Klisjukennt en líka innblásið Jónas Sen skrifar 7. mars 2019 11:30 Kammersveitin Elja. Flutningur hennar var yfirleitt góður, segir Jónas Sen, gagnrýnandi Fréttablaðsins, í dómi sínum. Fréttablaðið/Ernir Ég velti því stundum fyrir mér hvað Mozart myndi finnast um tónlist nútímans ef hægt væri að ferðast um tímann. Það verður ekki beint sagt að hann hafi verið framsækinn, hvað þá byltingarsinnaður eins og Beethoven eða Liszt, svo ekki sé minnst á mörg tónskáld tuttugustu aldarinnar. Ætli honum hefði fundist músíkin í dag óskiljanleg? Á hádegistónleikum Kammersveitarinnar Elju í Norðurljósum í Hörpu var Mozart þó í hópi samtímaverka og hann passaði þar ekki illa. Um var að ræða svokallað Adagio úr píanósónötu eftir hann, sem samtímatónskáldið Arvo Pärt hafði umritað fyrir fiðlu, selló og píanó. Umritunin er mjög persónuleg, og því fær tónlistin á sig dekkri, tregafyllri brag en upphaflega útgáfan. Flutningurinn var fallegur, Bjarni Frímann Bjarnason lék á píanóið, Pétur Björnsson á fiðlu og Hjörtur Páll Eggertsson á selló. Leikurinn var tilfinningaþrunginn, en um leið fíngerður, með fáguðum blæbrigðum. Mozart var ekki fyrstur á efnisskránni, heldur Exercise eftir Söruh Nemtsov. Verkið var flutt af tveimur flautuleikurum, þeim Björgu Brjánsdóttur og Steinunni Völu Pálsdóttur. Tónlistin var hröð og síbreytileg, og staðsetning hljóðfæraleikaranna uppi á svölunum gerði að verkum að fuglasöngur kom upp í hugann. Spilamennskan var nákvæm og vandvirknisleg og lét ágætlega í eyrum. Nuper Rosarum Flores eftir Gabriele Manca virkaði ekki eins vel. Þar léku nokkrir hljóðfæraleikarar og einn þeirra ekki sérlega hreint, sem skemmdi fyrir hinum. Gaman hefði verið að fá einhverjar upplýsingar um tónlistina, en því var ekki fyrir að fara. Tónleikaskráin var í skötulíki, bara eitt blað með engum upplýsingum. Serenata in vano eftir Carl Nielsen og Piccola musica notturna eftir Luigi Dallapiccola voru líka leiðinleg, þó að flutningurinn hafi verið fagmannlegur og samstilltur með sannfærandi tilþrifum í túlkun. Fyrrnefnda tónsmíðin er í rómantískum stíl en samt óttalega andlaus, þetta er bara stílæfing. Tónskáldinu lá greinilega ekkert á hjarta. Laglínurnar eru klisjur, framvindan máttlaus. Hin síðarnefnda er þurrleg tólftónasamsuða, stefin fráhrindandi og atburðarásin vélræn. Fyrir þá sem ekki vita er tólftónaaðferðin formúla sem byggir á ströngum reglum, og hún getur af sér stærðfræðilega tónlist, oft nokkuð tormelta. Miklu betra var Protean Lair eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, örverk sem tók bara mínútu í flutningi. Það byrjaði með kaótískum látum en fljótlega runnu allar raddirnar saman og út varð tónrænn leysigeisli. Devotchka watch her garbles eftir Báru Grímsdóttur var líka flott, en þar komu rafhljóð mjög við sögu. Tónsmíðin byggðist ekki á frásögn, heldur skapaði Bára grípandi stemningu úr sveimkenndri áferð mjúkra og ávallt áhugaverðra hljóma. Útkoman var myrk og seiðandi. Spennandi væri að heyra tónlist Báru í sjónrænu samhengi, t.d. í nútímadansi eða við myndaband; þar gæti hún átt vel heima.Tónlistin var misáhugaverð en flutningurinn yfirleitt góður. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ég velti því stundum fyrir mér hvað Mozart myndi finnast um tónlist nútímans ef hægt væri að ferðast um tímann. Það verður ekki beint sagt að hann hafi verið framsækinn, hvað þá byltingarsinnaður eins og Beethoven eða Liszt, svo ekki sé minnst á mörg tónskáld tuttugustu aldarinnar. Ætli honum hefði fundist músíkin í dag óskiljanleg? Á hádegistónleikum Kammersveitarinnar Elju í Norðurljósum í Hörpu var Mozart þó í hópi samtímaverka og hann passaði þar ekki illa. Um var að ræða svokallað Adagio úr píanósónötu eftir hann, sem samtímatónskáldið Arvo Pärt hafði umritað fyrir fiðlu, selló og píanó. Umritunin er mjög persónuleg, og því fær tónlistin á sig dekkri, tregafyllri brag en upphaflega útgáfan. Flutningurinn var fallegur, Bjarni Frímann Bjarnason lék á píanóið, Pétur Björnsson á fiðlu og Hjörtur Páll Eggertsson á selló. Leikurinn var tilfinningaþrunginn, en um leið fíngerður, með fáguðum blæbrigðum. Mozart var ekki fyrstur á efnisskránni, heldur Exercise eftir Söruh Nemtsov. Verkið var flutt af tveimur flautuleikurum, þeim Björgu Brjánsdóttur og Steinunni Völu Pálsdóttur. Tónlistin var hröð og síbreytileg, og staðsetning hljóðfæraleikaranna uppi á svölunum gerði að verkum að fuglasöngur kom upp í hugann. Spilamennskan var nákvæm og vandvirknisleg og lét ágætlega í eyrum. Nuper Rosarum Flores eftir Gabriele Manca virkaði ekki eins vel. Þar léku nokkrir hljóðfæraleikarar og einn þeirra ekki sérlega hreint, sem skemmdi fyrir hinum. Gaman hefði verið að fá einhverjar upplýsingar um tónlistina, en því var ekki fyrir að fara. Tónleikaskráin var í skötulíki, bara eitt blað með engum upplýsingum. Serenata in vano eftir Carl Nielsen og Piccola musica notturna eftir Luigi Dallapiccola voru líka leiðinleg, þó að flutningurinn hafi verið fagmannlegur og samstilltur með sannfærandi tilþrifum í túlkun. Fyrrnefnda tónsmíðin er í rómantískum stíl en samt óttalega andlaus, þetta er bara stílæfing. Tónskáldinu lá greinilega ekkert á hjarta. Laglínurnar eru klisjur, framvindan máttlaus. Hin síðarnefnda er þurrleg tólftónasamsuða, stefin fráhrindandi og atburðarásin vélræn. Fyrir þá sem ekki vita er tólftónaaðferðin formúla sem byggir á ströngum reglum, og hún getur af sér stærðfræðilega tónlist, oft nokkuð tormelta. Miklu betra var Protean Lair eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, örverk sem tók bara mínútu í flutningi. Það byrjaði með kaótískum látum en fljótlega runnu allar raddirnar saman og út varð tónrænn leysigeisli. Devotchka watch her garbles eftir Báru Grímsdóttur var líka flott, en þar komu rafhljóð mjög við sögu. Tónsmíðin byggðist ekki á frásögn, heldur skapaði Bára grípandi stemningu úr sveimkenndri áferð mjúkra og ávallt áhugaverðra hljóma. Útkoman var myrk og seiðandi. Spennandi væri að heyra tónlist Báru í sjónrænu samhengi, t.d. í nútímadansi eða við myndaband; þar gæti hún átt vel heima.Tónlistin var misáhugaverð en flutningurinn yfirleitt góður.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tónlistargagnrýni Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira