Í skugga fjölbýlis Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 11:30 Formtilraun sem skapar fátt nýtt hvað varðar sviðsetningu í leikhúsi, segir gagnrýnandi. Mynd/Owen Fiene Föstudaginn síðastliðinn frumsýndi sjálfstæði sviðslistahópurinn Smartílab Það sem við gerum í einrúmi eftir Heiðar Sumarliðason og Söru Martí Guðmundsdóttur í Tjarnarbíói, en sú síðarnefnda leikstýrir einnig sýningunni. Leikverkið fjallar um fjóra einstaklinga sem búa í sama stigagangi og hafa af mismunandi ástæðum einangrað sig frá umheiminum. Aðstandendur sýningarinnar smíðuðu nýyrðið kvikmyndaleikhús til að lýsa formi sýningarinnar, sem blandar saman lifandi sviðsetningu og kvikmynduðu efni. Hugmyndin er ágæt en úrvinnslan fremur yfirborðsleg, bæði hvað varðar persónusköpun og söguþráð. T ilfinningakjarni textans er áhugaverður, einmanaleiki er einn af stærstu sjúkdómum samtímans. Tengingar manneskja á milli hafa aldrei verið auðveldari en æ fleiri forðast persónuleg samskipti. Raunverulegt innihald handritsins er fremur rýrt og réttlætir ekki langan sýningartíma, sem er um tveir tímar. Hægt er að fjalla um málefni á betri máta en að láta framvinduna eingöngu snúast um málefnið sem um ræðir, þannig hverfur allur undirtexti. Þó er að finna fallegar senur, sérstaklega eftir hlé þegar unga fólkið finnur hvort annað.Róttækur þáttur Albert Halldórsson hefur komið sterkur inn á leiksviðið nýlega og þess virði að fylgjast með honum á næstunni. Hann nær föstum tökum á hvunndagsmanninum Valda sem hefur aldrei náð fótfestu í samfélaginu á fullorðinsárunum. Örvænting Valda er aldrei fráhrindandi heldur finnur Albert fjölbreyttar leiðir til að gera þennan unga mann bæði viðkunnanlegan og mannlegan. Á móti hinum misheppnaða Valda býr móðir hans Drífa leikin af Ragnheiði Steindórsdóttur, sem hefur litlu gleymt, gaman er að sjá hana aftur á leiksviðinu í burðarhlutverki. Túlkun hennar ber með sér bæði skilning og næmni fyrir örlögum eldri konu úthýstri frá umhverfi sem hún hefur gefið allar sínar vinnustundir. Árni Pétur Guðjónsson hefur heillandi nærveru á sviði en fær allt of lítið að gera í hlutverki Halldórs sem er bæði óþakklátt og óþarflega óljóst. Er hinn óhamingjusami Halldór sá hinn sami og nágrannarnir hans telja eða er hann enn annað fórnarlamb hins grimma heims sem höfundar byggja um persónur verksins? Hann er aldrei virkur þátttakandi í leikverkinu heldur frekar hvati sem höfundar grípa til þegar þörf er á framvindubreytingu í sögunni. Róttækasti þátturinn í sýningunni er þátttaka Sigríðar Völu Jóhannsdóttur sem er heyrnarlaus. Magnað er að sjá hana fylla hina reiðu Röggu lífi án orða. Hún litar hlutverkið án þess að ýkja en hún og Albert eiga einstaklega elskulega senu saman eftir hlé sem sýnir greinilega hæfileika hennar.Litlir gallar áberandi Ekki tókst mikið betur til hjá Söru Martí í leikstjórahlutverkinu en í handritsskrifunum en hægagangurinn verður til þess að litlir gallar verða áberandi s.s. að ekki notast allar persónur við lykla að íbúðunum sínum. Hún stýrir hreyfingunum án þess að kynda undir handritinu. Aðstandendur kvikmyndahluta sýningarinnar eiga við sama vandamál að stríða. Kvikmyndaupptaka og klipping Pierre-Alain Giraud duga vel til að byrja með en líkt og það sem gerist á sviðinu skortir þær alla hraðabreytingu. Senurnar bera með sér sama hæga yfirbragðið og finnst á sviðinu; þær eru áhugaverðar til áhorfs í byrjun en verða fljótlega daufar og einsleitar. Ef aðrir miðlar eru færðir inn í leikhúsið verða þeir að skapa spennu á milli sviðsins og skjásins, það er ekki nóg að láta þá mætast. Aðrir listrænir þátttakendur í sýningunni brúa ekki þetta bil þrátt fyrir þokkalegar lausnir. Sigríður Sunna Reynisdóttir skipuleggur svið Tjarnarbíós skynsamlega með löngum stigagöngum og litlum persónulegum rýmum. Kjartan Darri Kristjánsson vinnur gott verk við að sauma þessa tvo miðla saman en lítið í vinnu þeirra beggja er eftirminnilegt. Það sem við gerum í einrúmi er formtilraun sem skapar fátt nýtt hvað varðar sviðsetningu í leikhúsi. Persónusköpunin er áhugaverð upp að ákveðnu marki en leikararnir hafa takmarkað efni til vinna með, endirinn er einnig allt of einfaldur og óljós. Sjálfstæða leikhúsið er vettvangur tilrauna en tilraunirnar þurfa að ögra og krefjast meira af áhorfendum, bæði í formi og leik.Einsleit sýning sem styðst of mikið við kvikmyndalausnir frekar en styrk leikaranna á sviði. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Föstudaginn síðastliðinn frumsýndi sjálfstæði sviðslistahópurinn Smartílab Það sem við gerum í einrúmi eftir Heiðar Sumarliðason og Söru Martí Guðmundsdóttur í Tjarnarbíói, en sú síðarnefnda leikstýrir einnig sýningunni. Leikverkið fjallar um fjóra einstaklinga sem búa í sama stigagangi og hafa af mismunandi ástæðum einangrað sig frá umheiminum. Aðstandendur sýningarinnar smíðuðu nýyrðið kvikmyndaleikhús til að lýsa formi sýningarinnar, sem blandar saman lifandi sviðsetningu og kvikmynduðu efni. Hugmyndin er ágæt en úrvinnslan fremur yfirborðsleg, bæði hvað varðar persónusköpun og söguþráð. T ilfinningakjarni textans er áhugaverður, einmanaleiki er einn af stærstu sjúkdómum samtímans. Tengingar manneskja á milli hafa aldrei verið auðveldari en æ fleiri forðast persónuleg samskipti. Raunverulegt innihald handritsins er fremur rýrt og réttlætir ekki langan sýningartíma, sem er um tveir tímar. Hægt er að fjalla um málefni á betri máta en að láta framvinduna eingöngu snúast um málefnið sem um ræðir, þannig hverfur allur undirtexti. Þó er að finna fallegar senur, sérstaklega eftir hlé þegar unga fólkið finnur hvort annað.Róttækur þáttur Albert Halldórsson hefur komið sterkur inn á leiksviðið nýlega og þess virði að fylgjast með honum á næstunni. Hann nær föstum tökum á hvunndagsmanninum Valda sem hefur aldrei náð fótfestu í samfélaginu á fullorðinsárunum. Örvænting Valda er aldrei fráhrindandi heldur finnur Albert fjölbreyttar leiðir til að gera þennan unga mann bæði viðkunnanlegan og mannlegan. Á móti hinum misheppnaða Valda býr móðir hans Drífa leikin af Ragnheiði Steindórsdóttur, sem hefur litlu gleymt, gaman er að sjá hana aftur á leiksviðinu í burðarhlutverki. Túlkun hennar ber með sér bæði skilning og næmni fyrir örlögum eldri konu úthýstri frá umhverfi sem hún hefur gefið allar sínar vinnustundir. Árni Pétur Guðjónsson hefur heillandi nærveru á sviði en fær allt of lítið að gera í hlutverki Halldórs sem er bæði óþakklátt og óþarflega óljóst. Er hinn óhamingjusami Halldór sá hinn sami og nágrannarnir hans telja eða er hann enn annað fórnarlamb hins grimma heims sem höfundar byggja um persónur verksins? Hann er aldrei virkur þátttakandi í leikverkinu heldur frekar hvati sem höfundar grípa til þegar þörf er á framvindubreytingu í sögunni. Róttækasti þátturinn í sýningunni er þátttaka Sigríðar Völu Jóhannsdóttur sem er heyrnarlaus. Magnað er að sjá hana fylla hina reiðu Röggu lífi án orða. Hún litar hlutverkið án þess að ýkja en hún og Albert eiga einstaklega elskulega senu saman eftir hlé sem sýnir greinilega hæfileika hennar.Litlir gallar áberandi Ekki tókst mikið betur til hjá Söru Martí í leikstjórahlutverkinu en í handritsskrifunum en hægagangurinn verður til þess að litlir gallar verða áberandi s.s. að ekki notast allar persónur við lykla að íbúðunum sínum. Hún stýrir hreyfingunum án þess að kynda undir handritinu. Aðstandendur kvikmyndahluta sýningarinnar eiga við sama vandamál að stríða. Kvikmyndaupptaka og klipping Pierre-Alain Giraud duga vel til að byrja með en líkt og það sem gerist á sviðinu skortir þær alla hraðabreytingu. Senurnar bera með sér sama hæga yfirbragðið og finnst á sviðinu; þær eru áhugaverðar til áhorfs í byrjun en verða fljótlega daufar og einsleitar. Ef aðrir miðlar eru færðir inn í leikhúsið verða þeir að skapa spennu á milli sviðsins og skjásins, það er ekki nóg að láta þá mætast. Aðrir listrænir þátttakendur í sýningunni brúa ekki þetta bil þrátt fyrir þokkalegar lausnir. Sigríður Sunna Reynisdóttir skipuleggur svið Tjarnarbíós skynsamlega með löngum stigagöngum og litlum persónulegum rýmum. Kjartan Darri Kristjánsson vinnur gott verk við að sauma þessa tvo miðla saman en lítið í vinnu þeirra beggja er eftirminnilegt. Það sem við gerum í einrúmi er formtilraun sem skapar fátt nýtt hvað varðar sviðsetningu í leikhúsi. Persónusköpunin er áhugaverð upp að ákveðnu marki en leikararnir hafa takmarkað efni til vinna með, endirinn er einnig allt of einfaldur og óljós. Sjálfstæða leikhúsið er vettvangur tilrauna en tilraunirnar þurfa að ögra og krefjast meira af áhorfendum, bæði í formi og leik.Einsleit sýning sem styðst of mikið við kvikmyndalausnir frekar en styrk leikaranna á sviði.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið