„Einstakt traust sem okkur er sýnt af Íslands hálfu" Heimsljós kynnir 7. febrúar 2019 16:15 Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi. Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fór lofsamlegum orðum um stuðning íslenskra stjórnvalda við íbúa héraðsins á undanförnum árum á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þegar hann heimsótti verkefnasvæði Íslands í Malaví í síðustu viku. Móses sagði það einstakt að njóta trausts á borð við það sem Íslendingar sýndu héraðsstjórninni, slíkt væri óþekkt meðal annarra veitenda þróunarfjár, stjórnunarkostnaður væri lítill, skilvirkni mikil og árangurinn meiriháttar. „Það hefur enginn komið með jafn mikla fjármuni inn í okkar samfélag og treyst okkur fyrir því fé. Við höfum sýnt eins og nýleg úttekt sannar að við erum verðug þessa trausts og skilum árangri,“ sagði Móses Chimphepo. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við héraðsstjórann. Hann segir að samstarfið milli íslenska sendiráðsins og héraðsstjórnarinnar sé einstakt því það hafi sýnt og sannað að það komi sérstaklega fólki í sveitaþorpum í Mangochi héraðs til góðs. Hann segir að samstarfið byggi á þrenns konar stuðningi og nefnir fyrst menntamálin þar sem hann fagnar umbótum í byggingum á kennsluhúsnæði og kaupum á námsbókum. Hann nefnir síðan að skólasókn hafi aukist og að vísbendingar séu að koma fram um betri námsárangur.Þá nefnir hann stuðning Íslands í lýðheilsumálum, sérstaklega uppbygginguna sem gerð hefur verið á heilsugæslustöðvum. Úti í sveitunum hafi risið á síðustu árum fjölmargar fæðingardeildir ásamt biðskýlum fyrir verðandi mæður. Þetta sé mikil breyting því oft hafi barnshafandi konur þurft að ganga allt að hundrað kílómetra leið á næstu fæðingardeild. Nú fái þær þjónustu fagfólks í stað ómenntaðra yfirsetukvenna við ófullnægjandi aðstæður úti í sveitunum. Þessar breytingar stuðli af fækkun kvenna sem deyja af barnsförum auk þess sem ungbarnadauðinn minnkar. Móses segir líka sjúkrabíla sem keyptir hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé hafa breytt miklu til batnaðar í héraðinu. Þeir séu staðsettir í afskekktum sveitum og nýtist sérstaklega vel barnshafandi konum þegar stutt er í fæðingu. Loks nefnir héraðsstjórinn framfarirnar sem orðið hafa í vatnsmálum en Íslendingar hafa um langt árabil lagt áherslu á greiðan aðgang íbúa Mangochi að hreinu neysluvatni og Móses segir að nú sé svo komið að um 85% íbúanna hafi vatnsból í grennd við heimilin. Hann segir að hreinlætismálin hafa fengið aukið vægi, íbúar hafi verið hvattir til góðrar umhirðu um kamra, og gleðiefni sé að dregið hafi úr vatnsbornum sjúkdómum, til dæmis hafi ekki eitt einasta kólerusmit komið upp í fjögur ár. Kólera lagði áður tugi íbúa héraðsins að velli árlega.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent
Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fór lofsamlegum orðum um stuðning íslenskra stjórnvalda við íbúa héraðsins á undanförnum árum á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þegar hann heimsótti verkefnasvæði Íslands í Malaví í síðustu viku. Móses sagði það einstakt að njóta trausts á borð við það sem Íslendingar sýndu héraðsstjórninni, slíkt væri óþekkt meðal annarra veitenda þróunarfjár, stjórnunarkostnaður væri lítill, skilvirkni mikil og árangurinn meiriháttar. „Það hefur enginn komið með jafn mikla fjármuni inn í okkar samfélag og treyst okkur fyrir því fé. Við höfum sýnt eins og nýleg úttekt sannar að við erum verðug þessa trausts og skilum árangri,“ sagði Móses Chimphepo. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við héraðsstjórann. Hann segir að samstarfið milli íslenska sendiráðsins og héraðsstjórnarinnar sé einstakt því það hafi sýnt og sannað að það komi sérstaklega fólki í sveitaþorpum í Mangochi héraðs til góðs. Hann segir að samstarfið byggi á þrenns konar stuðningi og nefnir fyrst menntamálin þar sem hann fagnar umbótum í byggingum á kennsluhúsnæði og kaupum á námsbókum. Hann nefnir síðan að skólasókn hafi aukist og að vísbendingar séu að koma fram um betri námsárangur.Þá nefnir hann stuðning Íslands í lýðheilsumálum, sérstaklega uppbygginguna sem gerð hefur verið á heilsugæslustöðvum. Úti í sveitunum hafi risið á síðustu árum fjölmargar fæðingardeildir ásamt biðskýlum fyrir verðandi mæður. Þetta sé mikil breyting því oft hafi barnshafandi konur þurft að ganga allt að hundrað kílómetra leið á næstu fæðingardeild. Nú fái þær þjónustu fagfólks í stað ómenntaðra yfirsetukvenna við ófullnægjandi aðstæður úti í sveitunum. Þessar breytingar stuðli af fækkun kvenna sem deyja af barnsförum auk þess sem ungbarnadauðinn minnkar. Móses segir líka sjúkrabíla sem keyptir hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé hafa breytt miklu til batnaðar í héraðinu. Þeir séu staðsettir í afskekktum sveitum og nýtist sérstaklega vel barnshafandi konum þegar stutt er í fæðingu. Loks nefnir héraðsstjórinn framfarirnar sem orðið hafa í vatnsmálum en Íslendingar hafa um langt árabil lagt áherslu á greiðan aðgang íbúa Mangochi að hreinu neysluvatni og Móses segir að nú sé svo komið að um 85% íbúanna hafi vatnsból í grennd við heimilin. Hann segir að hreinlætismálin hafa fengið aukið vægi, íbúar hafi verið hvattir til góðrar umhirðu um kamra, og gleðiefni sé að dregið hafi úr vatnsbornum sjúkdómum, til dæmis hafi ekki eitt einasta kólerusmit komið upp í fjögur ár. Kólera lagði áður tugi íbúa héraðsins að velli árlega.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent