Að duga eða drepast fyrir Airwaves Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2019 12:00 Frá Iceland Airwaves árið 2016. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999, fyrir 20 árum síðan. Vísir/Andri Marínó Áætlað er að Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hafi verið rekin með 30 milljóna króna tapi í fyrra. Þrátt fyrir hallann má segja að niðurstaðan hafi verið skref í rétta átt, sé rekstrarniðurstaða síðustu hátíðar borin saman við hátíðir áranna 2016 og 2017, sem hvor um sig voru reknar með 60 milljóna tapi. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live sem heldur utan um Iceland Airwaves, segir aðstandendur hátíðarinnar því bjartsýna á að það takist að reka hátíðina á sléttu – sem reynt verður að gera strax á næstu hátíð. Þrátt fyrir að rekstrarniðurstaða síðustu hátíðar gefi góð fyrirheit, enda helmingi minni taprekstur milli ára, segir Ísleifur að nú sé komið að ögurstund fyrir Iceland Airwaves. Næsta hátíð sé „do or die,“ eins og hann orðar það. Duga eða drepast.Við þurfum að sýna og sanna að það sé hægt að ná Airwaves á núllið. Að það sé hægt að reka hana. Við höfðum aldrei neinar vonir til þess að hægt væri að reka þetta með hagnaði - en við virkilega verðum að sýna fram á það að hægt sé að halda hátíðina án þess að tapa stórfé segir Ísleifur. Til að ná því markmiði hafi aðstandendur hátíðarinnar ráðist í greiningarvinnu. Ætlunin sé að teikna upp aðgerðir og útfærslu næstu hátíðar, sem kynnt verður „innan skamms,“ að sögn Ísleifs. Hann segir þó að ekki ætti að búast við neinni umturnun. Síðasta hátíð hafi verið ákveðin U-beygja enda var þá ráðist í ýmsar stórar aðgerðir; eins og að fækka tónleikastöðum, hætta með Airwaves-dagskrá á sunnudegi og á Akureyri. Hann áætlar því að boðaðar aðgerðir „muni frekar snúast um að fínpússa það sem við gripum til fyrir síðustu hátíð, sem við teljum að hafi verið jákvætt.“Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓREin þessara ákvarðana, sem aftur verður boðið upp á næsta haust, er að greiða ekki svokölluðu „showcase“ tónlistarfólki. Um er að ræða hljómsveitir og tónlistarfólk sem er að stíga sín fyrstu skref í bransanum, hafa í ýmsum tilfellum ekki gefið út mörg lög eða plötur. Ísleifur segist hafa skilning á því að mörgum þyki ósanngjarnt að listamenn fái ekki greitt fyrir vinnu sína. Hann undirstrikar þó mikilvægi Iceland Airwaves fyrir íslenskt tónlistarlíf, hátíðin sé stökkpallur fyrir íslenska listamenn og mikill kostnaður fylgi því að flytja inn erlenda fjölmiðla og „bransafólk“ til landsins. Sjá einnig: Airwaves snerist gegn stöðum sem borguðu ekki„Það er nógu erfitt að reka þessa hátíð fyrir. Það er hreinlega ekki hægt að borga öllum. Það er bara ekki hægt,“ segir Ísleifur. „Við erum alveg reiðubúin að taka þá umræðu, finnist einhverjum að allir eigi að fá borgað fyrir vinnuna sína. Tökum bara umræðuna, með öllum þeim sem eiga hlut að máli. En málið er það að hátíðin hefur ekki efni á því að borga þeim fyrir að koma fram. Það er gríðarleg fjárfesting að koma erlendu bransafólki og fjölmiðlum til landsins. Það kostar stórfé. Það kostar stórfé að útvega hljómsveit 20 mínútur á sviði til að flytja sín lög. Það kostar ekki aðeins að setja upp sviðið og allan búnað, heldur einnig öll kynningin og það að flytja fólk til landsins,“ segir Ísleifur. Hann segir að þrátt fyrir að ákveðið hafi verið í fyrra að greiða ekki umræddum hljómsveitum hafi engu að síður verið mikil eftirspurn eftir að spila á hátíðinni. „Við erum að gefa þessum hljómsveitum stökkpall til að koma sér á framfæri. Það er gríðarlegur fjöldi sem sækir um það að koma fram og er til í það að fá ekki greitt. Það voru 300 bönd í fyrra sem sóttu um, þar af voru 80 bönd sem voru að stíga sín fyrstu skref. Þeim finnst einfaldlega mjög mikils virði að fá þetta tækifæri.“Tónlistardagskráin á Iceland Airwaves er alla jafna fjölbreytt. Til að mynda lék Bjartmar Guðlaugsson fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra á síðustu hátíð.Vísir/VilhelmLægra verð til skoðunar Ísleifur vonar að fólk sýni því skilning að ekki sé hægt að reka Iceland Airwaves með tugmilljóna tapi á hverju ári. „Hátíðin er svolítið sameign okkar allra – við þurfum á hjálp og skilningi að halda,“ segir Ísleifur. Skilningurinn gæti til að mynda falist í því að sætta sig við breytingar á ýmsu sem tíðkast hafi á fyrri hátíðum. „Það eru allir vanir því að fá boðsmiða á Airwaves, allir vanir því að fá alls konar fríðindi á hátíðinni. Við þurfum að vinda ofan af svo mörgu til þess að ná þessu á núllið - til þess að hátíðin lifi.“ Þrátt fyrir að fyrrnefndri greiningarvinnu sé ekki lokið segist Ísleifur geta gefið upp að ýmislegt sé til skoðunar. Til að mynda hafi fjöldi hljómsveita á síðustu hátíð verið helst til mikill. „Það voru 240 tónlistaratriði í fyrra, það var svolítið mikið. Það má í raun segja að fjöldinn hafi farið úr böndunum.“ Þá sé einnig verið að kanna hvort hægt verði að bjóða upp á dagspassa á næstu hátíð, sem Ísleifur segir að margir Íslendingar hafi kallað eftir. „Þá gæti vel verið að við lækkum verðið, þó svo að það hafi verið tap á síðustu hátíð, til að selja fleiri miða,“ segir Ísleifur en ítrekar að greiningarvinnan standi enn yfir og að afrakstur hennar verði kynntur fljótlega. „Í grunninn verður hátíðin þó svipuð og í fyrra. Hún heppnaðist mjög vel og þetta er allt í rétta átt - þó svo að það hafi verið tap.“ Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Miðbærinn að verða einn stór partístaður Flokkur fólksins sagði á borgarráðsfundi í gær að miðbær Reykjavíkur væri einn stór partístaður og bað um hávaðamælingu í kringum Airwaves. 9. nóvember 2018 08:00 Miðasala á Iceland Airwaves 2019 hafin Iceland Airwaves fór fram í tuttugasta skiptið í ár og ekki það síðasta. 15. nóvember 2018 13:00 Airwaves snerist gegn stöðum sem borguðu ekki Útséð að hátíðin verði rekin með tapi í ár en sala á armböndum hefur verið undir væntingum. 7. nóvember 2018 15:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Áætlað er að Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hafi verið rekin með 30 milljóna króna tapi í fyrra. Þrátt fyrir hallann má segja að niðurstaðan hafi verið skref í rétta átt, sé rekstrarniðurstaða síðustu hátíðar borin saman við hátíðir áranna 2016 og 2017, sem hvor um sig voru reknar með 60 milljóna tapi. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live sem heldur utan um Iceland Airwaves, segir aðstandendur hátíðarinnar því bjartsýna á að það takist að reka hátíðina á sléttu – sem reynt verður að gera strax á næstu hátíð. Þrátt fyrir að rekstrarniðurstaða síðustu hátíðar gefi góð fyrirheit, enda helmingi minni taprekstur milli ára, segir Ísleifur að nú sé komið að ögurstund fyrir Iceland Airwaves. Næsta hátíð sé „do or die,“ eins og hann orðar það. Duga eða drepast.Við þurfum að sýna og sanna að það sé hægt að ná Airwaves á núllið. Að það sé hægt að reka hana. Við höfðum aldrei neinar vonir til þess að hægt væri að reka þetta með hagnaði - en við virkilega verðum að sýna fram á það að hægt sé að halda hátíðina án þess að tapa stórfé segir Ísleifur. Til að ná því markmiði hafi aðstandendur hátíðarinnar ráðist í greiningarvinnu. Ætlunin sé að teikna upp aðgerðir og útfærslu næstu hátíðar, sem kynnt verður „innan skamms,“ að sögn Ísleifs. Hann segir þó að ekki ætti að búast við neinni umturnun. Síðasta hátíð hafi verið ákveðin U-beygja enda var þá ráðist í ýmsar stórar aðgerðir; eins og að fækka tónleikastöðum, hætta með Airwaves-dagskrá á sunnudegi og á Akureyri. Hann áætlar því að boðaðar aðgerðir „muni frekar snúast um að fínpússa það sem við gripum til fyrir síðustu hátíð, sem við teljum að hafi verið jákvætt.“Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓREin þessara ákvarðana, sem aftur verður boðið upp á næsta haust, er að greiða ekki svokölluðu „showcase“ tónlistarfólki. Um er að ræða hljómsveitir og tónlistarfólk sem er að stíga sín fyrstu skref í bransanum, hafa í ýmsum tilfellum ekki gefið út mörg lög eða plötur. Ísleifur segist hafa skilning á því að mörgum þyki ósanngjarnt að listamenn fái ekki greitt fyrir vinnu sína. Hann undirstrikar þó mikilvægi Iceland Airwaves fyrir íslenskt tónlistarlíf, hátíðin sé stökkpallur fyrir íslenska listamenn og mikill kostnaður fylgi því að flytja inn erlenda fjölmiðla og „bransafólk“ til landsins. Sjá einnig: Airwaves snerist gegn stöðum sem borguðu ekki„Það er nógu erfitt að reka þessa hátíð fyrir. Það er hreinlega ekki hægt að borga öllum. Það er bara ekki hægt,“ segir Ísleifur. „Við erum alveg reiðubúin að taka þá umræðu, finnist einhverjum að allir eigi að fá borgað fyrir vinnuna sína. Tökum bara umræðuna, með öllum þeim sem eiga hlut að máli. En málið er það að hátíðin hefur ekki efni á því að borga þeim fyrir að koma fram. Það er gríðarleg fjárfesting að koma erlendu bransafólki og fjölmiðlum til landsins. Það kostar stórfé. Það kostar stórfé að útvega hljómsveit 20 mínútur á sviði til að flytja sín lög. Það kostar ekki aðeins að setja upp sviðið og allan búnað, heldur einnig öll kynningin og það að flytja fólk til landsins,“ segir Ísleifur. Hann segir að þrátt fyrir að ákveðið hafi verið í fyrra að greiða ekki umræddum hljómsveitum hafi engu að síður verið mikil eftirspurn eftir að spila á hátíðinni. „Við erum að gefa þessum hljómsveitum stökkpall til að koma sér á framfæri. Það er gríðarlegur fjöldi sem sækir um það að koma fram og er til í það að fá ekki greitt. Það voru 300 bönd í fyrra sem sóttu um, þar af voru 80 bönd sem voru að stíga sín fyrstu skref. Þeim finnst einfaldlega mjög mikils virði að fá þetta tækifæri.“Tónlistardagskráin á Iceland Airwaves er alla jafna fjölbreytt. Til að mynda lék Bjartmar Guðlaugsson fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra á síðustu hátíð.Vísir/VilhelmLægra verð til skoðunar Ísleifur vonar að fólk sýni því skilning að ekki sé hægt að reka Iceland Airwaves með tugmilljóna tapi á hverju ári. „Hátíðin er svolítið sameign okkar allra – við þurfum á hjálp og skilningi að halda,“ segir Ísleifur. Skilningurinn gæti til að mynda falist í því að sætta sig við breytingar á ýmsu sem tíðkast hafi á fyrri hátíðum. „Það eru allir vanir því að fá boðsmiða á Airwaves, allir vanir því að fá alls konar fríðindi á hátíðinni. Við þurfum að vinda ofan af svo mörgu til þess að ná þessu á núllið - til þess að hátíðin lifi.“ Þrátt fyrir að fyrrnefndri greiningarvinnu sé ekki lokið segist Ísleifur geta gefið upp að ýmislegt sé til skoðunar. Til að mynda hafi fjöldi hljómsveita á síðustu hátíð verið helst til mikill. „Það voru 240 tónlistaratriði í fyrra, það var svolítið mikið. Það má í raun segja að fjöldinn hafi farið úr böndunum.“ Þá sé einnig verið að kanna hvort hægt verði að bjóða upp á dagspassa á næstu hátíð, sem Ísleifur segir að margir Íslendingar hafi kallað eftir. „Þá gæti vel verið að við lækkum verðið, þó svo að það hafi verið tap á síðustu hátíð, til að selja fleiri miða,“ segir Ísleifur en ítrekar að greiningarvinnan standi enn yfir og að afrakstur hennar verði kynntur fljótlega. „Í grunninn verður hátíðin þó svipuð og í fyrra. Hún heppnaðist mjög vel og þetta er allt í rétta átt - þó svo að það hafi verið tap.“
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Miðbærinn að verða einn stór partístaður Flokkur fólksins sagði á borgarráðsfundi í gær að miðbær Reykjavíkur væri einn stór partístaður og bað um hávaðamælingu í kringum Airwaves. 9. nóvember 2018 08:00 Miðasala á Iceland Airwaves 2019 hafin Iceland Airwaves fór fram í tuttugasta skiptið í ár og ekki það síðasta. 15. nóvember 2018 13:00 Airwaves snerist gegn stöðum sem borguðu ekki Útséð að hátíðin verði rekin með tapi í ár en sala á armböndum hefur verið undir væntingum. 7. nóvember 2018 15:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Miðbærinn að verða einn stór partístaður Flokkur fólksins sagði á borgarráðsfundi í gær að miðbær Reykjavíkur væri einn stór partístaður og bað um hávaðamælingu í kringum Airwaves. 9. nóvember 2018 08:00
Miðasala á Iceland Airwaves 2019 hafin Iceland Airwaves fór fram í tuttugasta skiptið í ár og ekki það síðasta. 15. nóvember 2018 13:00
Airwaves snerist gegn stöðum sem borguðu ekki Útséð að hátíðin verði rekin með tapi í ár en sala á armböndum hefur verið undir væntingum. 7. nóvember 2018 15:15