Valdimar lýsir matarfíkninni: „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2019 11:00 Valdimar opnar sig um matarfíknina. vísir/vilhelm Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. Valdimar er gestur vikunnar í Einkalífinu en hann vakti mikla athygli fyrir auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið árið 2016. Þar var einfaldlega birt dánartilkynning í sjónvarpi og kom hugmyndin frá Valdimari sjálfum. Forsagan er frá því þegar Valdimar fékk martröð og hélt að hann væri að deyja. Hann vaknaði og gat varla andað. Í kjölfarið ákvað hann að gera eitthvað í sínum málum og fór seinna um sumarið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Síðan þá hafa hlutirnir gengið upp og niður í því að koma sér í betra líkamlegt form. „Þetta hefur verið svona upp og niður hjá manni. Maður verður bara að passa sig að missa sig ekki í ruglið aftur. Þetta eru oft svo mikil stökk, upp og niður hjá manni,“ segir Valdimar. „Maður er búinn að reyna að fara ekki út í neinar öfgar. Auðvitað getur maður bætt sig á ýmsum sviðum. Það var mikill rússíbani að fara í allt þetta dæmi og maður fékk mikla athygli og þetta var mikil pressa. Maður er allt í einu orðinn eitthvað andlit risahlaups og þetta var auðvitað mjög gaman líka og skemmtilegt og hjálpaði manni mjög mikið.“ Hann segist í dag reyna að halda í ákveðið jafnvægi. „Það er aldrei gott að ætla sér að gera allt strax, því þá er hætt við því að maður springi og detti aftur í gamla horfið. Ég get alveg viðurkennt það að ég datt aftur í gamla horfið eftir maraþonið. Þetta hefur alltaf verið svolítið upp og niður hjá manni. Mér finnst ég vera í góðu jafnvægi í dag og auðvitað hjálpar það manni að vera með kærustuna með sér. Hún heldur manni aðeins á jörðinni með þetta en þetta er bara einn dagur í einu. Það sem ég þarf að bæta núna er að koma mér aftur í gang varðandi hreyfinguna.“ Varð allt í einu hræddur við dauðann Valdimar hefur áður opnað sig um matarfíkn sína en hann lýsir henni svona: „Þetta er svolítið spes fíkn. Ef maður er alkóhólisti eða dópisti, þá er maður með þarna eitthvað sem maður getur sleppt. Maður verður að borða til að lifa. Maður getur ekkert hætt að borða. Ég man svo sterkt eftir því þegar ég datt í átak einhvern tímann og hætti að borða þetta og hitt. Þá allt í einu fór stressið í mér rosalega mikið upp og ég fann fyrir rosalega mikið af tilfinningum. Ég var kvíðinn og allt einu rosalega hræddur við dauðann. Ég fattaði þá, þetta deyfir mig svolítið. Ef manni líður illa þá er þetta ákveðin huggun. Seina að kvöldi er fínt að ná sér í einn nammipoka eða snakkpoka og horfá sjónvarpið og deyfa sig svolítið með þessum mat eða nammi.“ Valdimar segist vera borða mest í uppnámi. „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður og bara flýtur áfram. Þetta er kannski smá gat í hjartanu sem maður er að fylla í.“ Í þættinum ræðir hann einnig um ferilinn, ástina í lífi sínu, fyrirmyndirnar, leiklistarferilinn og framhaldið. Hér að ofan má sjá fimmta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi og Stöð 2 Maraþon. Einkalífið Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni. 2. desember 2018 10:00 Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30 „Var kannski aðeins meðvirk með ástandinu“ Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið á sjónvarpsskjáum landsmanna undanfarin ár og þá aðallega sem sjónvarpskokkur. Núna er Eva orðin dagskrágerðarmaður í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. 21. febrúar 2019 11:30 Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00 „Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“ Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember. 25. nóvember 2018 10:00 Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. Valdimar er gestur vikunnar í Einkalífinu en hann vakti mikla athygli fyrir auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið árið 2016. Þar var einfaldlega birt dánartilkynning í sjónvarpi og kom hugmyndin frá Valdimari sjálfum. Forsagan er frá því þegar Valdimar fékk martröð og hélt að hann væri að deyja. Hann vaknaði og gat varla andað. Í kjölfarið ákvað hann að gera eitthvað í sínum málum og fór seinna um sumarið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Síðan þá hafa hlutirnir gengið upp og niður í því að koma sér í betra líkamlegt form. „Þetta hefur verið svona upp og niður hjá manni. Maður verður bara að passa sig að missa sig ekki í ruglið aftur. Þetta eru oft svo mikil stökk, upp og niður hjá manni,“ segir Valdimar. „Maður er búinn að reyna að fara ekki út í neinar öfgar. Auðvitað getur maður bætt sig á ýmsum sviðum. Það var mikill rússíbani að fara í allt þetta dæmi og maður fékk mikla athygli og þetta var mikil pressa. Maður er allt í einu orðinn eitthvað andlit risahlaups og þetta var auðvitað mjög gaman líka og skemmtilegt og hjálpaði manni mjög mikið.“ Hann segist í dag reyna að halda í ákveðið jafnvægi. „Það er aldrei gott að ætla sér að gera allt strax, því þá er hætt við því að maður springi og detti aftur í gamla horfið. Ég get alveg viðurkennt það að ég datt aftur í gamla horfið eftir maraþonið. Þetta hefur alltaf verið svolítið upp og niður hjá manni. Mér finnst ég vera í góðu jafnvægi í dag og auðvitað hjálpar það manni að vera með kærustuna með sér. Hún heldur manni aðeins á jörðinni með þetta en þetta er bara einn dagur í einu. Það sem ég þarf að bæta núna er að koma mér aftur í gang varðandi hreyfinguna.“ Varð allt í einu hræddur við dauðann Valdimar hefur áður opnað sig um matarfíkn sína en hann lýsir henni svona: „Þetta er svolítið spes fíkn. Ef maður er alkóhólisti eða dópisti, þá er maður með þarna eitthvað sem maður getur sleppt. Maður verður að borða til að lifa. Maður getur ekkert hætt að borða. Ég man svo sterkt eftir því þegar ég datt í átak einhvern tímann og hætti að borða þetta og hitt. Þá allt í einu fór stressið í mér rosalega mikið upp og ég fann fyrir rosalega mikið af tilfinningum. Ég var kvíðinn og allt einu rosalega hræddur við dauðann. Ég fattaði þá, þetta deyfir mig svolítið. Ef manni líður illa þá er þetta ákveðin huggun. Seina að kvöldi er fínt að ná sér í einn nammipoka eða snakkpoka og horfá sjónvarpið og deyfa sig svolítið með þessum mat eða nammi.“ Valdimar segist vera borða mest í uppnámi. „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður og bara flýtur áfram. Þetta er kannski smá gat í hjartanu sem maður er að fylla í.“ Í þættinum ræðir hann einnig um ferilinn, ástina í lífi sínu, fyrirmyndirnar, leiklistarferilinn og framhaldið. Hér að ofan má sjá fimmta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi og Stöð 2 Maraþon.
Einkalífið Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni. 2. desember 2018 10:00 Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30 „Var kannski aðeins meðvirk með ástandinu“ Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið á sjónvarpsskjáum landsmanna undanfarin ár og þá aðallega sem sjónvarpskokkur. Núna er Eva orðin dagskrágerðarmaður í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. 21. febrúar 2019 11:30 Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00 „Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“ Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember. 25. nóvember 2018 10:00 Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00
Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni. 2. desember 2018 10:00
Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30
„Var kannski aðeins meðvirk með ástandinu“ Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið á sjónvarpsskjáum landsmanna undanfarin ár og þá aðallega sem sjónvarpskokkur. Núna er Eva orðin dagskrágerðarmaður í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. 21. febrúar 2019 11:30
Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00
„Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“ Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember. 25. nóvember 2018 10:00
Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið