Ósamræmi í lagaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. mars 2019 08:48 Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun