Mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn Heimsljós kynnir 11. febrúar 2019 09:15 Utanríkisráðherra við vatnsból í Mangochi héraði. gunnisal „Þetta hefur verið mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn. Það sem gerir það að verkum að manni líður vel er að heimamenn koma og sýna okkur svart á hvítu þann góða árangur sem náðst hefur,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann er nýkominn heim úr vinnuferð til Malaví, en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því samstarf um þróunarsamvinnu hófst milli landanna tveggja.Íslendingar hafa á síðustu sjö árum unnið með héraðsstjórninni í Mangochi, einu fátækasta héraðinu í landinu, við að bæta grunnþjónustu sveitarfélagsins á þremur mikilvægustu sviðum samfélagsins, í lýðheilsu, menntun og vatni. Á ferð sinni um verkefnasvæði Íslendinga í Mangochi héraði kynnti ráðherra sér starfið á vettvangi, hann heimsótti einn af skólum héraðsins sem nýtur stuðnings af samstarfinu, skoðaði nýja fæðingardeild við heilsugæslustöð í afskekktri sveit og nærliggjandi vatnsból, eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í ferðinni. Þá var einn af hápunktum ferðarinnar formleg opnun glænýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, Mangochibænum. Auk utanríkisráðherra tók Atupele Muluzi heilbrigðisráðherra Malaví þátt í athöfninni en bygging fæðingardeildarinnar hefur verið veigamesti þátturinn í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með héraðsstjórninni. Hvarvetna var ráðherranum afar vel tekið og hann beðinn fyrir þakklætiskveðjur til íslensku þjóðarinnar og stjórnvalda á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent
„Þetta hefur verið mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn. Það sem gerir það að verkum að manni líður vel er að heimamenn koma og sýna okkur svart á hvítu þann góða árangur sem náðst hefur,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann er nýkominn heim úr vinnuferð til Malaví, en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því samstarf um þróunarsamvinnu hófst milli landanna tveggja.Íslendingar hafa á síðustu sjö árum unnið með héraðsstjórninni í Mangochi, einu fátækasta héraðinu í landinu, við að bæta grunnþjónustu sveitarfélagsins á þremur mikilvægustu sviðum samfélagsins, í lýðheilsu, menntun og vatni. Á ferð sinni um verkefnasvæði Íslendinga í Mangochi héraði kynnti ráðherra sér starfið á vettvangi, hann heimsótti einn af skólum héraðsins sem nýtur stuðnings af samstarfinu, skoðaði nýja fæðingardeild við heilsugæslustöð í afskekktri sveit og nærliggjandi vatnsból, eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í ferðinni. Þá var einn af hápunktum ferðarinnar formleg opnun glænýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, Mangochibænum. Auk utanríkisráðherra tók Atupele Muluzi heilbrigðisráðherra Malaví þátt í athöfninni en bygging fæðingardeildarinnar hefur verið veigamesti þátturinn í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með héraðsstjórninni. Hvarvetna var ráðherranum afar vel tekið og hann beðinn fyrir þakklætiskveðjur til íslensku þjóðarinnar og stjórnvalda á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent