Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 07:15 Birgir Tjörvi Pétursson héraðsdómslögmaður. Fréttablaðið/Stefán Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, héraðsdómslögmanns og eins eigenda Lögmanna Lækjargötu. „Hafi einhverjir aðilar þurft að sæta slíku eiga þeir hinir sömu án nokkurs vafa rétt á því að fá endurgreiðslu eða bætur vegna tjóns sem af því hefur hlotist,“ segir hann í samtali við Markaðinn og bætir við: „Þar að auki, í þeim tilfellum þar sem Seðlabankinn stundaði rannsóknarathafnir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, sem gátu aldrei stefnt að neinu lögmætu markmiði, vegna þess að nauðsynlegur lagagrundvöllur var ekki til staðar fyrir bankann, þá getur Seðlabankinn hæglega hafa bakað sér bótaábyrgð.“ Í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, er farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Er meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Birgir Tjörvi segir að álit umboðsmanns sé sannarlega áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Þar sé lýst stjórnsýslu sem feli í sér alvarleg brot gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem hafi sætt rannsóknum að ósekju. Hann kveðst þekkja dæmi þess að Seðlabankinn hafi efnt til rannsókna á meintum brotum á gjaldeyrisreglum bankans eftir að starfsmönnum bankans hafi mátt vera orðið ljóst – meðal annars vegna mikilla breytinga á gjaldeyrislögum sem hafi þurft að ráðast í og afdráttarlausrar afstöðu ríkissaksóknara – að reglurnar hefðu ekki næga lagastoð. „Áfram hélt bankinn þó að efna til rannsókna á málefnum einstaklinga og fyrirtækja á tímabili þar sem hann hafði engar heimildir til þess. Það er mjög alvarlegt mál í mínum huga. Auðvitað hefði maður kosið að sjónarmið umboðsmanns hefðu komið fyrr fram. Honum er hins vegar vorkunn að einhverju leyti vegna þess sem hann bendir á, sem er jafnframt grafalvarlegt, að bankinn virðist hafa haldið frá honum upplýsingum,“ nefnir Birgir Tjörvi. Það veki sérstaka athygli hve hörðum orðum umboðsmaður fari um samskipti sín við Seðlabankann. Í þeim samskiptum hafi bankinn beitt rangfærslum og útúrsnúningum til þess að réttlæta gerðir sínar. „Mér kemur mikið á óvart hve lítið hefur verið gert með þessa þungu gagnrýni umboðsmanns. Spjótum hefur verið beint að stjórnvöldum undanfarið í málum sem telja má léttvægari, þar með talið að Seðlabankanum sjálfum, án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum málum. Miðað við þær auknu kröfur sem mér sýnist alls staðar verið að gera til stjórnvalda þessi misseri er ég hissa á hve vel þeir sem báru ábyrgð á gjaldeyriseftirliti bankans hafa sloppið.“ Birtist í Fréttablaðinu Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, héraðsdómslögmanns og eins eigenda Lögmanna Lækjargötu. „Hafi einhverjir aðilar þurft að sæta slíku eiga þeir hinir sömu án nokkurs vafa rétt á því að fá endurgreiðslu eða bætur vegna tjóns sem af því hefur hlotist,“ segir hann í samtali við Markaðinn og bætir við: „Þar að auki, í þeim tilfellum þar sem Seðlabankinn stundaði rannsóknarathafnir gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, sem gátu aldrei stefnt að neinu lögmætu markmiði, vegna þess að nauðsynlegur lagagrundvöllur var ekki til staðar fyrir bankann, þá getur Seðlabankinn hæglega hafa bakað sér bótaábyrgð.“ Í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis, sem kom til vegna kvörtunar af hálfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, er farið hörðum orðum um stjórnsýslu Seðlabankans í málum sem varða gjaldeyrisreglur bankans. Er meðal annars bent á að stjórnendur bankans hafi ekki gert umboðsmanni grein fyrir afstöðu ríkissaksóknara um að engin nothæf refsiheimild hefði verið fyrir hendi vegna gjaldeyrisbrota. Birgir Tjörvi segir að álit umboðsmanns sé sannarlega áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans. Þar sé lýst stjórnsýslu sem feli í sér alvarleg brot gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem hafi sætt rannsóknum að ósekju. Hann kveðst þekkja dæmi þess að Seðlabankinn hafi efnt til rannsókna á meintum brotum á gjaldeyrisreglum bankans eftir að starfsmönnum bankans hafi mátt vera orðið ljóst – meðal annars vegna mikilla breytinga á gjaldeyrislögum sem hafi þurft að ráðast í og afdráttarlausrar afstöðu ríkissaksóknara – að reglurnar hefðu ekki næga lagastoð. „Áfram hélt bankinn þó að efna til rannsókna á málefnum einstaklinga og fyrirtækja á tímabili þar sem hann hafði engar heimildir til þess. Það er mjög alvarlegt mál í mínum huga. Auðvitað hefði maður kosið að sjónarmið umboðsmanns hefðu komið fyrr fram. Honum er hins vegar vorkunn að einhverju leyti vegna þess sem hann bendir á, sem er jafnframt grafalvarlegt, að bankinn virðist hafa haldið frá honum upplýsingum,“ nefnir Birgir Tjörvi. Það veki sérstaka athygli hve hörðum orðum umboðsmaður fari um samskipti sín við Seðlabankann. Í þeim samskiptum hafi bankinn beitt rangfærslum og útúrsnúningum til þess að réttlæta gerðir sínar. „Mér kemur mikið á óvart hve lítið hefur verið gert með þessa þungu gagnrýni umboðsmanns. Spjótum hefur verið beint að stjórnvöldum undanfarið í málum sem telja má léttvægari, þar með talið að Seðlabankanum sjálfum, án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum málum. Miðað við þær auknu kröfur sem mér sýnist alls staðar verið að gera til stjórnvalda þessi misseri er ég hissa á hve vel þeir sem báru ábyrgð á gjaldeyriseftirliti bankans hafa sloppið.“
Birtist í Fréttablaðinu Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira