Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Frá flugtaki fyrstu Boeing 737 MAX 9 þotu Icelandair í Seattle. Mynd/Icelandair. Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta flug og fær félagið hana afhenta á morgun, samkvæmt upplýsingum Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. MAX 9 þotan er 2,64 metrum lengri en MAX 8-gerðin og verður með 178 sæti hjá Icelandair, 18 sætum fleira en MAX 8, en Icelandair fékk þrjár slíkar í fyrra. Félagið á von á sex nýjum MAX þotum núna á vormánuðum og verður þá komið með samtals níu slíkar í flotann, af þeim sextán sem það hefur keypt frá Boeing.Þotan hefur fengið einkennisstafina TF-ICA.Mynd/Icelandair.MAX 9 þotan er væntanleg til Íslands á fimmtudag og hefur hún fengið einkennisstafina TF-ICA. Starfsmenn Icelandair munu sjálfir innrétta vélina í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli og má búast við að standsetning taki nokkrar vikur áður en hún kemst í rekstur. Icelandair hyggst nota MAX 9 þotuna á helstu Evrópuleiðum og á styttri Ameríkuleiðum, samkvæmt vefsíðunni Routes Online. Þar má sjá að búið er að setja hana í flug á allar höfuðborgir Norðurlandanna, en einnig á staði eins og London Gatwick, Amsterdam, Berlín, Brussel, París og Frankfurt og vestanhafs á New York, Washington, Chicago, Minneapolis, Toronto og Montreal.Hjólin tekin upp í reynsluflugi. Flugvélin er væntanleg til Íslands á fimmtudag.Mynd/Icelandair.Sex ár eru frá því Icelandair tilkynnti um þessi stærstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Samkvæmt verðlista Boeing kostar ein MAX 9 þota um 15,4 milljarða króna en MAX 8 kostar um 14,5 milljarða króna. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð véla Icelandair er trúnaðarmál.Icelandair bætir við sex nýjum Boeing 737 þotum í reksturinn í vor og verður þá komið með níu þotur af MAX-línunni.Mynd/Icelandair.Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, af sextán, TF-ICE, er komin út úr flugvélaverksmiðjunni í Seattle í Bandaríkjunum og farin í sitt fyrsta reynsluflug. 23. febrúar 2018 20:30
Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00