Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:45 Rósa Björk ásamt Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóna. Mynd/Rósa Björk Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira