Mér leiðist Óttar Guðmundsson skrifar 16. mars 2019 09:30 Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar