Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2019 12:00 Guaidó hélt á mynd af Simon Bolivar á mótmælunum í gær. AP/Fernando Llano Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og forseti annars þings landsins, hefur lýst yfir að hann sé réttmætur forseti landsins og segir forsetakosningarnar sem fram fóru í fyrra ólögmætar. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Á mótmælum í Caracas í gær sagði Guaidó að hann væri réttmætur forseti og valdtaka hans væri eina leiðin til að binda endi á einræði Maduro. Stjórnarskrá Venesúela veitti honum heimild til að mynda bráðabirgða ríkisstjórn og boða til nýrra kosninga. Hann sagðist vita að yfirlýsing sín myndi hafa afleiðingar og er nú kominn í felur en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að til standi að handtaka hann.Í kjölfarið lýsti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfir stuðningi við Guaidó.Ekkert útlit er fyrir að her landsins verði við ákalli Trump og Guaidó og hjálpi stjórnarandstöðunni að velta Maduro úr sessi, enn sem komið er. Fáir búast við því að hershöfðingjar landsins muni snúast gegn Maduro en hið sama gæti ekki átt við óbreytta hermenn Venesúela. Eftir mótmælin í gær segir Reuters að Guaidó og stjórnarandstæðan ætli að reyna að viðhalda þrýstingi á Maduro og ríkisstjórn hans.Á undanförnum árum hefur verðbólga og önnur efnahagsvandræði leikið íbúa Venesúela grátt og hafa milljónir flúið til nærliggjandi landa. Í nóvember í fyrra fór eins árs verðbólga yfir 1,3 milljónir prósenta. Það er 1,300.000 prósent. Bandaríkin, Kanada, nokkur Suður-Ameríkuríki og nokkur ríki Evrópu hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands og Tyrklands, svo einhverjar séu nefndar, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við Maduro og ríkisstjórn hans. Rússar hafa selt Venesúela vopn og veitt ríkisstjórn Maduro lán á undanförnum árum. Þá hafa Kínverjar einnig lánað Venesúela umtalsverðar upphæðir og fjárfest í landinu. Trump sagði í gær að Bandaríkin myndu beita öllum þeim efnahagslega og pólitíska þrýstingi sem þeir gætu til að styðja við bakið á Guaidó. Hann sagðist ekki vera að íhuga hernaðaríhlutun en sagði alla möguleika á borðinu. Í kjölfarið lýsti Maduro því yfir að Venesúela ætlaði að slíta stjórnmálasambandi við Bandaríkin og gaf hann erindrekum Bandaríkjanna þrjá sólarhringa til að yfirgefa landið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að Bandaríkin myndu ekki verða við því. Stjórnmálasamband ríkjanna yrði áfram virkt í gegnum ríkisstjórn Guaidó. Pompeo sagði Bandaríkin ekki viðurkenna Maduro sem forseta Venesúela og því gæti hann ekki slitið samskiptum ríkjanna.U.S. will conduct diplomatic relations with #Venezuela through the government of interim President Guaido. U.S. does not recognize the #Maduro regime. U.S. does not consider former president Maduro to have the legal authority to break diplomatic relations. https://t.co/DBS4GiGEWIpic.twitter.com/gQZJuS1xfn — Secretary Pompeo (@SecPompeo) January 24, 2019 Venesúela Tengdar fréttir Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og forseti annars þings landsins, hefur lýst yfir að hann sé réttmætur forseti landsins og segir forsetakosningarnar sem fram fóru í fyrra ólögmætar. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2017, skipaði Maduro nýtt þing, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Á mótmælum í Caracas í gær sagði Guaidó að hann væri réttmætur forseti og valdtaka hans væri eina leiðin til að binda endi á einræði Maduro. Stjórnarskrá Venesúela veitti honum heimild til að mynda bráðabirgða ríkisstjórn og boða til nýrra kosninga. Hann sagðist vita að yfirlýsing sín myndi hafa afleiðingar og er nú kominn í felur en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að til standi að handtaka hann.Í kjölfarið lýsti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfir stuðningi við Guaidó.Ekkert útlit er fyrir að her landsins verði við ákalli Trump og Guaidó og hjálpi stjórnarandstöðunni að velta Maduro úr sessi, enn sem komið er. Fáir búast við því að hershöfðingjar landsins muni snúast gegn Maduro en hið sama gæti ekki átt við óbreytta hermenn Venesúela. Eftir mótmælin í gær segir Reuters að Guaidó og stjórnarandstæðan ætli að reyna að viðhalda þrýstingi á Maduro og ríkisstjórn hans.Á undanförnum árum hefur verðbólga og önnur efnahagsvandræði leikið íbúa Venesúela grátt og hafa milljónir flúið til nærliggjandi landa. Í nóvember í fyrra fór eins árs verðbólga yfir 1,3 milljónir prósenta. Það er 1,300.000 prósent. Bandaríkin, Kanada, nokkur Suður-Ameríkuríki og nokkur ríki Evrópu hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands og Tyrklands, svo einhverjar séu nefndar, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við Maduro og ríkisstjórn hans. Rússar hafa selt Venesúela vopn og veitt ríkisstjórn Maduro lán á undanförnum árum. Þá hafa Kínverjar einnig lánað Venesúela umtalsverðar upphæðir og fjárfest í landinu. Trump sagði í gær að Bandaríkin myndu beita öllum þeim efnahagslega og pólitíska þrýstingi sem þeir gætu til að styðja við bakið á Guaidó. Hann sagðist ekki vera að íhuga hernaðaríhlutun en sagði alla möguleika á borðinu. Í kjölfarið lýsti Maduro því yfir að Venesúela ætlaði að slíta stjórnmálasambandi við Bandaríkin og gaf hann erindrekum Bandaríkjanna þrjá sólarhringa til að yfirgefa landið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að Bandaríkin myndu ekki verða við því. Stjórnmálasamband ríkjanna yrði áfram virkt í gegnum ríkisstjórn Guaidó. Pompeo sagði Bandaríkin ekki viðurkenna Maduro sem forseta Venesúela og því gæti hann ekki slitið samskiptum ríkjanna.U.S. will conduct diplomatic relations with #Venezuela through the government of interim President Guaido. U.S. does not recognize the #Maduro regime. U.S. does not consider former president Maduro to have the legal authority to break diplomatic relations. https://t.co/DBS4GiGEWIpic.twitter.com/gQZJuS1xfn — Secretary Pompeo (@SecPompeo) January 24, 2019
Venesúela Tengdar fréttir Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18