Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 09:00 Daníel Tryggvi Daníelsson segir skilið við kaffihúsareksturinn eftir að hafa staðið vaktina á C is for Cookie í rúm 5 ár. Vísir/KTD Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. Eigendur húsnæðisins hafa í hyggju að hækka leigu kaffihússins um rúmlega 106 prósent, sem gjörbreytir forsendunum fyrir rekstri þess að sögn Daníels Tryggva Daníelssonar, eiganda C is for Cookie. Talsmaður eigenda húsnæðisins segir hins vegar að fyrri leiga hafi verið langt undir því sem gengur og gerist í verslunarrekstri í miðborginni. Þeir hafi reynt að koma til móts við eigendur kaffihússins með margvíslegum hætti, t.a.m. boðið þeim að stækka við sig meðfram leiguhækkuninni, en „gott og langt“ samtal hafi ekki skilað lendingu sem allir gátu sætt sig við. C is for Cookie opnaði árið 2010 við Týsgötu 8, andspænis Hóteli Óðinsvéum. Eigandi hótelsins, fasteignafélagið Gamma ehf., hefur á undanförnum árum keypt fasteignir í sama húsnæði og kaffihúsið, þar sem opnaðar hafa varið svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn undir merkjum Óðinsvéa. Í þeirri viðleitni sinni festi Gamma jafnframt kaup á jarðhæð og kjallara Týsgötu 8 síðastliðið sumar, þar með talið húsnæði C is for Cookie. Við það hófust viðræður við eigendur kaffihússins um áframhaldandi leigu á rýminu, sem sigldu þó fljótt í strand að sögn Daníels. Of mikið bar á milli hugmynda kaffihússins og hótelsins um leiguverð. „Það stendur til að hækka leiguna hjá okkur um rúmlega 100 prósent. Það er bara alltof stór biti fyrir okkur að kyngja,“ segir Daníel. Ekki bæti úr skák að hækkunin skuli eiga sér stað á þessum tíma árs, þegar straumur ferðamanna sé minni og teikn á lofti um að hann minnki enn frekar.Úr 315 þúsund í 650 þúsund Leigusamningur kaffihússins og fyrrverandi leigusala hefur verið laus undanfarna mánuði og segist Daníel því hafa vera reiðubúinn að setjast við samningaborðið og ræða framtíðarfyrirkomulag leigugreiðslna. Fyrri samningur hljóðaði upp á 315 þúsund króna leigugreiðslu á mánuði, sem Daníel segist vita að teljist nokkuð lágt verð á þessum slóðum í miðborginni. Því hafi hann verið búinn undir að leigan kynni að hækka. Daníel segir að honum hafi hins vegar brugðið þegar nýju eigendur húsnæðisins kröfðu hann um 650 þúsund krónur í leigu á mánuði. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta.“Kaffihúsið C is for Cookie hefur verið rekið við Týsgötu 8 í um níu ár.Vísir/KTDFastagestir með tárin í augunum Daníel segir að með lokuninni um komandi mánaðamót verði rekstur C is for Cookie endanlega úr sögunni. Ekki stendur til að leita nýs húsnæðis fyrir starfsemina. Kaffihúsið hefði fagnað níu ára afmæli í ár og segir Daníel, sem haldið hefur utan um reksturinn frá 2014, að matseðilinn hafi verið nokkuð óbreyttur frá stofnun. Staðurinn hafi sankað að sér fastagestum í áranna rás, sem margir hverjir eru miður sín vegna lokunarinnar. „Ég hef verið að greina fastakúnnunum frá lokuninni síðustu daga, það liggur við að þeir séu grátandi yfir þessu,“ segir Daníel. Vísir hefur áður fjallað um þann vanda sem verslun í miðborginni virðast glíma við þessi dægrin. Til að mynda hafa fjölmörg verslunarrými á horni Laugavegar og Skólavörðustígs, einum fjölfarnasta stað miðborgarinnar, staðið auð árum saman. Daníel segir það ekki koma sér á óvart. „Þessi bransi er nú ekki upp á marga fiska í augnablikinu og ekkert sem virðist styðja við hann – hvorki borgin né leigusalar,“ segir hann og vandar þeim síðarnefndu ekki kveðjurnar.„Þetta er bara þessi svaðalega græðgi í þeim sem veldur þessu.“ Hann segir að ekki þurfi að leita langt til að finna dæmi þess að há leiga sé að sliga rekstur í miðborginni. Fjöldi fyrirtækja hafa horfið úr næsta nágrenni kaffihússins á þeim árum sem Daníel hefur haldið utan um reksturinn. Eftir standa auð verslunarrými, minjagripabúðir eða keðjur. „Einsleitnin er svo svakaleg. Þetta endar bara í hótelum og túristabúðum.“Eigendur Hótels Óðinsvéa hafa á undanförnum árum keypt húsnæði í næsta nágrenni við hótelið. Til að mynda hafa verið opnaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn á efri hæðum Týsgötu 8 undir merkjum Óðinsvéa.Vísir/KTDÖllum ljóst að leigan þyrfti að hækka Bjarni Hákonarson er hótelstjóri Hótels Óðinsvéa. Þrátt fyrir að hótelið sjálft hafi ekki beina aðkomu að útleigu rýmisins hefur Bjarni séð um samskiptin við kaffihúsið fyrir hönd eigendanna. Hann segir að allt frá því að Gamma ehf. eignaðist húsnæði C is for Cookie í fyrravor hafi hlutaðeigandi átt í góðum samskiptum. Ríkur vilji hafi verið hjá öllum til að halda rekstri kaffihússins áfram í húsnæðinu. „Við höfum ekkert yfir eigendum kaffihússins að klaga. Samtal okkar hefur verið gott síðustu mánuði og því erum við hálf undrandi á því nú sé annað hljóð komið í strokkinn,“ segir Bjarni. Hann útskýrir að þegar Gamma festi kaup á jarðhæð og kjallara Týsgötu 8 hafi legið fyrir að ráðast þyrfti í töluvert viðhald á húsnæðinu, sem byggt var árið 1934. Kostnaðurinn við þær framkvæmdir féll á nýja eigendur. Þar að auki var skipulag fyrstu hæðarinnar talið óhentugt og vannýtt. Í því samhengi nefnir Bjarni að C is for Cookie hafði aðeins aðgang að um fimmtungi kjallarans, sem að öðru leyti var í lítilli notkun. Nýir eigendur hafi því ákveðið að endurskipuleggja rýmin með það fyrir augum að bæta nýtingu húsnæðisins. Bjarni segir að öllum hafi verið ljóst að Gamma hafi með kaupunum erft samningslausan leigutaka sem hafði verið á „mjög lágri leigu,“ eins og ummæli kaffihúsaeigandans Daníels hér framar bera með sér. Því hafi verið gengið til viðræðna þar sem báðir samningsaðilar vissu að leigan þyrfti að hækka - en að meðfram hækkuninni byðist kaffihúsinu að bæta við sig rými í fyrrnefndri endurskipulagningu húsnæðisins.Bjarni segist hafa fulla trú á því að einhverjir snjallir rekstraraðilar geti glætt rými kaffihússins lífi áður en langt um líður.Vísir/ktdSanngirni skilaði ekki svari „Við báðum eigendur kaffihússins að stinga upp á tölu í þessu samhengi. Þeir vildu fá tíma til að hugsa sig um áður en lagt yrði fram tilboð, meðan þeir ákvæðu hvernig hátta skyldi rekstri kaffihússins – sem við veittum,“ segir Bjarni. Sá umhugsunarfrestur hafi varað í nokkra mánuði og segir Bjarni að þann tíma hafi Gamma framlengt fyrri samning og því rukkað kaffihúsið áfram um „hina mjög lágu leigu.“ „Það komu hins vegar aldrei nein svör frá þeim um hvaða leigu þeir vildu. Þeir reyndu ekki einu sinni að semja um hana,“ segir Bjarni.„Mér finnast því þessi viðbrögð kaffihússins dálítill stormur í vatnsglasi enda höfum við reynt að vera eins sanngjarnir og hægt er í öllu þessu ferli.“ Að endingu hafi Gamma og C is for Cookie ekki náð saman, „enda virðist rekstur kaffihússins ekki hafa leyft það að eigendurnir tækju stærra húsnæði á hærra verði,“ segir Bjarni. Því muni það losna um komandi mánaðamót. Bjarni segist þó ekki efast um að eitthvert annað snjallt viðskiptafólk geti hafið blómlegan rekstur í rýminu innan tíðar. Það sé eftir sem áður nýuppgert og á besta stað í borginni.Rétt er að taka fram að Gamma ehf. er í eigu Magnúsar Stephensen og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Það er ótengt Gamma Capital Management, sem t.a.m. á og rekur Almenna leigufélagið. Félögin hafa staðið í nafnadeilu fyrir dómstólum. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. Eigendur húsnæðisins hafa í hyggju að hækka leigu kaffihússins um rúmlega 106 prósent, sem gjörbreytir forsendunum fyrir rekstri þess að sögn Daníels Tryggva Daníelssonar, eiganda C is for Cookie. Talsmaður eigenda húsnæðisins segir hins vegar að fyrri leiga hafi verið langt undir því sem gengur og gerist í verslunarrekstri í miðborginni. Þeir hafi reynt að koma til móts við eigendur kaffihússins með margvíslegum hætti, t.a.m. boðið þeim að stækka við sig meðfram leiguhækkuninni, en „gott og langt“ samtal hafi ekki skilað lendingu sem allir gátu sætt sig við. C is for Cookie opnaði árið 2010 við Týsgötu 8, andspænis Hóteli Óðinsvéum. Eigandi hótelsins, fasteignafélagið Gamma ehf., hefur á undanförnum árum keypt fasteignir í sama húsnæði og kaffihúsið, þar sem opnaðar hafa varið svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn undir merkjum Óðinsvéa. Í þeirri viðleitni sinni festi Gamma jafnframt kaup á jarðhæð og kjallara Týsgötu 8 síðastliðið sumar, þar með talið húsnæði C is for Cookie. Við það hófust viðræður við eigendur kaffihússins um áframhaldandi leigu á rýminu, sem sigldu þó fljótt í strand að sögn Daníels. Of mikið bar á milli hugmynda kaffihússins og hótelsins um leiguverð. „Það stendur til að hækka leiguna hjá okkur um rúmlega 100 prósent. Það er bara alltof stór biti fyrir okkur að kyngja,“ segir Daníel. Ekki bæti úr skák að hækkunin skuli eiga sér stað á þessum tíma árs, þegar straumur ferðamanna sé minni og teikn á lofti um að hann minnki enn frekar.Úr 315 þúsund í 650 þúsund Leigusamningur kaffihússins og fyrrverandi leigusala hefur verið laus undanfarna mánuði og segist Daníel því hafa vera reiðubúinn að setjast við samningaborðið og ræða framtíðarfyrirkomulag leigugreiðslna. Fyrri samningur hljóðaði upp á 315 þúsund króna leigugreiðslu á mánuði, sem Daníel segist vita að teljist nokkuð lágt verð á þessum slóðum í miðborginni. Því hafi hann verið búinn undir að leigan kynni að hækka. Daníel segir að honum hafi hins vegar brugðið þegar nýju eigendur húsnæðisins kröfðu hann um 650 þúsund krónur í leigu á mánuði. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta.“Kaffihúsið C is for Cookie hefur verið rekið við Týsgötu 8 í um níu ár.Vísir/KTDFastagestir með tárin í augunum Daníel segir að með lokuninni um komandi mánaðamót verði rekstur C is for Cookie endanlega úr sögunni. Ekki stendur til að leita nýs húsnæðis fyrir starfsemina. Kaffihúsið hefði fagnað níu ára afmæli í ár og segir Daníel, sem haldið hefur utan um reksturinn frá 2014, að matseðilinn hafi verið nokkuð óbreyttur frá stofnun. Staðurinn hafi sankað að sér fastagestum í áranna rás, sem margir hverjir eru miður sín vegna lokunarinnar. „Ég hef verið að greina fastakúnnunum frá lokuninni síðustu daga, það liggur við að þeir séu grátandi yfir þessu,“ segir Daníel. Vísir hefur áður fjallað um þann vanda sem verslun í miðborginni virðast glíma við þessi dægrin. Til að mynda hafa fjölmörg verslunarrými á horni Laugavegar og Skólavörðustígs, einum fjölfarnasta stað miðborgarinnar, staðið auð árum saman. Daníel segir það ekki koma sér á óvart. „Þessi bransi er nú ekki upp á marga fiska í augnablikinu og ekkert sem virðist styðja við hann – hvorki borgin né leigusalar,“ segir hann og vandar þeim síðarnefndu ekki kveðjurnar.„Þetta er bara þessi svaðalega græðgi í þeim sem veldur þessu.“ Hann segir að ekki þurfi að leita langt til að finna dæmi þess að há leiga sé að sliga rekstur í miðborginni. Fjöldi fyrirtækja hafa horfið úr næsta nágrenni kaffihússins á þeim árum sem Daníel hefur haldið utan um reksturinn. Eftir standa auð verslunarrými, minjagripabúðir eða keðjur. „Einsleitnin er svo svakaleg. Þetta endar bara í hótelum og túristabúðum.“Eigendur Hótels Óðinsvéa hafa á undanförnum árum keypt húsnæði í næsta nágrenni við hótelið. Til að mynda hafa verið opnaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn á efri hæðum Týsgötu 8 undir merkjum Óðinsvéa.Vísir/KTDÖllum ljóst að leigan þyrfti að hækka Bjarni Hákonarson er hótelstjóri Hótels Óðinsvéa. Þrátt fyrir að hótelið sjálft hafi ekki beina aðkomu að útleigu rýmisins hefur Bjarni séð um samskiptin við kaffihúsið fyrir hönd eigendanna. Hann segir að allt frá því að Gamma ehf. eignaðist húsnæði C is for Cookie í fyrravor hafi hlutaðeigandi átt í góðum samskiptum. Ríkur vilji hafi verið hjá öllum til að halda rekstri kaffihússins áfram í húsnæðinu. „Við höfum ekkert yfir eigendum kaffihússins að klaga. Samtal okkar hefur verið gott síðustu mánuði og því erum við hálf undrandi á því nú sé annað hljóð komið í strokkinn,“ segir Bjarni. Hann útskýrir að þegar Gamma festi kaup á jarðhæð og kjallara Týsgötu 8 hafi legið fyrir að ráðast þyrfti í töluvert viðhald á húsnæðinu, sem byggt var árið 1934. Kostnaðurinn við þær framkvæmdir féll á nýja eigendur. Þar að auki var skipulag fyrstu hæðarinnar talið óhentugt og vannýtt. Í því samhengi nefnir Bjarni að C is for Cookie hafði aðeins aðgang að um fimmtungi kjallarans, sem að öðru leyti var í lítilli notkun. Nýir eigendur hafi því ákveðið að endurskipuleggja rýmin með það fyrir augum að bæta nýtingu húsnæðisins. Bjarni segir að öllum hafi verið ljóst að Gamma hafi með kaupunum erft samningslausan leigutaka sem hafði verið á „mjög lágri leigu,“ eins og ummæli kaffihúsaeigandans Daníels hér framar bera með sér. Því hafi verið gengið til viðræðna þar sem báðir samningsaðilar vissu að leigan þyrfti að hækka - en að meðfram hækkuninni byðist kaffihúsinu að bæta við sig rými í fyrrnefndri endurskipulagningu húsnæðisins.Bjarni segist hafa fulla trú á því að einhverjir snjallir rekstraraðilar geti glætt rými kaffihússins lífi áður en langt um líður.Vísir/ktdSanngirni skilaði ekki svari „Við báðum eigendur kaffihússins að stinga upp á tölu í þessu samhengi. Þeir vildu fá tíma til að hugsa sig um áður en lagt yrði fram tilboð, meðan þeir ákvæðu hvernig hátta skyldi rekstri kaffihússins – sem við veittum,“ segir Bjarni. Sá umhugsunarfrestur hafi varað í nokkra mánuði og segir Bjarni að þann tíma hafi Gamma framlengt fyrri samning og því rukkað kaffihúsið áfram um „hina mjög lágu leigu.“ „Það komu hins vegar aldrei nein svör frá þeim um hvaða leigu þeir vildu. Þeir reyndu ekki einu sinni að semja um hana,“ segir Bjarni.„Mér finnast því þessi viðbrögð kaffihússins dálítill stormur í vatnsglasi enda höfum við reynt að vera eins sanngjarnir og hægt er í öllu þessu ferli.“ Að endingu hafi Gamma og C is for Cookie ekki náð saman, „enda virðist rekstur kaffihússins ekki hafa leyft það að eigendurnir tækju stærra húsnæði á hærra verði,“ segir Bjarni. Því muni það losna um komandi mánaðamót. Bjarni segist þó ekki efast um að eitthvert annað snjallt viðskiptafólk geti hafið blómlegan rekstur í rýminu innan tíðar. Það sé eftir sem áður nýuppgert og á besta stað í borginni.Rétt er að taka fram að Gamma ehf. er í eigu Magnúsar Stephensen og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Það er ótengt Gamma Capital Management, sem t.a.m. á og rekur Almenna leigufélagið. Félögin hafa staðið í nafnadeilu fyrir dómstólum.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15