Olíusjóður Norðmanna losar sig við hlutabréf í olíuiðnaði Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 12:00 Olíusjóður Noregs var byggður með tekjum ríkisins af olíuleit og vinnslu. EPA/HAKON MOSVOLD LARSEN Ríkisstjórn Noregs hefur lagt til að olíusjóður ríkisins, sem er sá stærsti í heiminum, selji verulegan hluta hlutabréfa sjóðsins í fyrirtækjum innan hins hefðbundna orkugeira. Hlutabréf í fyrirtækjum sem leita að olíu og jarðgasi verða seld en hlutabréf í rótgrónustu orkufyrirtækjunum verða ekki seld. Um er að ræða hlutabréf 134 fyrirtækja. Gróft áætlað er sjóðurinn rúmlega 123 billjónir króna. (123.000.000.000.000)Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, segir markmiðið með þessari ákvörðun vera að draga úr þeirri áhættu sem fylgi lækkandi olíuverði. Ákvörðunin var tilkynnt nú í morgun en samkvæmt Reuters leiddi hún strax til lækkunar á hlutabréfum fyrirtækja innan orkugeirans. Seðlabanki Noregs hafði lagt þetta til árið 2017. Olíusjóðurinn átti 2,45 prósent í Shell við lok síðasta árs. 2,31 prósent í BP. 0,99 prósent í Chevron og 094 prósent í ExxonMobil.Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að olíuvinnsla sé enn mikilvæg Noregi og verði það áfram um langt skeið. Bensín og olía Noregur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ríkisstjórn Noregs hefur lagt til að olíusjóður ríkisins, sem er sá stærsti í heiminum, selji verulegan hluta hlutabréfa sjóðsins í fyrirtækjum innan hins hefðbundna orkugeira. Hlutabréf í fyrirtækjum sem leita að olíu og jarðgasi verða seld en hlutabréf í rótgrónustu orkufyrirtækjunum verða ekki seld. Um er að ræða hlutabréf 134 fyrirtækja. Gróft áætlað er sjóðurinn rúmlega 123 billjónir króna. (123.000.000.000.000)Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, segir markmiðið með þessari ákvörðun vera að draga úr þeirri áhættu sem fylgi lækkandi olíuverði. Ákvörðunin var tilkynnt nú í morgun en samkvæmt Reuters leiddi hún strax til lækkunar á hlutabréfum fyrirtækja innan orkugeirans. Seðlabanki Noregs hafði lagt þetta til árið 2017. Olíusjóðurinn átti 2,45 prósent í Shell við lok síðasta árs. 2,31 prósent í BP. 0,99 prósent í Chevron og 094 prósent í ExxonMobil.Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að olíuvinnsla sé enn mikilvæg Noregi og verði það áfram um langt skeið.
Bensín og olía Noregur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira