Í takt við tímann Lára G. Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2019 07:00 Það er sumarið sem við æskuvinkonurnar skutumst heim í hádeginu til að baða okkur í sólargeislum á meðan við snérum hamborgurum á grillinu. Markmiðið var að verða svolítið brúnar á hörund. Okkur fannst það ganga heldur hægt þetta sumarið því sólin var gjarnan að setjast þegar vinnudegi okkar lauk. Mér fannst þetta ómögulegt og var harðákveðin að skrifa bréf til þingmanna um að flýta klukkunni svo við hefðum meiri sól seinnipartinn. Þarna vorum við sautján ára. Síðan liðu mörg ár og ég nam læknisfræði og varði doktorsritgerð um röskun á lífklukku. Lífklukkan stjórnar margs konar starfsemi í líkamanum t.d. blóðþrýstingi, líkamshita og losun hormóna. Þar sem hún gengur á um 25-tímum hjá flestum þá þarf hún að endurstilla sig á hverjum degi og er morgunbirta besta tólið til þess. Bjart ljós að morgni er einnig öflugt tól til sama verks. Birta seint að kvöldi raskar hins vegar lífklukkunni og því betra að fá birtu fyrripart dags, á kostnað seinniparts. Út frá þeirri vísindaþekkingu sem við höfum í dag sé ég einn stóran ókost við núverandi stöðu – lífklukkan okkar slær ekki í takt við staðarklukkuna. Með því að seinka staðarklukkunni mun lífklukkan okkar vera nær takti staðarklukkunnar, að jafnaði yfir árið. Með þessa vitneskju er ég fegin að hafa ekki sent bréfið forðum. Svörin við spurningunni hvort við eigum að seinka klukkunni á Íslandi standa ekki á sér – 650 hafa gefið álit sitt á Samráðsgátt á aðeins tveimur dögum. Meirihlutinn vill seinka klukkunni. Nú vona ég að leiðtogar okkar vilji líka komast í takt við tímann og seinka klukkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Það er sumarið sem við æskuvinkonurnar skutumst heim í hádeginu til að baða okkur í sólargeislum á meðan við snérum hamborgurum á grillinu. Markmiðið var að verða svolítið brúnar á hörund. Okkur fannst það ganga heldur hægt þetta sumarið því sólin var gjarnan að setjast þegar vinnudegi okkar lauk. Mér fannst þetta ómögulegt og var harðákveðin að skrifa bréf til þingmanna um að flýta klukkunni svo við hefðum meiri sól seinnipartinn. Þarna vorum við sautján ára. Síðan liðu mörg ár og ég nam læknisfræði og varði doktorsritgerð um röskun á lífklukku. Lífklukkan stjórnar margs konar starfsemi í líkamanum t.d. blóðþrýstingi, líkamshita og losun hormóna. Þar sem hún gengur á um 25-tímum hjá flestum þá þarf hún að endurstilla sig á hverjum degi og er morgunbirta besta tólið til þess. Bjart ljós að morgni er einnig öflugt tól til sama verks. Birta seint að kvöldi raskar hins vegar lífklukkunni og því betra að fá birtu fyrripart dags, á kostnað seinniparts. Út frá þeirri vísindaþekkingu sem við höfum í dag sé ég einn stóran ókost við núverandi stöðu – lífklukkan okkar slær ekki í takt við staðarklukkuna. Með því að seinka staðarklukkunni mun lífklukkan okkar vera nær takti staðarklukkunnar, að jafnaði yfir árið. Með þessa vitneskju er ég fegin að hafa ekki sent bréfið forðum. Svörin við spurningunni hvort við eigum að seinka klukkunni á Íslandi standa ekki á sér – 650 hafa gefið álit sitt á Samráðsgátt á aðeins tveimur dögum. Meirihlutinn vill seinka klukkunni. Nú vona ég að leiðtogar okkar vilji líka komast í takt við tímann og seinka klukkunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun