Hatari frumsýnir nýtt leikrit Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2019 12:44 Gert er stólpagrín að musteri tungumálsins, leikhúsinu sjálfu, og er teflt fram klisjum og klækjabrögðum í því skyni, söng, dansi og öðrum leikhúsbrellum. Julie Rowland Það fyrirbæri sem hefur vakið hvað mestu athyglina á Íslandi undanfarna daga er teknóhljómsveitin Hatari með umdeildri þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins. En, söngvarinn Matthías Tryggvi Haraldsson er þó ekki með hugann við seinni umferð undanúrslita um helgina heldur er hann leikstjóri nýs íslensks leikrits sem frumsýnt verður í Iðnó á mánudaginn. Matthías Tryggvi vakti athygli í leikhúsgeiranum þegar verk hans Griðastaður fór á fjalirnar í Tjarnarbíó. Um er að ræða verkið Takk fyrir mig eftir Adolf Smára Unnarsson og að uppsetningunni stendur leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk.Klisjur og klækjabrögð Í tilkynningu segir að þar sé fjallað „með tortryggnum augum um venjulegt íslenskt fólk og setur venjulega íslenska hluti í afbakað samhengi, hvort sem um ræðir Dómínóspitsur og kóladrykki, pastelliti og borðdúka, sambandsafmæli og fótboltahjal, rasisma eða afmælispakka.“Þeir Matthías, Adolf Smári og Friðrik. Þeir eru nú að ganga frá uppsetningu sem frumsýnd verður á mánudagskvöld.Julie RowlandÞá segir að gert sé stólpagrín að musteri tungumálsins, leikhúsinu sjálfu, og er teflt fram klisjum og klækjabrögðum í því skyni, söng, dansi og öðrum leikhúsbrellum. Leikarar eru Vilhelm Neto, Júlíana Liborius, Fjölnir Gíslason og Hildur Ýr Jónsdóttir en þau eru leikaraefni frá leiklistarskólanum CISPA í Danmörku. Þá stígur tónskáldið Friðrik Margrétar- Guðmundsson einnig á svið og sest við flygilinn í pastellituðum jakka.Ruglaðasta sem Hatarinn hefur gert „Þetta er búið að vera magnað ferli. Ég hef hlegið mig máttlausan á hverjum einasta degi í margar vikur,“ er haft eftir Matthíasi í áðurnefndri tilkynningu: „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef gert.“ Adolf Smári höfundur segist oft hafa svitnað „í lófanum yfir því hversu óvæginn hópurinn var í meðferð textans. Það var eins og ég, höfundurinn, væri dauður. Svo hef ég fylgst með persónunum lifna við á nýjan og óvæntan hátt sem er vissulega töfrandi upplifun.“ Og Friðrik tónskáld segir: „Oft skil ég ekki hvort ég sé leikari eða tónskáld í hópnum en við ákváðum snemma í ferlinu að nánast öll hljóðmyndin væri spiluð „live“ á hljóðfæri sem hentar glæsileika Iðnó, og þá meina ég að sjálfsögðu á glæsilegum flygli á miðju sviðinu.“ Leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk var stofnaður árið 2019. Hann samanstendur af mjög venjulegu fólki sem tekur að sér óvenjuleg verk, en um hann má lesa á vefnum www.venjulegtislensktfolk.com. Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Það fyrirbæri sem hefur vakið hvað mestu athyglina á Íslandi undanfarna daga er teknóhljómsveitin Hatari með umdeildri þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins. En, söngvarinn Matthías Tryggvi Haraldsson er þó ekki með hugann við seinni umferð undanúrslita um helgina heldur er hann leikstjóri nýs íslensks leikrits sem frumsýnt verður í Iðnó á mánudaginn. Matthías Tryggvi vakti athygli í leikhúsgeiranum þegar verk hans Griðastaður fór á fjalirnar í Tjarnarbíó. Um er að ræða verkið Takk fyrir mig eftir Adolf Smára Unnarsson og að uppsetningunni stendur leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk.Klisjur og klækjabrögð Í tilkynningu segir að þar sé fjallað „með tortryggnum augum um venjulegt íslenskt fólk og setur venjulega íslenska hluti í afbakað samhengi, hvort sem um ræðir Dómínóspitsur og kóladrykki, pastelliti og borðdúka, sambandsafmæli og fótboltahjal, rasisma eða afmælispakka.“Þeir Matthías, Adolf Smári og Friðrik. Þeir eru nú að ganga frá uppsetningu sem frumsýnd verður á mánudagskvöld.Julie RowlandÞá segir að gert sé stólpagrín að musteri tungumálsins, leikhúsinu sjálfu, og er teflt fram klisjum og klækjabrögðum í því skyni, söng, dansi og öðrum leikhúsbrellum. Leikarar eru Vilhelm Neto, Júlíana Liborius, Fjölnir Gíslason og Hildur Ýr Jónsdóttir en þau eru leikaraefni frá leiklistarskólanum CISPA í Danmörku. Þá stígur tónskáldið Friðrik Margrétar- Guðmundsson einnig á svið og sest við flygilinn í pastellituðum jakka.Ruglaðasta sem Hatarinn hefur gert „Þetta er búið að vera magnað ferli. Ég hef hlegið mig máttlausan á hverjum einasta degi í margar vikur,“ er haft eftir Matthíasi í áðurnefndri tilkynningu: „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef gert.“ Adolf Smári höfundur segist oft hafa svitnað „í lófanum yfir því hversu óvæginn hópurinn var í meðferð textans. Það var eins og ég, höfundurinn, væri dauður. Svo hef ég fylgst með persónunum lifna við á nýjan og óvæntan hátt sem er vissulega töfrandi upplifun.“ Og Friðrik tónskáld segir: „Oft skil ég ekki hvort ég sé leikari eða tónskáld í hópnum en við ákváðum snemma í ferlinu að nánast öll hljóðmyndin væri spiluð „live“ á hljóðfæri sem hentar glæsileika Iðnó, og þá meina ég að sjálfsögðu á glæsilegum flygli á miðju sviðinu.“ Leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk var stofnaður árið 2019. Hann samanstendur af mjög venjulegu fólki sem tekur að sér óvenjuleg verk, en um hann má lesa á vefnum www.venjulegtislensktfolk.com.
Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið