Jafnréttisstefna í reynd Stefán Jóhann Stefánsson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Nokkur umræða hefur spunnist í netmiðlum eftir frétt í Fréttablaðinu nýverið um þá ákvörðun að færa til málverk innan Seðlabanka Íslands. Sumpart virðist þessi umræða á misskilningi byggð. Seðlabankinn er ekki að leggja listrænt mat á verkin og þaðan af síður að fela þau. Ástæðan fyrir flutningnum er einfaldlega sú að bankinn er að framfylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í jafnréttismálum. Seðlabankinn leggur ríka áherslu á að framfylgja markmiðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna og hlaut m.a. nýverið formlega jafnlaunavottun. Unnið hefur verið að því að jafna kjör karla og kvenna og jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum innan bankans. Bankinn hefur sett sér jafnréttisstefnu og fylgir jafnréttisáætlun til að ná settum markmiðum. Í jafnréttisáætlun er meðal annars kveðið á um að ekki skuli vera í starfsumhverfi atriði sem misbjóði starfsmönnum. Svo sem fram hefur komið á Seðlabankinn ýmis málverk, m.a. eftir marga af fremstu listmálurum þjóðarinnar og hafa þau prýtt veggi stofnunarinnar um árabil og verið færð til við breytingar á húsnæði eða við starfsmannaskipti án þess að það hafi þótt tiltökumál. Komið hefur fyrir á undanförnum árum að starfsmenn hafa lýst óánægju sinni með staðsetningu slíkra verka. Um hefur verið að ræða verk af nakinni konu á skrifstofum yfirmanna. Yfirmennirnir hafa verið karlmenn og listaverkið blasað við þeim starfsmönnum, konum og körlum, sem þurft hafa að sækja erindi til þeirra. Síðast þegar óánægju varð vart vegna þessa varð það að ráði, m.a. með vísan til jafnréttisáætlunar, að færa listina til. Markmiðið er að umhverfið sé sem minnst truflandi fyrir starfið. Því hefur verið ákveðið að myndir af umræddum toga verði ekki á skrifstofum yfirmanna eða í vinnurýmum starfsmanna. Þessi ákvörðun hefur ekkert með listrænt mat á verkunum að gera. Þess má svo geta að búið var að ákveða að þessar myndir verða meðal þess sem verður til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum 8. febrúar næstkomandi. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist í netmiðlum eftir frétt í Fréttablaðinu nýverið um þá ákvörðun að færa til málverk innan Seðlabanka Íslands. Sumpart virðist þessi umræða á misskilningi byggð. Seðlabankinn er ekki að leggja listrænt mat á verkin og þaðan af síður að fela þau. Ástæðan fyrir flutningnum er einfaldlega sú að bankinn er að framfylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í jafnréttismálum. Seðlabankinn leggur ríka áherslu á að framfylgja markmiðum laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna og hlaut m.a. nýverið formlega jafnlaunavottun. Unnið hefur verið að því að jafna kjör karla og kvenna og jafna stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum innan bankans. Bankinn hefur sett sér jafnréttisstefnu og fylgir jafnréttisáætlun til að ná settum markmiðum. Í jafnréttisáætlun er meðal annars kveðið á um að ekki skuli vera í starfsumhverfi atriði sem misbjóði starfsmönnum. Svo sem fram hefur komið á Seðlabankinn ýmis málverk, m.a. eftir marga af fremstu listmálurum þjóðarinnar og hafa þau prýtt veggi stofnunarinnar um árabil og verið færð til við breytingar á húsnæði eða við starfsmannaskipti án þess að það hafi þótt tiltökumál. Komið hefur fyrir á undanförnum árum að starfsmenn hafa lýst óánægju sinni með staðsetningu slíkra verka. Um hefur verið að ræða verk af nakinni konu á skrifstofum yfirmanna. Yfirmennirnir hafa verið karlmenn og listaverkið blasað við þeim starfsmönnum, konum og körlum, sem þurft hafa að sækja erindi til þeirra. Síðast þegar óánægju varð vart vegna þessa varð það að ráði, m.a. með vísan til jafnréttisáætlunar, að færa listina til. Markmiðið er að umhverfið sé sem minnst truflandi fyrir starfið. Því hefur verið ákveðið að myndir af umræddum toga verði ekki á skrifstofum yfirmanna eða í vinnurýmum starfsmanna. Þessi ákvörðun hefur ekkert með listrænt mat á verkunum að gera. Þess má svo geta að búið var að ákveða að þessar myndir verða meðal þess sem verður til sýnis á Safnanótt í Seðlabankanum 8. febrúar næstkomandi. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun