nútímans. Í hverfinu verður hreinna loft, kyrrð og öryggi og fjölbreyttur ferðamáti verður forsenda nærverslunar og menningarlegrar fjölbreytni.Hverfið verður gróður- og veðursælt og mun hafa lágt kolefnisspor bæði í byggingu og rekstri auk þess sem álag á vegakerfi borgarinnar verður takmarkað. Hverfið mun vekja athygli ferðamanna og áhugamanna um bætta mannvist um allan heim.Byggingarfélagið var 3 stigum (af 100) frá því að fá úthlutað byggingarreit við Sjómannaskólann í fyrra og mun kynna sína sýn og hönnun á Hönnunarmars 2019. Húsnæðismál HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bíllaus fagna tíu ára starfi Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælisaðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð 17. september 2018 06:00 Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stofnfundur byggingafélags Samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn næstkomandi laugardag klukkan 14:30 í Norræna húsinu. Magnús Jensson, einn þeirra sem kemur að stofnun byggingafélagsins, segir að stefnt sé að því að kynna félagið betur fyrir almenningi en í framtíðinni er hugmyndin svo að stofna byggingasamvinnufélag um bíllaust hverfi í Reykjavík. Nú verði stofnuð frjáls félagasamtök með það að markmiði að stofna bæði húsnæðissamvinnufélag og byggingasamvinnufélag. Byggingafélagið tók þátt í samkeppni um hagkvæmt húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar í fyrra líkt og Vísir fjallaði um. Þá var sótt um að fá að byggja á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg en félaginu bauðst lóð á Kjalarnesi sem það afþakkaði. Aðspurður hvers vegna félagið vildi ekki byggja það segir Magnús að forsendur vistvænnar búsetu séu að vera miðsvæðis þar sem samgöngur séu helsti vistþátturinn. Því sé betra að vera miðsvæðis heldur en í útjaðri borgarinnar til að ferðatími sé styttri. Magnús segir að nú sé unnið að því að búa til kynningarefni og sé stefnt á að vera með sýningu á Hönnunarmars síðar á árinu. „Næsta skref er að kynna okkur betur fyrir almenningi þannig að fólk viti hvað við stöndum fyrir. Við stefnum líka á hópfjármögnun til að geta haldið áfram starfinu því nú erum við bara að vinna á örlitlum styrkjum,“ segir Magnús. Hann segir að kynningarefnið verði ekki miðað við ákveðnar lóðir í borginni heldur gangi það meira út á það að kynna hugmyndafræðina á bak við bíllausa hverfið. Magnús segir að allir séu velkomnir á stofnfund félagsins á laugardag og að skráning stofnfélaga standi nú yfir á netinu. Nánari upplýsingar má nálgast hér.Tilkynning vegna stofnfundarins:Stofnfundur byggingarfélags samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn laugardaginn 19. janúar 2019 kl. 14:30 í Norræna húsinu.Byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstíl hefur þróað skipulag oghúsa- og íbúðagerðir sem ná miklum þéttleika á fáum hæðum með því að takmarka forgang bifreiða.Markmið félagsins er að fá reiti miðsvæðis og byggja á þeim á þessum forsendum. Verkefnið mun auka fjölbreytni á markaði og býður fram nýjan valkost í takt við kröfur nútímans. Í hverfinu verður hreinna loft, kyrrð og öryggi og fjölbreyttur ferðamáti verður forsenda nærverslunar og menningarlegrar fjölbreytni.Hverfið verður gróður- og veðursælt og mun hafa lágt kolefnisspor bæði í byggingu og rekstri auk þess sem álag á vegakerfi borgarinnar verður takmarkað. Hverfið mun vekja athygli ferðamanna og áhugamanna um bætta mannvist um allan heim.Byggingarfélagið var 3 stigum (af 100) frá því að fá úthlutað byggingarreit við Sjómannaskólann í fyrra og mun kynna sína sýn og hönnun á Hönnunarmars 2019.
Húsnæðismál HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bíllaus fagna tíu ára starfi Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælisaðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð 17. september 2018 06:00 Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bíllaus fagna tíu ára starfi Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælisaðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð 17. september 2018 06:00
Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15