Mike Ashley vill kaupa plötuverslunarkeðjuna HMV Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:00 Mike Ashley, eigandi íþróttavörukeðjunnar Sports Direct. Nordicphotos/Getty Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breski kaupsýslumaðurinn Mike Ashley, eigandi Sports Direct, hefur gert tilboð í bresku hljómplötuverslunarkeðjuna HMV sem fór í gjaldþrot í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir Financial Times. Ashley, sem hefur látið til sín taka á breskum smásölumarkaði undanfarin misseri, er sagður hafa verið einn „nokkurra“ fjárfesta sem gerðu kauptilboð í HMV. Skiptastjóri á vegum KPMG tók við rekstri keðjunnar, sem rekur um 125 verslanir víða í Bretlandi, í kjölfar þess að hún var tekin til gjaldþrotaskipta í desember. Um tvö þúsund manns starfa hjá HMV. Í frétt Financial Times er bent á að Ashley, sem á jafnframt knattspyrnufélagið Newcastle United, hafi á undanförnum sex mánuðum eignast keðjurnar House of Fraser og Evans Cycles í kjölfar þess að þær fóru í þrot. Jafnframt fer Sports Direct með hlut í tískukeðjunum French Connection og Debenhams. Samkvæmt heimildum Sky News hefur Ashley átt í viðræðum við helstu viðskiptavini og birgja HMV á síðustu tveimur vikum og rætt þar áhuga sinn á því að eignast plötuverslunarkeðjuna. Ekki liggur fyrir hvort eignarhaldið á keðjunni, ef tilboð Ashleys verður samþykkt, verði í gegnum Sports Direct eða annað félag á hans vegum. Keðjan hefur tvisvar sinnum verið tekin til gjaldþrotaskipta á undanförnum sex árum en rekstrarumhverfi hennar hefur versnað hratt á tímabilinu, sér í lagi eftir að streymisveitur hófu að selja aðgang að tónlist á netinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Tónlist Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira