Þekkjum einkenni krabbameina Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir stórbætta vísindalega þekkingu á krabbameinum og skilning sem skilað hefur miklum framförum í greiningu og meðferð fjölgar þeim enn sem fá krabbamein. Það stafar fyrst og fremst af hækkuðum aldri þjóðarinnar. Fleiri og fleiri læknast þó af krabbameini eða lifa með það sem langvinnan sjúkdóm. Einn af hverjum þremur fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en rannsóknir sýna að draga má úr líkunum með heilsusamlegum lífsháttum. Þeir sem nota ekki tóbak, fylgja ráðleggingum um heilsusamlega fæðu, stunda reglulega líkamshreyfingu, takmarka neyslu áfengra drykkja og fylgja ráðleggingum um sólarvarnir eru í minni hættu á að fá krabbamein. Þannig er talið að hægt sé að koma veg fyrir meira en þriðjung allra krabbameinstilfella. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er í dag, 4. febrúar. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir krabbameinum og hvetja til umbóta og eflingar á sviði forvarna, greiningar og meðferðar gegn krabbameinum. Krabbameinsfélög út um allan heim hafa sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilvikum. Markmiðið er að uppfræða og vekja athygli á því að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif, bæði fyrir sig og þá sem standa honum nærri en einnig út á við í samfélaginu. Miklu máli skiptir að greina krabbamein sem fyrst. Oftast er því þannig farið að því fyrr sem hægt er að hefja meðferð því meiri árangur ber hún. Því skiptir miklu máli að fólk þekki þau einkenni sem geta verið vísbending um krabbamein og bregðist fljótt við þeim. Fólk ætti að temja sér að vera vakandi fyrir líkama sínum til að taka eftir breytingum. Sérstaklega ætti að veita athygli breytingum eða einkennum sem eru langvarandi og ef ekki er ljóst hver orsökin er. Meðal helstu einkenna sem fólk ætti að vera vakandi fyrir eru sár sem ekki gróa, þykkildi og hnútar víða í líkamanum, óútskýrt þyngdartap, breytingar á hægðum eða þvaglátum, óvenjulegar blæðingar, þrálátur hósti, hæsi eða kyngingarörðugleikar. Einnig ætti að bregðast við breytingum á fæðingarblettum, óvenjulegri þreytu sem ekki minnkar við hvíld og viðvarandi verkjum sem eiga sér óljósar orsakir. Öll einkennin geta stafað af öðru en krabbameini en mikilvægt er að fá úr því skorið hjá lækni. Slagorð alþjóðlegu herferðarinnar er: „Ég er… og ég ætla…“ þar sem hverjum fyrir sig gefst færi á að lýsa sinni leið til að vinna gegn krabbameinum. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Ég er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og ég ætla að tala fyrir auknum forvörnum gegn krabbameinum hvar og hvenær sem færi gefst. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun