Sjúkraflutningar – ábyrgð ráðherra Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun