Byltingarleiðtogi sagður verða að einræðisherranum sem hann steypti Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 11:45 Ortega-hjónin halda um alla valdaþræði í Níkaragva. Rosario Murillo forsetafrú hefur margvísleg völd þrátt fyrir að hafa aldrei verið kjörin til opinbers embættis sjálf. Vísir/EPA Vinstrisinnaðir skæruliðar sandínista steyptu spilltum einræðisherra Níkaragva af stóli við lok 8. áratugsins. Helsti leiðtogi þeirra og núverandi forseti landsins er nú sagður feta í fótspor einræðisherrans sem hann steypti á ýmsan hátt með kúgun á andstæðingum og blóðugri baráttu gegn mótmælum. Íslenskur prófessor segir að þrátt fyrir það sé stuðningur við forsetann enn umtalsverður. Hundruð manna eru taldir hafa fallið í aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum í Níkaragva sem hafa andæft ríkisstjórn Daniels Ortega forseta undanfarna mánuði. Ortega var leiðtogi sandínistahreyfingarinnar á sínum tíma og gegndi embætti forseta frá 1979 til 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Mótmælin gegn ríkisstjórn Ortega hófust skyndilega í apríl og beindust að breytingum á almannatryggingakerfi landsins. Til stóð að skerða bætur og auka byrðar skattgreiðenda. Eldra fólk sem sá fram á lægri lífeyri og námsmenn voru fyrstir til að mótmæla en sættu árásum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar og síðan lögreglu. Ortega hefur fært eigin fjölskyldu og vildarvinum völd og auðæfi. Þannig er eiginkona hans, Rosario Murillo, varaforseti. Hún hefur aldrei verið kjörin sjálf til opinbers embættis í kosningum. Hjónin eru sögð hafa tangarhald á opinberum stofnunum, þar á meðal þinginu, hæstarétti, hernum, lögreglu og saksóknurum. Börn þeirra og makar fengu í hendurnar sjónvarpsstöðvar sem ríkisstjórnin keypti. Fréttir fjölmiðla um vellystingar og glæsibifreiðar forsvarsmanna sandínista hafa og vakið reiði almennings.Lögreglumenn handtaka mótmælanda í Managva í október. Mótmæli hafa staðið yfir í rúma níu mánuði.Vísir/EPAFjölmiðlum lokað og félagasamtök afskráð Góðæri ríkti til að byrja með eftir endurkomu Ortega árið 2006. Það var að miklu leyti fjármagnað með aðstoð olíuríkisins Venesúela þar sem vinstristjórn Hugo Chávez og síðar Nicolásar Maduro hefur verið við völd. Fjármunirnir frá Venesúela eru sagðir hafa að miklu leyti farið í fyrirtæki á vegum Ortega-fjölskyldunnar og bandamanna hennar. Á sama tíma hefur Ortega fest völd sín í sessi. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils árið 2016 og náði endurkjöri. Undanfarið hafa borist fréttir af því að stjórnvöld láti loka frjálsum fjölmiðlum og leysi upp félagasamtök sem hafa verið gagnrýnin á þau. Auk þeirra sem hafa fallið í mótmælunum hafa hundruðir manna verið ákærðir fyrir hryðjuverk. Ortega hefur hafnað viðræðum við leiðtoga mótmælenda og telur þau anga skipulagðrar glæpastarfsemi sem hefur plagað nágrannaríki eins og Hondúras, El Salvador og Gvatemala. Rafael Solis, hæstaréttardómari og nánasti lögfræðilegi ráðgjafi Ortega til áratuga, sagði af sér fyrr í þessum mánuði og sakaði Ortega-hjónin um að standa að harðstjórn sem traðki á borgaralegum réttindum fólks og hafi komið þjóðinni á barm borgarastríðs. „Aðgreining ríkisvalds er ekki lengur til staðar í Níkaragva. Völdin hafa verið þjöppuð saman í þeim, þessum tveimur manneskjum,“ sagði Solis við New York Times. Það var ákvörðun Solis sem hæstaréttardómara árið 2009 sem afnam tveggja kjörtímabila takmörk á embættissetu forseta og gerði Ortega kleift að bjóða sig aftur fram. Solis , sem var hæstaréttardómari í 19 ár, heldur því nú fram að dómstólar hafi orðið lítið hlutverk í landinu.Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor, tók meðal annars þátt í hátíðarhöldum sandínista á þriggja ára byltingarafmæli þeirra árið 1982.Trúir að engum öðrum sé treystandi til forystu Allt þetta þykir minni óþyrmilega á Anastasio Somoza Debayle, einræðisherrann, sem sandínistar steyptu af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Somoza-ættin hafði þá verið við völd í landinu með stuðningi Bandaríkjastjórnar frá árinu 1936. Hún nýtti sér aðstöðuna til að sanka að sér auði og völdum. Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, tók þátt í hátíðarhöldum og gekk frá höfuðborginni Managva til borgarinnar Granada þegar sandínistar fögnuðu þriggja ára byltingarafmæli 19. júlí árið 1982. Hún vill ekki taka svo djúpt í árina að Ortega líkist Somoza í stjórnarháttum sínum. „Hann virðist hafa lokast inni í þeirri trú að engum öðrum sé treystandi til forystu og það er vissulega þörf á skoðun á efnahagslegum aðstæðum hans og fjölskyldu hans,“ segir hún. Þá bendir hún á að átakalínur á milli hægri og vinstri hafi skerpst í Rómönsku Ameríku undanfarin tvö ár og einstrengingslegri stjórnmál hlotið framgang. „Í Níkaragva hefur stjórnarandstaðan þannig öðlast meiri slagkraft og mótmælin gegn sandínistum – en þó aðallega hjónakornum við völd – hefur magnast. Ungt fólk fer fyrir mótmælunum og ásakanarnir snúa að spillingu, frændhygli og skorti á tækifærum fyrir nýjar kynslóðir,“ segir Hólmfríður við Vísi. Engu að síður segir hún að Ortega eigi sér enn marga stuðningsmenn í dreifðari byggðum landsins, ekki síst á meðal bænda sem hafa notið góðs af uppskiptingu jarðnæðis sem sandínistar stóðu fyrir á sínum tíma. Olíuauðurinn frá Venesúela rann enda ekki aðeins í vasa Ortega og félaga. Stór hluti hans hefur farið í að fjármagna félagsleg verkefni og stuðning við snauða landsmenn, þar á meðal húsnæði til fátækra. Verulega hefur þó fjarað undan stuðningi við forsetann. Eftir að mótmælin hófust sýndu skoðanakannanir að rúmur meirihluti landsmanna vildi forsetann frá. „Ortega-hjónin eiga sér marga fylgjendur og á meðan þau ráða her og lögreglu halda þau völdum. En það fjarar undan og spurningin snýst mjög um skipulag stjórnarandstöðunnar og þátttöku vel þekktra menningarvita í málflutningi þeirra,“ segir Hólmfríður.Frá mótmælum Níkaragvabúa í San José, höfuðborg Kosta Ríka. Fjöldi þeirra hefur flúið ofríki Ortega-stjórnarinnar þangað.Vísir/EPAFjöldi fólks hefur flúið land Samfara ringulreiðinni og kreppunni sem hefur ríkt í Venesúela undanfarna mánuði og ár hefur efnahagsástandinu í Níkaragva farið hnignandi. Verð á eldsneyti hefur hækkað hratt. Hólmfríður segir að borgir eins og León og Granada þar sem miðstéttarfólk hefur byggt um smáiðnað hafi sérstaklega fundið fyrir sultarólinni undanfarið og því hafa mótmælin verði sérstaklega áberandi þar. Ástandið hefur valdið fólksflótta frá Níkaragva. Þannig segir Hólmfríður að ein og hálf milljón Níkaragvabúa sé nú í nágrannaríkinu Kosta Ríka þar sem hún var nýlega. „Ég bjó við hliðina á sendiráði Níkaragva í San José og þar voru dagleg mótmæli allan októbernámuð og langar raðir fólks alla daga að ganga frá pappírsmálum,“ segir hún. Einn þeirra sem flúði til Kosta Ríka er Roberto Carlos Membreño Briceño, 31 árs gamall starfsmaður á skrifstofu Hæstaréttar Níkaragva. Í viðtali við New York Times segist hann hafa gefið lögmannsréttindi sín upp á bátinn og flúið eftir að yfirmenn hans sáu mynd af honum í mótmælum í fyrra. „Þeir elta okkur eins og dádýr,“ segir Membreño sem hefst nú við á búgarði í Kosta Ríka með fimmtíu öðrum. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti íslensk stjórnvöld til þess að taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar sandínista og Ortega forseta í grein sem birtist á Vísi fyrr í þessum mánuði. Benti hann á að í þessu landi þar sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafi aðstoðað séu mannréttindabrot framin á hverjum degi. Viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við friðsömum mótmælum almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda sem hófust í apríl í fyrra hafi verið harkalega og þau stigmagnist. „Hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land,“ skrifaði Ari Trausti. Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Ríkisstjórn Níkaragva er sögð reyna að koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist gegn andstæðingum hennar. 3. janúar 2019 12:32 Mannréttindi Kúrda og íbúa Níkaragva Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. 10. janúar 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Vinstrisinnaðir skæruliðar sandínista steyptu spilltum einræðisherra Níkaragva af stóli við lok 8. áratugsins. Helsti leiðtogi þeirra og núverandi forseti landsins er nú sagður feta í fótspor einræðisherrans sem hann steypti á ýmsan hátt með kúgun á andstæðingum og blóðugri baráttu gegn mótmælum. Íslenskur prófessor segir að þrátt fyrir það sé stuðningur við forsetann enn umtalsverður. Hundruð manna eru taldir hafa fallið í aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum í Níkaragva sem hafa andæft ríkisstjórn Daniels Ortega forseta undanfarna mánuði. Ortega var leiðtogi sandínistahreyfingarinnar á sínum tíma og gegndi embætti forseta frá 1979 til 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Mótmælin gegn ríkisstjórn Ortega hófust skyndilega í apríl og beindust að breytingum á almannatryggingakerfi landsins. Til stóð að skerða bætur og auka byrðar skattgreiðenda. Eldra fólk sem sá fram á lægri lífeyri og námsmenn voru fyrstir til að mótmæla en sættu árásum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar og síðan lögreglu. Ortega hefur fært eigin fjölskyldu og vildarvinum völd og auðæfi. Þannig er eiginkona hans, Rosario Murillo, varaforseti. Hún hefur aldrei verið kjörin sjálf til opinbers embættis í kosningum. Hjónin eru sögð hafa tangarhald á opinberum stofnunum, þar á meðal þinginu, hæstarétti, hernum, lögreglu og saksóknurum. Börn þeirra og makar fengu í hendurnar sjónvarpsstöðvar sem ríkisstjórnin keypti. Fréttir fjölmiðla um vellystingar og glæsibifreiðar forsvarsmanna sandínista hafa og vakið reiði almennings.Lögreglumenn handtaka mótmælanda í Managva í október. Mótmæli hafa staðið yfir í rúma níu mánuði.Vísir/EPAFjölmiðlum lokað og félagasamtök afskráð Góðæri ríkti til að byrja með eftir endurkomu Ortega árið 2006. Það var að miklu leyti fjármagnað með aðstoð olíuríkisins Venesúela þar sem vinstristjórn Hugo Chávez og síðar Nicolásar Maduro hefur verið við völd. Fjármunirnir frá Venesúela eru sagðir hafa að miklu leyti farið í fyrirtæki á vegum Ortega-fjölskyldunnar og bandamanna hennar. Á sama tíma hefur Ortega fest völd sín í sessi. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram til þriðja kjörtímabils árið 2016 og náði endurkjöri. Undanfarið hafa borist fréttir af því að stjórnvöld láti loka frjálsum fjölmiðlum og leysi upp félagasamtök sem hafa verið gagnrýnin á þau. Auk þeirra sem hafa fallið í mótmælunum hafa hundruðir manna verið ákærðir fyrir hryðjuverk. Ortega hefur hafnað viðræðum við leiðtoga mótmælenda og telur þau anga skipulagðrar glæpastarfsemi sem hefur plagað nágrannaríki eins og Hondúras, El Salvador og Gvatemala. Rafael Solis, hæstaréttardómari og nánasti lögfræðilegi ráðgjafi Ortega til áratuga, sagði af sér fyrr í þessum mánuði og sakaði Ortega-hjónin um að standa að harðstjórn sem traðki á borgaralegum réttindum fólks og hafi komið þjóðinni á barm borgarastríðs. „Aðgreining ríkisvalds er ekki lengur til staðar í Níkaragva. Völdin hafa verið þjöppuð saman í þeim, þessum tveimur manneskjum,“ sagði Solis við New York Times. Það var ákvörðun Solis sem hæstaréttardómara árið 2009 sem afnam tveggja kjörtímabila takmörk á embættissetu forseta og gerði Ortega kleift að bjóða sig aftur fram. Solis , sem var hæstaréttardómari í 19 ár, heldur því nú fram að dómstólar hafi orðið lítið hlutverk í landinu.Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor, tók meðal annars þátt í hátíðarhöldum sandínista á þriggja ára byltingarafmæli þeirra árið 1982.Trúir að engum öðrum sé treystandi til forystu Allt þetta þykir minni óþyrmilega á Anastasio Somoza Debayle, einræðisherrann, sem sandínistar steyptu af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Somoza-ættin hafði þá verið við völd í landinu með stuðningi Bandaríkjastjórnar frá árinu 1936. Hún nýtti sér aðstöðuna til að sanka að sér auði og völdum. Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, tók þátt í hátíðarhöldum og gekk frá höfuðborginni Managva til borgarinnar Granada þegar sandínistar fögnuðu þriggja ára byltingarafmæli 19. júlí árið 1982. Hún vill ekki taka svo djúpt í árina að Ortega líkist Somoza í stjórnarháttum sínum. „Hann virðist hafa lokast inni í þeirri trú að engum öðrum sé treystandi til forystu og það er vissulega þörf á skoðun á efnahagslegum aðstæðum hans og fjölskyldu hans,“ segir hún. Þá bendir hún á að átakalínur á milli hægri og vinstri hafi skerpst í Rómönsku Ameríku undanfarin tvö ár og einstrengingslegri stjórnmál hlotið framgang. „Í Níkaragva hefur stjórnarandstaðan þannig öðlast meiri slagkraft og mótmælin gegn sandínistum – en þó aðallega hjónakornum við völd – hefur magnast. Ungt fólk fer fyrir mótmælunum og ásakanarnir snúa að spillingu, frændhygli og skorti á tækifærum fyrir nýjar kynslóðir,“ segir Hólmfríður við Vísi. Engu að síður segir hún að Ortega eigi sér enn marga stuðningsmenn í dreifðari byggðum landsins, ekki síst á meðal bænda sem hafa notið góðs af uppskiptingu jarðnæðis sem sandínistar stóðu fyrir á sínum tíma. Olíuauðurinn frá Venesúela rann enda ekki aðeins í vasa Ortega og félaga. Stór hluti hans hefur farið í að fjármagna félagsleg verkefni og stuðning við snauða landsmenn, þar á meðal húsnæði til fátækra. Verulega hefur þó fjarað undan stuðningi við forsetann. Eftir að mótmælin hófust sýndu skoðanakannanir að rúmur meirihluti landsmanna vildi forsetann frá. „Ortega-hjónin eiga sér marga fylgjendur og á meðan þau ráða her og lögreglu halda þau völdum. En það fjarar undan og spurningin snýst mjög um skipulag stjórnarandstöðunnar og þátttöku vel þekktra menningarvita í málflutningi þeirra,“ segir Hólmfríður.Frá mótmælum Níkaragvabúa í San José, höfuðborg Kosta Ríka. Fjöldi þeirra hefur flúið ofríki Ortega-stjórnarinnar þangað.Vísir/EPAFjöldi fólks hefur flúið land Samfara ringulreiðinni og kreppunni sem hefur ríkt í Venesúela undanfarna mánuði og ár hefur efnahagsástandinu í Níkaragva farið hnignandi. Verð á eldsneyti hefur hækkað hratt. Hólmfríður segir að borgir eins og León og Granada þar sem miðstéttarfólk hefur byggt um smáiðnað hafi sérstaklega fundið fyrir sultarólinni undanfarið og því hafa mótmælin verði sérstaklega áberandi þar. Ástandið hefur valdið fólksflótta frá Níkaragva. Þannig segir Hólmfríður að ein og hálf milljón Níkaragvabúa sé nú í nágrannaríkinu Kosta Ríka þar sem hún var nýlega. „Ég bjó við hliðina á sendiráði Níkaragva í San José og þar voru dagleg mótmæli allan októbernámuð og langar raðir fólks alla daga að ganga frá pappírsmálum,“ segir hún. Einn þeirra sem flúði til Kosta Ríka er Roberto Carlos Membreño Briceño, 31 árs gamall starfsmaður á skrifstofu Hæstaréttar Níkaragva. Í viðtali við New York Times segist hann hafa gefið lögmannsréttindi sín upp á bátinn og flúið eftir að yfirmenn hans sáu mynd af honum í mótmælum í fyrra. „Þeir elta okkur eins og dádýr,“ segir Membreño sem hefst nú við á búgarði í Kosta Ríka með fimmtíu öðrum. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti íslensk stjórnvöld til þess að taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar sandínista og Ortega forseta í grein sem birtist á Vísi fyrr í þessum mánuði. Benti hann á að í þessu landi þar sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafi aðstoðað séu mannréttindabrot framin á hverjum degi. Viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við friðsömum mótmælum almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda sem hófust í apríl í fyrra hafi verið harkalega og þau stigmagnist. „Hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land,“ skrifaði Ari Trausti.
Níkaragva Tengdar fréttir Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Ríkisstjórn Níkaragva er sögð reyna að koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist gegn andstæðingum hennar. 3. janúar 2019 12:32 Mannréttindi Kúrda og íbúa Níkaragva Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. 10. janúar 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Ríkisstjórn Níkaragva er sögð reyna að koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist gegn andstæðingum hennar. 3. janúar 2019 12:32
Mannréttindi Kúrda og íbúa Níkaragva Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. 10. janúar 2019 08:00