Breyting á klukkunni muni ekki fjölga birtustundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:17 Það verður kalt en bjart sunnan heiða í dag. vísir/Vilhelm Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu.
Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira