Kynjajafnrétti og Viagra Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 08:15 Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun