Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Kjartan Kjartansson og Sylvía Hall skrifa 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin Hannibalsson mætir í Útvarpshúsið fyrir viðtalið í dag. Vísir/Vilhelm Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Hann segir Carmen, móður hennar og systur hafa heimsótt hjónin með þann ásetning að setja atburðarásina á svið. Carmen Jóhannsdóttir steig fram í viðtali við Stundina fyrr á árinu þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins í veislunni þar sem hún var gestkomandi í sumarhúsi Jóns Baldvins og Bryndísar á Spáni síðasta sumar. Hún segir Jón Baldvin hafa strokið á sér rassinn þegar hún stóð upp til þess að hella í glös. „Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn,“ sagði Carmen í viðtali við Stundina. Jón Baldvin rifjaði upp heimsókn þeirra mæðgna í viðtali í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í dag og fullyrti að mæðgurnar hafi sett atvikið á svið. Hann segir það hafa verið þeim hjónum til happs að kunningjakona hafi setið við borðið og hún geti staðfest að engin áreitni hafi átt sér stað. „Við erum varla fyrr sest þegar að móðir Carmenar - það var hún sem hrópar þetta upp: „Jón Baldvin, þú ert að káfa á henni, ég sá það“. Þetta voru hennar orð,“ sagði Jón Baldvin. „Það getur ekkert verið annað að baki þessari heimsókn heldur en að reyna að setja þetta á svið vegna þess að þetta er ósatt. Það var engin snerting, ekki neitt,“ staðhæfði hann. Fanney þáttastjórnandi þrýsti á Jón Baldvin um hvers vegna konur ættu að stíga fram undir nafni og fremja lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Rakti Jón Baldvin ásakanir hennar til geðrænna vandamála hennar. Frá dimmisjón á Ísafirði 1979.Sigríður Hulda Segir sundlaugaratvikið ekki hafa verið kynferðislega áreitni Sigríður Hulda Richards lýsti því í samtali við Vísi í janúar að Jón Baldvin hefði verið afar ölvaður innan um nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði, þar sem hann var skólameistari, á dimissjón árið 1979. Hann hefði meðal annars stungið sér nakinn til sunds fyrir framan þá í sundlauginni á Bolungarvík. Sakaði hún hann um að reyna að fá stúlkur á eintal við sig og káfa á þeim. Í lauginni hafi hann strokið á henni brjóstin og lendar. Stúlkurnar hafi á flúið upp úr sundlauginni undan honum. Í Silfrinu þrætti Jón Baldvin fyrir að hafa gert eitthvað óviðeigandi og vitnaði til samtala sem hann hefði átt við kennara og nemendur þar sem hafi sagt lýsinguna á framferði hans „skrumskælingu“. Viðurkenndi hann þó að áfengi hefði verið haft um hönd og að hafa synt um nakinn. „Þetta var fyrir fjörutíu árum. Það var engin kynferðisleg áreitni í þessu. Þetta er ærsladagur. Það var neytt áfengis já!“ sagði hann. Fanney Birna spurði Jón Baldvin hvort hann hefði íhugað hvort að hugmyndir hans um hvar mörk liggja gætu verið aðrar en kvennanna sjálfra. Sagði hann það ekki hans að dæma en lýsti hegðun í garð kvenna á eftirfarandi hátt: „Ég beri virðingu fyrir konum, sé óvenjuháttvís í samskiptum við konur og tillitssamur,“ fullyrti utanríkisráðherrann fyrrverandi. Jón Baldvin sagði í viðtalinu að ásakanirnar hafa skotið upp kollinum að nýju vegna útgáfu bókar hans.Vísir/Vilhelm Gefur út bók um ásakanirnar Jón Baldvin fullyrti að tilefni þess að ásakanirnar á hendur honum hafi skotið upp kollinum aftur nú hafi verið það að stöðva útgáfu bókar hans. Sú „herferð“ hafi tekist þar sem útgáfunni hafi verið frestað. „Þetta spannst í þetta skiptið um það að reyna koma í veg fyrir útgáfu bókar sem stóð til að gefa út á afmæli mínu,“ sagði Jón Baldvin. Bókin sem um ræðir átti að koma út nú í febrúar í tilefni áttatíu ára afmælis fyrrum ráðherrans. Bókin sem gefa átti út átti að innihalda ræður, rit og greinar Jóns um frumkvæði Íslands að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evrópska efnahagssvæðið og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar. Að lokum boðaði hann jafnframt útgáfu nýrrar bókar um ásakanirnar gegn honum og uppruna þeirra. Titill bókarinnar ætti að vera „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfgahópur hefur sagt réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“ og sagðist hann óska eftir útgefanda að henni. Uppfært 14:12 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð ranglega að Carmen hefði sagt frá atvikinu á Spáni í viðtali við DV. Viðtalið birtist í Stundinni. Það hefur verið leiðrétt í uppfærðri útgáfu fréttarinnar. Bolungarvík MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Hann segir Carmen, móður hennar og systur hafa heimsótt hjónin með þann ásetning að setja atburðarásina á svið. Carmen Jóhannsdóttir steig fram í viðtali við Stundina fyrr á árinu þar sem hún lýsti meintri áreitni Jóns Baldvins í veislunni þar sem hún var gestkomandi í sumarhúsi Jóns Baldvins og Bryndísar á Spáni síðasta sumar. Hún segir Jón Baldvin hafa strokið á sér rassinn þegar hún stóð upp til þess að hella í glös. „Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn,“ sagði Carmen í viðtali við Stundina. Jón Baldvin rifjaði upp heimsókn þeirra mæðgna í viðtali í Silfrinu á Ríkisútvarpinu í dag og fullyrti að mæðgurnar hafi sett atvikið á svið. Hann segir það hafa verið þeim hjónum til happs að kunningjakona hafi setið við borðið og hún geti staðfest að engin áreitni hafi átt sér stað. „Við erum varla fyrr sest þegar að móðir Carmenar - það var hún sem hrópar þetta upp: „Jón Baldvin, þú ert að káfa á henni, ég sá það“. Þetta voru hennar orð,“ sagði Jón Baldvin. „Það getur ekkert verið annað að baki þessari heimsókn heldur en að reyna að setja þetta á svið vegna þess að þetta er ósatt. Það var engin snerting, ekki neitt,“ staðhæfði hann. Fanney þáttastjórnandi þrýsti á Jón Baldvin um hvers vegna konur ættu að stíga fram undir nafni og fremja lögbrot með því að ljúga upp á hann sakir. „Það er hópur í kringum Aldísi sem vill vitna með henni,“ sagði Jón Baldvin og vísaði til Aldísar Schram dóttur sinnar sem hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Rakti Jón Baldvin ásakanir hennar til geðrænna vandamála hennar. Frá dimmisjón á Ísafirði 1979.Sigríður Hulda Segir sundlaugaratvikið ekki hafa verið kynferðislega áreitni Sigríður Hulda Richards lýsti því í samtali við Vísi í janúar að Jón Baldvin hefði verið afar ölvaður innan um nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði, þar sem hann var skólameistari, á dimissjón árið 1979. Hann hefði meðal annars stungið sér nakinn til sunds fyrir framan þá í sundlauginni á Bolungarvík. Sakaði hún hann um að reyna að fá stúlkur á eintal við sig og káfa á þeim. Í lauginni hafi hann strokið á henni brjóstin og lendar. Stúlkurnar hafi á flúið upp úr sundlauginni undan honum. Í Silfrinu þrætti Jón Baldvin fyrir að hafa gert eitthvað óviðeigandi og vitnaði til samtala sem hann hefði átt við kennara og nemendur þar sem hafi sagt lýsinguna á framferði hans „skrumskælingu“. Viðurkenndi hann þó að áfengi hefði verið haft um hönd og að hafa synt um nakinn. „Þetta var fyrir fjörutíu árum. Það var engin kynferðisleg áreitni í þessu. Þetta er ærsladagur. Það var neytt áfengis já!“ sagði hann. Fanney Birna spurði Jón Baldvin hvort hann hefði íhugað hvort að hugmyndir hans um hvar mörk liggja gætu verið aðrar en kvennanna sjálfra. Sagði hann það ekki hans að dæma en lýsti hegðun í garð kvenna á eftirfarandi hátt: „Ég beri virðingu fyrir konum, sé óvenjuháttvís í samskiptum við konur og tillitssamur,“ fullyrti utanríkisráðherrann fyrrverandi. Jón Baldvin sagði í viðtalinu að ásakanirnar hafa skotið upp kollinum að nýju vegna útgáfu bókar hans.Vísir/Vilhelm Gefur út bók um ásakanirnar Jón Baldvin fullyrti að tilefni þess að ásakanirnar á hendur honum hafi skotið upp kollinum aftur nú hafi verið það að stöðva útgáfu bókar hans. Sú „herferð“ hafi tekist þar sem útgáfunni hafi verið frestað. „Þetta spannst í þetta skiptið um það að reyna koma í veg fyrir útgáfu bókar sem stóð til að gefa út á afmæli mínu,“ sagði Jón Baldvin. Bókin sem um ræðir átti að koma út nú í febrúar í tilefni áttatíu ára afmælis fyrrum ráðherrans. Bókin sem gefa átti út átti að innihalda ræður, rit og greinar Jóns um frumkvæði Íslands að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, samningana við ESB um Evrópska efnahagssvæðið og Norræna módelið sem raunhæfan valkost við auðræði nýfrjálshyggjunnar. Að lokum boðaði hann jafnframt útgáfu nýrrar bókar um ásakanirnar gegn honum og uppruna þeirra. Titill bókarinnar ætti að vera „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfgahópur hefur sagt réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“ og sagðist hann óska eftir útgefanda að henni. Uppfært 14:12 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð ranglega að Carmen hefði sagt frá atvikinu á Spáni í viðtali við DV. Viðtalið birtist í Stundinni. Það hefur verið leiðrétt í uppfærðri útgáfu fréttarinnar.
Bolungarvík MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42 Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Fresta útgáfu afmælisbókar Jóns Baldvins Bókin átti að koma út í febrúar í tilefni þess að ráðherrann fyrrverandi verður áttatíu ára. 15. janúar 2019 16:42
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32
Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. 19. janúar 2019 02:30