Stórsóknarfórn Óttar Guðmundsson skrifar 2. mars 2019 08:30 Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni. Verkalýðsbarátta fyrri ára fylgdi reyndar hefðbundnu mynstri. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafði forystu um verkfallsboðun. Samtök iðnaðarmanna og verslunarmannafélögin drógu lappirnar. Félög opinberra starfsmanna og háskólamanna biðu átekta. Kjör hinna lægstlaunuðu voru sem fyrr heitasta baráttumálið. Eftir ströng verkföll Dagsbrúnarmanna og nokkurra annarra stéttarfélaga var samið um kauphækkun. Þá fór af stað mikil skriða launahækkana allra þeirra sem höfðu setið hjá. Eftir nokkurt þref var samið við önnur félög og launamunurinn í samfélaginu hélst óbreyttur. Launahækkun hinna lægstlaunuðu hvarf snarlega á verðbólgubálið og allt var sem fyrr. Þetta kölluðu alvarlegir en gáfulegir hagfræðingar víxláhrif kaupgjalds og verðlags. Það er ekki að ófyrirsynju að Megas orti um launabaráttu fyrri aldar: „Gakktu í Dagsbrún og gamna þér við, / að geta uppá næstu stórsóknarfórn, / hjá Gvendi, / hvaða Gvendi, / stórsóknarfórn hjá Gvendi Jaka.“ Sigur alþýðunnar fólst í blóðugum fórnum Dagsbrúnarmanna sem komu uppmælingaraðlinum til góða. Orðið stórsóknarfórn var valið eitt besta nýyrði 20. aldarinnar enda sorglega lýsandi fyrir baráttu verkalýðsfélaganna. Nú er enn á ný blásið til stórsóknarfórnar með slagorðum og baráttumálum frá árinu 1955. Menn ætla að hækka laun hinna lægstlaunuðu með blóðugum verkfallsaðgerðum. Stundum finnst mér ég vera staddur í tímavél.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar